2005
Veist þú þetta?
Apríl 2005


Veist þú þetta?

Atburðir sem gerðust í apríl

14. apríl 1832: Brigham Young og eiginkona hans, Miriam, voru skírð í tjörn í New York-fylki.

Apríl 1853: Trúboðsstarf hófst í Suður-Afríku.

1. apríl 1898: Lucy Jane Brimhall og Amanda Inez Knight, fyrstu trúboðssysturnar voru kallaðar til að þjóna í fullu trúboði á Englandi.

26. apríl 1964: Öldungur Gordon B. Hinckley, þá í Tólfpostulasveitinni, vígði fyrsta samkomuhús Síðari daga heilagra í Asíu.

1.–2. apríl 2000: Aðalráðstefna var haldin í ráðstefnuhöllinni í fyrsta sinn, næstum fullbúinni.

Bútasaumur

„Það er frábært að sameinast í að læra handiðn í tengslum við verkefni í Eigin framþróun og þjóna um leið deildarmeðlimi,“ sagði ein stúlknanna í Exeter-deild í Plymouth-stiku, Englandi. Stúkurnar þar bjuggu til bútasaumsteppi fyrir systir Ettu Cunningham, sem er eldri systir í deildinni, er þjáðist af krabbameini. Stúlkurnar nutu verkefnisins og lærðu heilmikið um bútasaum. Þær lærðu einnig að sýna þeim sem eldri eru hluttekningu.

Áður en systir Cunningham lést, sendi hún stúlkunum þakkarbréf, sem þær geyma í minningabók Stúlknafélagsins.

Heilræði leiðtogans

Jesús þjónaði samferðafólki sínu með því að uppörva hina þurfandi, vekja sorgbitnum von kog leita hinna afvegaleiddu. Hann sýndi í verki að hann elskaði fólkið, skildi það og var þakklátur fyrir það. Hér eru nokkur atriði sem hægt er að gera til að fylgja fordæmi frelsarans og þjóna öðrum í sameiginlegum félagsverkefnum:

  • Líta aðra sömu augum og frelsarinn myndi gera.

  • Umgangast alla, ekki aðeins nána vini.

  • Gefa öllum kost á að vera með í samræðum og finna sig tilheyra hópnum.

  • Leggja á sig að kynnast einhverju nýju í fari annarra. Slíkt krefst þess að við spyrjum og hlustum.

  • Miðla öðrum einhverju um aðra sem jákvætt er.

  • Nefna fólk með nafni.

  • Leggja á sig að hrósa öðrum af einlægni og þakklæti svo þeir finni að þeir eru metnir að verðleikum.

Eigið fordæmi

„Áhrif þín, fordæmi þitt, getur verið ráðandi þáttur í að einhver fái eða missi áhuga á boðskap hins endurreista fagnaðarerindis. Gætum því að útliti okkar, hugsunum, málfari og verkum.“

Öldungur Charles Didier, í forsætisráði hinna sjötíu, “The Power of Example,” Tambuli, júní 1980, 36.

„Mikilvægasta lexían sem við getum lært í jarðlífinu er sú að sýna hlýðni þegar Guð talar, því þá munum við ávallt gera það sem rétt er.“

Thomas S. Monson, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, “Models to Follow,” Liahona, nóv. 2002, 61.