2005
ÆTTARTÖLUROLLA
Apríl 2005


ÆTTARTÖLUROLLA

Fyrir löngu síðan ritaði fólk á rollu eða stranga úr papírussefi (pappír gerður úr jurt) eða leðurrollu á stöfum. Stærsti hluti Biblíunnar var ritaður á rollur. Hinr fornu rollur voru allt að 44 metra langar! Þú getur skráð ættartölu þína í sérstakt áatal sem kirkjan sér okkur fyrir. Heimildir þessar er hægt að rita á rollu, eins og útskýrt er hér á eftir. Þú getur gert þetta á fjölskyldukvöldi.

Þú getur líka búið til rollu á eigin spýtur. Fyrir hverja rollu þarf þrjár A4 pappírsarkir (21 x 29,7 cm), glært límband, lím, blýant eða penna, tvö 24 cm löng prik eða rör og 46 cm langan borða eða band.

  1. Límdu 21 cm breiðu pappírsarkirnar saman á endunum til að búa til langan pappírsrenning (sjá skýringarmynd).

  2. Byrjaðu að skrifa 7 cm frá vinstri blaðbrún renningsins fyrirsögnina „Faðir minn, (fullt nafn föður), og fjölskylda hans“ (sjá skýringarmynd). Skrifaðu fyrir neðan fyrirsögnina „Foreldrar,“ og svo fullt nafn foreldra föður þíns. Skrifaðu síðan fyrirsögnina „Systkini,“ og svo fullt nafn allra systkina föður þíns – fyrst það elsta og síðast það yngsta. Vertu viss um að skrá nafn föður þíns á réttan stað miðað við aldur. Skrifaðu með aðstoð foreldra þinna fæðingardagana við hlið nafnanna.

  3. Skrifaðu á næstu pappírsörk rollunnar fyrirsögnina „Móðir mín, (fullt nafn móður), og fjölskylda hennar.“ Skrifaðu síðan næstu fyrirsagnir líkt og áður og fullt nafn og fæðingardag allra í fjölskyldu móður þinnar (sjá lið 2 á undan og skýringarmynd).

  4. Skrifaðu á síðustu pappírsörk rollunnar fyrirsögnina „Ég, (fullt nafn þitt), og fjölskylda mín“ og síðan upplýsingar um fjölskyldu þína. Skráðu fullt nafn og fæðingardaga foreldra þinna og systkina (sjá skýringarmynd).

  5. Límdu prikin eða rörin á vinstri og hægri brúnir pappírsrenningsins (sjá skýringarmynd) og leyfðu líminu að þorna. Rúllaðu prikunum að miðjunni og vefðu borða eða bandi um rolluna.