Námshjálp
24. Kapernaum


24. Kapernaum

Ljósmynd
ljósmynd 24

Kapernaum, sem staðsett er á norðurströnd Galíleuvatns, var miðpunktur þjónustu Jesú í Galíleu (Matt 9:1–2; Mark 2:1–5). Þessi mikilvæga verslunar- og fiskveiðistöð var byggð mönnum af Þjóðunum engu síður en Gyðingum. Á fyrstu öld komst íbúafjöldinn sennilega aldrei yfir 1.000. Kapernaum stóð þar sem mættust mikilvægar verslunarleiðir og umhverfis var frjósamt land. Rómverskir hermenn gerðu hér baðhús og birgðastöðvar. Þrátt fyrir þau mörgu kraftaverk sem hér voru unnin, hafnaði fólkið yfirleitt trúboði frelsarans. Þess vegna lagði Jesús bölvun á borgina (Matt 11:20, 23–24). Er tímar liðu varð Kapernaum rústir einar og þar er nú engin byggð.

Merkir atburðir: Kapernaum var þekkt sem frelsarans „eigin borg“ (Matt 9:1–2; Mark 2:1–5). Hann vann mörg kraftaverk á þessum stað. Til dæmis læknaði hann marga (Mark 1:32–34), þar á meðal þjón hundraðshöfðingja (Lúk 7:1–10), tengdamóður Péturs (Mark 1:21, 29–31), lamaða manninn í rúminu sem var látið síga niður um þakið (Mark 2:1–12), og manninn með visnuðu höndina (Matt 12:9–13). Hér rak Jesús einnig út marga illa anda (Mark 1:21–28, 32–34); reisti dóttur Jaírusar upp frá dauðum (Matt 9:18–19, 23–26; Mark 5:22–24, 35–43); og flutti prédikunina um brauð lífsins í samkunduhúsinu í Kapernaum (Jóh 6:24–59). Frelsarinn bauð Pétri að veiða fisk í Galíleuvatni, opna munn hans og finna þar pening til þess að greiða skatt (Matt 17:24–27).