Námshjálp
23. Galíleuvatn og fjall sæluboðanna


23. Galíleuvatn og fjall sæluboðanna

Ljósmynd
ljósmynd 23

Horft í suðvestur yfir norðvesturhorn Galíleuvatns, sem er ferskvatn. Hæðin fyrir miðju í forgrunni er fjall sæluboðanna að talið er. Kapernaum er til vinstri, utan myndar. Tíberías er sunnar, meðfram vesturströndinni.

Merkir atburðir: Mestur hluti jarðneskrar þjónustu frelsarans átti sér stað á þessu svæði. Hér kallaði hann og vígði postulana tólf (Matt 4:18–22; 10:1–4; Mark 1:16–20; 2:13–14; 3:7, 13–19; Lúk 5:1–11), flutti fjallræðuna (Matt 5–7); og kenndi í dæmisögum (Matt 13:1–52; Mark 4:1–34). Kraftaverk sem hann gerði voru meðal annars: Hann læknaði líkþráan (Matt 8:1–4); lægði storminn (Matt 8:23–27); rak út af ungum manni hersingu illra anda, sem síðan fóru í svínin er ruddust út í vatnið (Mark 5:1–15); mettaði 5.000 og 4.000 (Matt 14:14–21; 15:32–38); bauð lærisveinum sínum að kasta út netum sínum, þannig að þeir fengu mikinn afla (Lúk 5:1–6); læknaði marga (Matt 15:29–31; Mark 3:7–12); og birtist eftir upprisu sína til þess að kenna lærisveinum sínum (Mark 14:27–28; 16:7; Jóh 21:1–23). (Sjá LR Galílea.)