2022
Dagbók Papa
Janúar/Febrúar 2022


Dagbók Papa

Þessi saga gerðist í Tahítí.

Ljósmynd
boy sitting on bench, reading

Allan sat á bekk fyrir utan húsið hans. Sólin var að setjast. Pálmatré voru í forgrunni appelsínuguls himins.

Hann fletti síðunni í bókinni sem hann var að lesa. Í henni voru engar myndir. Allan var þó sama um það. Hann naut þess að lesa þessa bók!

Hann leit yfir fallega rithönd Papa. Hann mundi eftir þessum hluta! Hann vakti honum alltaf hlátur.

Rétt í þann mund kom Papa út. „Hvað er svona fyndið?“

„Ég er að lesa eina bókina þína.“ Allan brosti. „Mér finnst skemmtilegt að lesa um kókoshnetuna.“

„Ó, þú átt við dagbækurnar mínar.“ Papa settist við hlið Allan. „Þær segja ævisögu mína. Þær fjalla þó ekki bara um mig. Þú er líka í þeim. Það er Mama líka og bræður þínir og systir.“

„Eins og Nefí!“ sagði Allan. „Hann skrifaði sögur um eigið líf og líka um fjölskyldu sína.“

„Rétt!“ sagði Papa.

„Mér finnst frásagnirnar um þig bestar,“ sagði Allan. „Þegar þú t.d. varst trúboði hér á Tahítí.

„Mér finnst frásagnirnar um þig bestar,“ sagði Papa. „Vissir þú að við létum þig heita miðnafni öldungs Bednars?“

„Þið hafið aldrei sagt mér það! Ég hlakka til að lesa þá frásögn.“

Papa brosti. „Það eru margar frásagnir í dagbókunum mínum. Ég hef skrifað í dagbækur frá átta ára aldri.

Ljósmynd
boy reading journal with his dad

„Frá því að þú varst átta ár gamall?“ spurði Allan. „Það er rosalega, rosalega langur tími.“

Papa hló. „Ég er nú ekki svo gamall.“

Allan hugsaði sig aðeins um. „Ég verð bráðum átta ára,“ sagði hann. „Get ég fengið dagbók í afmælisgjöf?“

„Auðvitað!“ sagði Papa.

„Þá get ég skrifað sögur um mig, svo mínir krakkar geti einhvern tíma lesið þær.“

„Það hljómar eins og frábær fjölskylduhefð!“ sagði Papa.