2022
Hjálpa eins og Jesús
Janúar/Febrúar 2022


Frá vini til vinar

Hjálpa eins og Jesús

Ljósmynd
girl pushing young boy in stroller

Þegar ég var í Barnafélaginu var bróðir minn smábarn og systir mín ungabarn. Móðir mín var önnum kafinn við að gæta þeirra á daginn og því hjálpaði ég henni þegar ég kom heim úr skólanum. Ég setti bróður minn í kerruna og gekk endurtekið með hann hring eftir hring í hverfinu. Við töluðum saman um hina fallegu veröld og virtum fyrir okkur fuglana, skordýrin og gæludýr nágrannanna. Þetta var ekki mikið verk, en gerði heilmikið! Það hjálpaði mömmu að hvílast og líða vel. Það hjálpaði allri fjölskyldunni. Jesús vill einmitt að við hjálpum á þennan hátt.

Hvernig getið þið hjálpað?

Ljósmynd
Jesus with children

Þið, sem börn í Barnafélaginu, getið komið miklu til leiðar með smáum kærleiksverkum. Þegar þið notið hendur ykkar til að þjóna öðrum, eruð þið fulltrúar Jesú Krists. Þið hjálpið þá öðrum að finna elsku hans.

Lærið sögurnar um Jesú. Spyrjið ykkur síðan: „Hvað myndi Jesús gera?“ Það er fólk hvarvetna umhverfis ykkur sem þarfnast hjálpar. Sumir eru á heimili ykkar sjálfra eða hinum megin við götuna.

Þegar þið gerið einfalda hluti til hjálpar, mun heilagur andi veita ykkur innri vellíðan. Þið munuð vita að þið gerðuð það sem Jesús myndi gera.

Það er líka mikilvægt að þiggja hjálp frá öðrum. Þegar aðrir hjálpa okkur, getum við líka fundið elsku frelsarans til okkar!

Ég elska ykkur! Ég veit að Jesús Kristur elskar ykkur! Þið munuð finna elsku hans þegar þið notið hendur ykkar til að þjóna öðrum.

Hjálparhendur ykkar

Allt um ykkur

Aldur:

Frá:

Tungumál:

Fjölskyldan:

Markmið og draumar:

Segið frá því þegar þið hjálpuðuð á heimilinu eða í samfélaginu:

Hvernig líður ykkur þegar þið hjálpið öðrum eða fylgið Jesú?

Það sem er í mesta uppáhaldi ykkar

Staður:

Saga um Jesú:

Barnafélagslag:

Matur:

Litur:

Námsfag í skóla: