Börn og unglingar
Fyrirmynd vaxtar


„Fyrirmynd vaxtar,“ Eigin framþróun: Leiðarvísir barna (2019)

„Fyrirmynd vaxtar,“ Eigin framþróun: Leiðarvísir barna

Fyrirmynd vaxtar

Þessi fyrirmynd getur hjálpað ykkur að vaxa og þroskast á þeim fjórum sviðum sem Jesús gerði (sjá Lúkas 2:52).

Ljósmynd
uppgötva, skipuleggja, framkvæma, íhuga

Uppgötva

Ljósmynd
ungmenni lærir

Himneskur faðir hefur gefið ykkur gjafir og hæfileika. Þið getið beðist fyrir til að uppgötva það og hverju þið getið unnið að einmitt núna.

Finnið hugmyndir á síðum 44–61.

Skipuleggja

Ljósmynd
ungmenni með kort

Eftir að þið uppgötvið hvernig þið viljið vaxa, biðjist þá fyrir og ræðið við fjölskyldu ykkar um hvernig skal framkvæma það. Gerið áætlun. Foreldrar ykkar og leiðtogar geta hjálpað ykkur.

Framkvæma

Ljósmynd
ungmenni með foreldrum

Eftir að þið hafið gert áætlun, látið þá reyna á hana! Takið lítil skref. Lærið með öðrum fyrir tilstilli þjónustu og viðburða. Njótið þess! Biðjist fyrir um liðsinni og breytið áætluninni ef þið þurfið. Haldið áfram að reyna!

Íhuga

Ljósmynd
ungmenni íhugar

Hugsið um það sem þið hafið lært og hvernig það hefur hjálpað ykkur að fylgja Jesú. Haldið upp á það! Þakkið himneskum föður fyrir hvernig þið hafið vaxið. Finnið leiðir til að nota það sem þið lærðuð til að þjóna öðrum. Haldið áfram með þessa hugmynd eða veljið eitthvað annað til að vinna að!