2022
Ekki of einmana
Janúar/Febrúar 2022


Ekki of einmana

Damián vildi að öll fjölskylda sín færi saman í kirkju.

Ljósmynd
boy holding bag to travel

Damián leit ofan í bakpokann sinn til að vera viss um að hann hefði allt sem hann þurfti. Kirkjuföt? Komið. Skór? Komið. Mormónsbók? Komið. Hann renndi fyrir bakpokann, setti hann á herðarnar og hélt í átt að dyrunum.

„Mamá!“ kallaði Damián. „Ég er að fara til Abuela (ömmu) og Abuelo (afa)!“

Mamá var að brjóta saman handklæði. „Vertu viss um að hjálpa afa og ömmu.“ Hún staldraði við til að faðma Damián þétt að sér. „Ég veit að þú kannt vel við að fara í kirkju með þeim. Njóttu morgundagsins.“

„Ég mun gera það!“ sagði Damián. Ég vildi þó að þú kæmir með mér, hugsaði hann.

Damián gekk að strætóstoppustöðinni. Alla laugardaga fór hann með strætó yfir í hinn enda borgar sinnar í Ekvadór, til heimilis Abuelu og Abuelo. Hann gisti hjá þeim um nóttina. Hann fór síðan í kirkju með þeim daginn eftir.

Á sunnudagsmorgni klæddi Damián sig í kirkjufötin. Hann hneppti skyrtunni. Hann fór í skóna. Hann gekk síðan í kirkju með Abuelu og Abuelo.

Damián naut þess að fara í kirkju. Honum fannst gaman að syngja lögin og meðtaka sakramentið. Honum fannst líka gaman að hitta vini sína. Hann vildi þó óska þess að öll fjölskyldan væri með sér.

Þetta síðdegi gengu Damián, Abuela og Abuelo til heimilis bróður og systur Ruiz. Þau ætluðu að verja saman kvöldstund. Abuela koma með búðingsköku með sér sem eftirrétt.

Lexían var um Jesú. Damián litaði mynd af Jesú meðan hann hlustaði á lexíuna. „Jesús skilur alltaf hvernig okkur líður,“ sagði bróðir Ruiz. „Líka þegar við erum döpur.“

Damián horfði á myndina sína af Jesú. Það gladdi hann að Jesús skildi hvernig honum leið.

Eftir lokabænina, sagði Abuela: „Ég kom með búðingsköku. Hver vill bita?“

„Ég!“ sagði Damián. Þessi bragðgóði, sæti eftirréttur var uppáhald Damiáns! Abuela bjó til bestu búðingskökuna.

Eftir kvöldstundina, gekk Abuela með Damián að strætóstoppistöðinni, svo hann gæti farið heim. Damián var álútur.

„Er eitthvað að?“ spurði Abuela.

Damián hnyklaði brýrnar. „Ég vildi óska þess að allir í fjölskyldunni kæmu í kirkju með okkur.“

„Ég líka,“ sagði Abuela. Hún faðmaði Damián að sér. „Fjölskyldan þín elskar þig samt afar heitt. Það geri ég og Abuelo líka og margir aðrir!

Strætóinn lagði að. Damián sat við gluggann og veifaði til Abuelu þegar strætóinn ók í burtu.

Damián íhugaði það sem Abuela hafði sagt. Hann hugsaði um Mamá og bróður sinn og systur. Hann vissi að þau elskuðu hann afar heitt. Hann hugsaði síðan um Barnafélagskennara sinn. Síðan um Ruiz fjölskylduna. Loks um Abuelu og Abuelo. Þau elskuðu hann öll líka.

Það sem mest var um vert, þá vissi Damián að himneskur faðir og Jesús elskuðu hann. Við það varð hann ekki svo einmana lengur.