2023
Finna gleði í tónlistarþjónustu
Janúar 2023


„Finna gleði í tónlistarþjónustu,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2023.

Sterkur grundvöllur

Finna gleði í tónlistarþjónustu

Ljósmynd
piltur spilar á píanó

Myndskreyting: Emily Jones

Ég byrjaði að læra á píanó þegar ég var sjö ára gamall. Í fyrstu var erfitt að lesa nóturnar og fylgjast með í kennslunni. Mér líkaði bara ekki að æfa á píanó.

Mamma bað mig síðan að spila „Þegar ég skírist“ (Barnasöngbókin, 53) við skírnina mína. Þetta var í fyrsta skipti sem ég spilaði í kirkju. Ég var stressaður en stoltur af sjálfum mér þegar ég gerði það.

Fljótlega varð ég upptekinn af skólanum og langaði að hætta við píanóið, en foreldrar mínir hvöttu mig til að halda áfram að læra. Þau sögðu að ef ég héldi áfram að spila, gæti ég fundið gleði í því að þjóna Drottni.

Upp frá því elskaði ég að spila á píanó. Ég byrjaði að spila á sakramentissamkomu og þegar ég varð 12 ára var ég formlega kallaður til að vera píanóleikari deildarinnar. Ég var mjög glaður! Ég spilaði á Barnafélagskynningum og fór með deildarkórnum okkar á deildarráðstefnur og helgistundir. Ég var meira að segja kallaður sem píanóleikari stikukórsins og spilaði á stikuráðstefnu.

Ég er þakklátur foreldrum mínum fyrir að hvetja mig til að gera mitt besta. Ég mun vera himneskum föður ævinlega þakklátur fyrir þann hæfileika sem hann hefur gefið mér. Ég veit að ég mun geta notað hæfileika mína í trúboði mínu og í annarri þjónustu einhvern tíma. Ég finn sannlega gleði í því að þjóna Drottni.

Jyle S., Höfuðborgarsvæðinu, Filippseyjum