2014
Kærleikskeðja
febrúar 2014


Börn

Kærleikshlekkir

Fáið einhvern fullorðinn til að klippa út 28 þunnar pappírsræmur, hverja um 2.5 cm breiða og um 20 cm langa. Gerið eitthvað þjónustuverk dag hvern í þessum mánuði, til að sýna kærleika ykkar til einhvers. Þið getið hjálpað foreldrum ykkar að þrífa heimilið ykkar eða skrifað hjartnæmt bréf til einhvers.

Skrifið hvernig þið þjónuðuð dag hvern á eina pappírsræmuna og límið eða festið ræmuendana saman svo þeir myndi hring. Þið getið tengt saman hringina með því að þræða einn enda nýrrar pappírsræmu í gegnum pappírshring fyrri dags áður en þið límið eða festið saman enda nýju pappírsræmunnar. Sjáið kærleikskeðju ykkar stöðugt lengjast! Þið getið jafnvel haldið áfram að bæta við kærleikskeðju ykkar að loknum febrúarmánuði.