2023
Hverjir voru vitringarnir?
Janúar 2023


„Hverjir voru vitringarnir?“ Til styrktar ungmennum, jan. 2023.

Kjarni málsins

Hverjir voru vitringarnir?

Ljósmynd
einn vitringanna

Ritningin segir: „Vitringar [komu] frá Austurlöndum“ (Matteus 2:1) til að leita frelsarans. Hugtakið vitringar á sér uppruna í persneska orðinu magi. Þótt okkur sé ekki sagt nákvæmlega hverjir þessir menn voru, þá er margt sem við getum sagt að við vitum um þá út frá því sem okkur er sagt.

Fólk hefur jafnan haldið að vitringarnir væru þrír vegna þess að þeir komu með þrjár gjafir. Það er þó óljóst í ritningunum hversu margir vitringar voru í raun og veru. Okkur skilst líka að þeir hafi heimsótt Jesú sem lítið barn, fremur en ungabarn (sjá Matteus 2:11).

Vitringarnir voru greinilega réttlátir og þekktu nokkra spádóma um fæðingu Messíasar. Þeir gætu hafa verið af ættkvísl fólks Drottins. Þeir leituðu sonar Guðs af kostgæfni og voru leiddir til hans af andanum. Þeir færðu honum gjafir og sneru síðan aftur til að bera þjóð sinni vitni um fæðingu hans. Þeir voru líka varaðir við því í draumi að segja Heródesi frá því hvar barnið væri.

Trúfesti þeirra og kostgæfni getur verið okkur hvetjandi fyrirmynd í persónulegu lífi okkar til að komast nær frelsaranum.