Fleiri námsgögn til að kenna börnum
Viðauki B: Fyrir Barnafélagið – Búið börn undir ævilanga veru á sáttmálsvegi Guðs


„Viðauki B: Fyrir Barnafélagið – Búið börn undir ævilanga veru á sáttmálsvegi Guðs,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„Viðauki B,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024

Viðauki B

Fyrir Barnafélagið – Búið börn undir ævilanga veru á sáttmálsvegi Guðs

Í þeim mánuðum sem hafa fimm sunnudaga, eru Barnafélagskennarar hvattir til skipta út hinum fyrirhuguðu lexíudrögum í Kom, fylg mér fyrir eitt eða fleiri þessara námsverkefna.

Frumreglur og helgiathafnir fagnaðarerindis Jesú Krists

Kenning Krists kennir okkur hvernig komast á aftur til Guðs.

Þegar Jesús Kristur birtist fólkinu í Ameríku, kenndi hann því kenninguna sína. Hann sagði að við gætum komist í Guðs ríki, ef við hefðum trú, iðruðumst, létum skírast, hlytum heilagan anda og stæðumst allt til enda (sjá 3. Nefí 11:31–40; Kenning og sáttmálar 20:29). Verkefnin hér að neðan geta hjálpað ykkur að kenna börnunum að þessar reglur og helgiathafnir munu hjálpa okkur alla ævi að komast nær frelsaranum.

Sjá 2. Nefí 31 til að læra meira um kenningu Krists.

Möguleg verkefni

  • Látið börnin fá myndir sem tákna trú á Jesú Krist, iðrun, skírn og staðfestingu (sjá Trúarmyndabók, nr. 1, 111, 103 og 105). Lesið eða þyljið með börnunum fjórða trúaratriðið og biðjið þau að halda myndunum á lofti þegar minnst er á þessa reglu eða helgiathöfn. Hjálpið börnunum að skilja hvernig allar þessar reglur og helgiathafnir hjálpa okkur að verða líkari himneskum föður og Jesú Kristi.

  • Hvernig getið þið hjálpað börnunum að skilja að trú, iðrun, skírn og staðfesting séu ekki afmarkað atferli, heldur hefur þetta áhrif á andlegan vöxt okkar alla ævi? Þið gætuð til dæmis sýnt þeim mynd af sáðkorni og stóru tré (eða teiknað þessa hluti á töfluna). Hjálpið þeim að hugsa um hluti sem gera sáðkorninu mögulegt að vaxa og verða að stóru tré, eins og vatn, jarðveg og sólarljós. Hjálpið þeim að skilja að þetta sé líkt því sem við gerum til að vaxa nær Guði gegnum lífið – styrkja trú okkar á Jesú Krist, iðrast á hverjum degi, lifa eftir skírnarsáttmála okkar og hlusta á heilagan anda.

  • Segið börnunum söguna um flugeldana í boðskap öldungs Dale G. Renlund, „How Can Repenting Help Me Feel Happy?“ (Friend, des. 2017, 12–13, eða Liahona, des. 2017, 70–71; sjá einnig myndbandið „Repentance: A Joyful Choice“ [Gospel Library]).

    Á ýmsum stöðum í sögunni, skuluð þið bjóða börnunum að hugsa um það hvernig öldungi Renlund gæti hafa liðið. Hvers vegna upplifum við gleði þegar við iðrumst? Miðlið börnunum gleðinni og kærleikanum sem þið hafið fundið þegar þið hafið beðið himneskan föður að fyrirgefa ykkur.

Skírn

Jesús Kristur sýndi mér fordæmi með því að láta skírast.

Þótt Jesús væri syndlaus, var hann skírður til að sýna okkur fullkomið fordæmi um hlýðni við himneskan föður (sjá 2. Nefí 31:6–10).

Til að læra meira um skírn, sjá þá Kenning og sáttmálar 20:37; Leiðarvísir að ritningunum „Skírn,“ Gospel Library.

Möguleg verkefni

  • Sýnið mynd af frelsaranum skírast og af einhverjum öðrum að skírast (eða sjá Trúarmyndabók, nr. 35 og hvort heldur nr. 103 eða nr. 104). Biðjið börnin að segja frá því sem er öðruvísi og því sem er eins á þessum tveimur myndum. Lesið saman Matteus 3:13–17 eða „kafla 10: Jesús skírist“ í Sögur úr Nýja testamentinu, 26–29, eða horfið á samsvarandi myndband í Gospel Library.

    Leyfið börnunum að benda á hluti á myndunum sem eru nefndir í upplestrinum eða myndbandinu. Segið börnunum frá elsku ykkar til frelsarans og þrá ykkar til að fylgja honum.

  • Hlustið á eða syngið söng um skírn, t.d. „Skírnin“ (Barnasöngbókin, 54). Hvað lærum við um skírn af söngnum? Lesið 2. Nefí 31:9–10 og bjóðið börnunum að hlusta eftir ástæðu þess að Jesús Kristur var skírður. Bjóðið þeim að teikna mynd af sjálfum sér á skírnardegi sínum.

Ég get valið að gera sáttmála við Guð og láta skírast.

Undirbúningur fyrir skírn þýðir miklu meira en að undirbúa viðburð. Hann þýðir að búa sig undir að gera sáttmála og síðan að haldan þann sáttmála alla ævi. Hugleiðið hvernig þið getið hjálpað börnunum að skilja sáttmálann sem þau munu gera við himneskan föður þegar þau eru skírð, sem felur í sér loforð sem hann gefur þeim og loforð sem þau gefa honum.

Möguleg verkefni

  • Útskýrið að sáttmáli sé loforð á milli einstaklings og himnesks föður. Þegar við keppum að því að standa við loforðin sem við gáfum Guði, þá lofar Guð að blessa okkur. Skrifið á töfluna Loforðin sem ég gef Guði og Loforðin sem Guð gefur mér. Lesið saman Mósía 18:10, 13 og Kenningu og sáttmála 20:37 og hjálpið börnunum að skrá loforðin sem þau finna undir viðeigandi fyrirsögnum (sjá einnig Dallin H. Oaks, „Skírnarsáttmálinn þinn,“ Barnavinur, feb. 2021, 2–3). Segið frá því hvernig himneskur faðir hefur blessað ykkur þegar þið leitist við að halda skírnarsáttmála ykkar.

  • Sýnið börnunum myndir af því sem Jesús Kristur gerði þegar hann var á jörðu (fyrir nokkur dæmi, sjá Trúarmyndabók, nr. 33–49). Fáið börnin til að ræða um það sem Jesús er að gera á hverri myndanna. Lesið Mósía 18:8–10, 13 og bjóðið börnum að hlusta eftir því sem þau lofa að gera þegar þau skírast (sjá einnig „The Baptism Covenant,“ Friend, feb. 2019, 7; Liahona, feb. 2019, F3). Hvernig munu þessi loforð hafa áhrif á gjörðir okkar á hverjum degi? Bjóðið börnunum að teikna mynd af sér sjálfum að hjálpa einhverjum eins og Jesús myndi gera. Þið gætuð líka þess í stað búið til einföld spjöld með nafni frelsarans til að hafa á sér.

    Ljósmynd
    drengur að skírast

    Þegar við erum skírð gefur við Guði loforð og hann gefur okkur loforð.

Staðfesting

Þegar ég er staðfest/ur verð ég meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Að verða meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, færir margar blessanir og veitir t.d. börnunum tækifæri til að verða virkir þátttakendur í starfi Guðs.

Til að læra meira um staðfestingu og gjöf heilags anda, sjá þá Gary E. Stevenson, „Hvernig getur heilagur andi hjálpað mér?,“ aðalráðstefna, apríl 2017; Leiðarvísir að ritningunum, „Heilagur andi,“ Gospel Library.

Möguleg verkefni

  • Bjóðið einhverjum sem nýlega var skírður og staðfestur að koma í bekkinn og segja frá því hvernig það var að vera staðfestur. Hvað þýðir það fyrir þennan einstakling að verða meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu? Hjálpið börnunum að hugsa um það hvernig þau geti haldið skírnarsáttmála sinn sem meðlimir kirkjunnar (svo sem með því að þjóna öðrum, bjóða öðrum að læra meira um Jesú, flytja bænir á samkomum og svo framvegis). Segið frá því hvernig það hefur hjálpað ykkur að finna gleði í því að vera meðlimur kirkju Krists með því að gera þetta.

  • Sýnið mynd af fólki við Mormónsvötn (sjá Trúarmyndabók, nr. 76) og biðjið börnin að lýsa því sem þau sjá á myndinni. Segið söguna um Alma og fólk hans að láta skírast þar (sjá Mósía 18:1–17; „kafli 15: Alma kennir og skírir,“ Sögur úr Mormónsbók, 43–44, eða samsvarandi myndband í Gospel Library).

    Rifjið upp Mósía 18:8–9 og bjóðið börnunum að gera hreyfingar sem hjálpa þeim að muna eftir því sem fólkið var fúst til að gera sem meðlimir kirkju Krists. Segið frá upplifun þar sem þið hafið verið vitni að því að meðlimir kirkjunnar hafi þjónað á þennan hátt.

Þegar ég er staðfest/ur hlýt ég gjöf heilags anda.

Þegar við erum skírð og staðfest, lofar himneskur faðir að „andi hans [verði] ætíð með [okkur]“ (Kenning og sáttmálar 20:77). Þessi dásamlega gjöf frá Guði er kölluð gjöf heilags anda.

Möguleg verkefni

  • Lesið Kenningu og sáttmála 33:15 og biðjið börnin að hlusta eftir hinni sérstöku gjöf sem himneskur andi gefur okkur þegar við erum skírð og staðfest. Til að hjálpa þeim að læra meira um það hvernig heilagur andi liðsinnir þeim, rifjið þá saman upp Jóhannes 14:26; Galatabréfið 5:22–23; 2. Nefí 32:5; 3. Nefí 27:20. Þið gætuð líka rifjað upp greinina „The Holy Ghost Is …“ (Friend, júní 2019, 24–25; Liahona, júní 2019, F12–F13).

  • Áður en kennslustund hefst, skuluð þið biðja foreldra eins barns eða fleiri að segja frá því hvernig þau hafa hlotið blessun af því að hafa gjöf heilags anda. Hvernig hjálpar heilagur andi þeim? Hvernig heyra þau rödd hans?

  • Syngið saman söng um heilagan anda, t.d. „Heilagur andi“ (Barnasöngbókin, 56). Hjálpið börnunum að skilja hvað söngurinn kennir okkur um það hvernig heilagur andi getur hjálpað okkur.

Heilagur andi getur talað til mín á marga vegu.

Börn sem þekkja rödd andans verða undir það búin að hljóta persónulega opinberun sér til leiðsagnar alla ævi. Kennið þeim að heilagur andi geti talað til okkar á marga vegu.

Möguleg verkefni

  • Hjálpið börnunum að hugsa um mismunandi leiðir til að tala við vin sem býr langt í burtu, eins og að skrifa bréf, senda netpóst eða tala í síma. Kennið þeim að himneskur faðir geti talað til okkar með heilögum anda. Notið boðskap Dallins H. Oaks forseta, „How Does Heavenly Father Speak to Us?,“ til að hjálpa börnunum að skilja hvernig heilagur andi talar til okkar á ýmsa vegu í huga okkar og hjarta (Friend, mars 2020, 2–3; Liahona, mars 2020, F2–F3).

  • Segið frá upplifun þar sem heilagur andi átti samskipti við ykkur, hvort heldur gegnum hugsanir eða tilfinningar í hjarta (sjá Kenning og sáttmálar 6:22–23; 8:2–3; sjá einnig Henry B. Eyring, „Open Your Heart to the Holy Ghost,“ Friend, ágúst 2019, 2–3; Liahona, ágúst 2019, F2–F3). Berið börnunum vitni um að heilagur andi geti hjálpað þeim á svipaðan hátt.

  • Hjálpið börnunum að hugsa um tilvik þar sem þau kunna að hafa fundið fyrir andanum – til dæmis þegar þau syngja söng um frelsarann eða þegar þau gera eitthvað gott fyrir aðra. Hjálpið þeim að þekkja andlegu tilfinningarnar sem heilagur andi færir. Hvers vegna haldið þið að heilagur andi gefi okkur þessar tilfinningar? Hjálpið börnunum að hugsa um það sem við þurfum að gera til að heyra heilagan anda tala til okkar. Talið um það sem þið gerið til að heyra betur í andanum.

Sakramentið

Þegar ég meðtek sakramentið, minnist ég fórnar frelsarans og endurnýja sáttmála mína.

Frelsarinn gaf okkur sakramentið til að hjálpa okkur að minnast fórnar sinnar fyrir okkur og endurnýja sáttmála okkar. Vegna þessarar vikulegu helgiathafnar, getum við haldið áfram að njóta blessana skírnar alla ævi.

Til að læra meira, sjá þá Matteus 26:26–30; 3. Nefí 18:1–12; Kenning og sáttmálar 20:77, 79.

Möguleg verkefni

  • Bjóðið börnunum að lita „Jesus Introduced the Sacrament to the Nephites“ í Scripture Stories Coloring Book: Book of Mormon (2019), 26. Biðjið þau að benda á hvað fólkið er að hugsa um á myndinni. Lesið fyrir börnin hluta af 3. Nefí 18:1–12 eða „kafla 45: Jesús Kristur kennir um sakramentið og bænina,“ Sögur úr Mormónsbók, 126–27, eða horfið á samsvarandi myndband á ChurchofJesusChrist.org. Hvað getum við gert til að minnast Jesú Krists meðan á sakramentinu stendur?

  • Biðjið börnin að segja ykkur ýmislegt sem þau ættu alltaf að muna eftir að gera, eins og að reima skóna eða þvo sér um hendurnar áður en þau borða. Af hverju er mikilvægt að muna eftir að gera þetta? Lesið Moróní 4:3 fyrir börnin og bjóðið þeim að hlusta eftir því sem við lofum að hafa ávallt í huga þegar við meðtökum sakramentið. Af hverju er mikilvægt að hafa Jesú Krist í huga? Hjálpið börnunum að skilja hvernig brauð og vatn sakramentisins hjálpa okkur að muna eftir því sem Jesús hefur gert fyrir okkur (sjá Moróní 4:3; 5:2).

  • Skrifið á töfluna: „Ég lofa að …“ Lesið sakramentisbænirnar fyrir börnin (sjá Kenning og sáttmálar 20:77, 79). Þegar þau heyra loforð sem við gefum Guði, staldrið þá við og hjálpið þeim að ljúka setningunni á töflunni með loforðinu sem þau heyrðu. Hjálpið þeim að skilja að þegar við meðtökum sakramentið erum við að lofa því sama og við lofuðum við skírn.

  • Hver er merking þess að taka á sig nafn Jesú Krists? Til að hjálpa börnunum að svara þessari spurningu, skuluð þið miðla dæmi um eitthvað sem við setjum nöfnin okkar á. Af hverju merkir fólk þessa hluti með nafni? Hvers vegna myndi Jesús Kristur vilja að við tækjum á okkur nafn sitt? Íhugið að miðla þessari útskýringu frá Russell M. Nelson forseta: „Að taka nafn frelsarans á okkur, felur í sér yfirlýsingu og vitnisburð til fólks – með verkum okkar og orðum – um að Jesús er Kristur“ („Hið rétta nafn kirkjunnar,“ aðalráðstefna, október 2018).

Kraftur, vald og lyklar prestdæmisins

Guð blessar börn sín með krafti prestdæmisins.

Öll börn Guðs – konur og karlar, ung og öldruð – hljóta kraft Guðs þegar þau halda sáttmálana sem þau hafa gert við hann. Við gerum þessa sáttmála þegar við meðtökum helgiathafnir prestdæmisins, eins og skírn (sjá Almenn handbók: Þjónusta í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, 3.5, Gospel Library). Til að læra meira, sjá þá Russell M. Nelson, „Andlegir fjársjóðir,“ aðalráðstefna, október 2019, 76–79; „Prestdæmisreglur,“ kafli 3 í Almenn handbók.

Möguleg verkefni

  • Hjálpið börnunum að taka eftir þeim blessunum sem þau hljóta vegna prestdæmisins. Til að vekja þeim einhverjar hugmyndir, þá gætuð þið sýnt myndbandið „Blessings of the Priesthood“ (Gospel Library).

  • Íhugið að skrifa þessar blessanir á töfluna. Af hverju eru þessar blessanir okkur mikilvægar? Berið því vitni að þessar blessanir berist okkur vegna Jesú Krists og prestdæmis hans.

  • Skrifið eftirfarandi fyrirsagnir á töfluna: Kraftur Guðs og Kraftur og vald Guðs gefið mönnum á jörðu. Biðjið börnin að setja myndir undir fyrri fyrirsögnina sem hjálpa okkur að skilja hvernig Guð hefur notað kraft sinn til að blessa okkur, svo sem með því að skapa heiminn, leiða okkur og leiðbeina, sýna okkur að hann elskar og þekki okkur og heyrir og svarar bænum okkar (sjá Trúarmyndabók, nr. 3, 68, 90111). Biðjið þau að setja myndir undir síðari fyrirsögnina sem hjálpa okkur að skilja hvernig verðugir karlmenn á jörðu nota kraft og vald Guðs til að blessa okkur, svo sem með því að blessa sjúka, skíra, staðfesta, þjónusta sakramentið og innsigla fjölskyldur (sjá Trúarmyndabók, nr. 46, 104, 105, 107120). Segið frá ástæðum þess að þið eruð þakklát fyrir prestdæmið og blessanirnar sem það færir.

  • Ein helsta leiðin til að hljóta blessanir kraftar Guðs í lífi okkar er með helgiathöfnum prestdæmisins (sjá Kenning og sáttmálar 84:20). Til að hjálpa börnunum að læra þennan sannleika, gætuð þið skrifað eftirfarandi ritningarvers á töfluna: 3. Nefí 11:21–26, 33 (skírn); Moróní 2 (staðfesting); Moróní 4–5 (sakramenti). Börnin gætu hvert fyrir sig valið einn af þessum ritningarhlutum og tilgreint helgiathöfnina sem þar er getið um. Bjóðið börnunum að segja frá því hvernig þau hafi hlotið persónulega blessun með því að taka á móti helgiathöfnum prestdæmisins.

  • Hjálpið börnunum að skilja að þau munu hljóta kraft frá Guði þegar þau eru skírð og halda skírnarsáttmála sinn. Spyrjið börnin að því hvernig þessi kraftur gæti hjálpað þeim.

Verki Guðs er stjórnað með lyklum prestdæmisins og framkvæmt með prestdæmisvaldi.

Verðugir karlkyns kirkjumeðlimir geta verið vígðir til embættis í prestdæminu. Auk þess getur einstaklingur, hvenær sem hann eða hún er settur í köllun eða honum er falið að hjálpa í verki Guðs, iðkað úthlutað prestdæmisvald. Notkun alls prestdæmisvalds í kirkjunni er stjórnað af einstaklingum sem hafa prestdæmislykla, eins og stikuforseta, biskupi og sveitarforsetum. Prestdæmislyklar eru valdið til að stjórna notkun prestdæmisins við að framkvæma verk Drottins.

Möguleg verkefni

  • Lesið Markús 3:14–15 með börnunum og sýnið þeim mynd af atburðinum sem þar er lýst (t.d. í Trúarmyndabók, nr. 38). Spyrjið börnin að því hvort þau hafi einhvern tíma séð einhvern vígðan til prestdæmisembættis eða settan í köllun (eða segið þeim frá því sem þið hafið upplifað í þessu sambandi). Hvernig svipar þetta til þess sem frelsarinn gerði við postulana sína? Hjálpið börnunum að skrifa á töfluna embætti eða kallanir prestdæmisins sem er hægt að veita meðlimum kirkjunnar, svo sem kennari eða leiðtogi samtaka. Við hlið hvers embættis eða köllunar, gætuð þið skrifað það sem einhver með það embætti eða köllun hefur umboð til að gera. Segið börnunum hvernig það hefur hjálpað ykkur að þjóna að vera sett í embætti af einhverjum sem hefur prestdæmislykla.

  • Bjóðið börnunum að hugsa um eitthvað sem þið þurfið lykil fyrir, eins og bíl eða hurð. Hvað gerist ef þið eruð ekki með lykilinn? Lesið saman Kenningu og sáttmála 65:2 og gefið vitnisburð ykkar um mikilvægi þess að hafa prestdæmislykla á jörðu. Þið gætuð líka horft á myndbandið „Where Are the Keys?“ (Gospel Library) og gætt að því sem öldungur Stevenson kennir um prestdæmislykla.

  • Biðjið einhvern í deildinni sem er með lykla að koma í bekkinn og segja börnunum hvað það þýðir að hafa prestdæmislykla. Bjóðið honum að segja frá ábyrgð sinni. Hvaða hluta af verki Drottins er hann í forsvari fyrir? Hvernig hjálpar frelsarinn honum?

Musterið og sæluáætlunin

Musterið er hús Drottins.

Musteri eru hluti af áætlun himnesks föður fyrir börn hans. Í musterum gerum við helga sáttmála við hann, erum gædd prestdæmiskrafti, tökum á móti opinberun, framkvæmum helgiathafnir fyrir látna áa okkar og erum innsigluð fjölskyldum okkar um eilífð. Allt er þetta mögulegt vegna Jesú Krists og friðþægingarfórnar hans.

Hvernig getið þið hjálpað börnunum sem þið kennið að skilja heilagleika húss Drottins og búa sig undir að vera verðug þess að taka þátt í helgiathöfnum musterisins? Íhugið að rifja upp þessar heimildir: Kenning og sáttmálar 97:15–17; Russell M. Nelson, „Lokaorð,“ aðalráðstefna, október 2019; „Why Latter-day Saints Build Temples,“ temples.ChurchofJesusChrist.org.

Ljósmynd
ungmenni við musteri

Musteri eru hluti af áætlun himnesks föður fyrir börn hans.

Möguleg verkefni

  • Sýnið eina eða fleiri myndir af musterum. Spyrjið börnin að því hvað geri musterin að sérstökum stað. Segið þeim að á hverju musteri séu þessi orð greypt: „Heilagleiki til Drottins: Hús Drottins.“ Spyrjið börnin að því hverja þau teljið merkingu orðanna „heilagleiki til Drottins“ vera? Af hverju er musterið kallað hús Drottins? Hvað kennir þetta okkur um musterið? Ef eitthvert barnanna hefur farið í musteri, gætu þau líka sagt frá því hvernig þeim leið þegar þau voru þar. Ef þið hafið verið í musterinu, segið þeim þá frá því hvernig þið hafið fundið fyrir nærveru Drottins þar og ræðið ástæður þess að musterið er ykkur heilagur staður.

  • Lesið saman Kenningu og sáttmála 97:15–17. Biðjið börnin að gæta að því hvers Drottinn væntir af þeim sem fá inngöngu í hans heilaga hús. Hvers vegna þurfum við að vera verðug til að fá inngöngu í hús hans? Sem hluta af þessari umræðu, skuluð þið ræða við börnin um musterismeðmæli, þar á meðal hvernig á að verða sér úti um þau. Þið gætuð boðið meðlim biskupsráðs að segja þeim frá því hvernig musterismeðmælaviðtal fer fram og ræða spurningarnar sem þar eru spurðar.

Við gerum sáttmála við Guð í musterinu.

Russell M. Nelson forseti kenndi: „Jesús Kristur býður okkur að fara sáttmálsveginn til dvalar að nýju hjá himneskum föður og þeim sem við elskum“ („Kom, fylg mér,“ aðalráðstefna, apríl 2019). Hjálpið börnunum að skilja að sáttmálsvegurinn felur í sér skírn, staðfestingu og musterisgjöf og innsiglun.

Möguleg verkefni

  • Biðjið börnin að hjálpa ykkur að rifja upp sáttmálann sem við gerum við Guð þegar við erum skírð og sem við endurnýjum þegar við meðtökum sakramentið (sjá Mósía 18:10; Kenning og sáttmálar 20:77, 79). Sýnið mynd af musterinu og útskýrið að himneskur faðir hafi fleiri blessanir sem hann vill veita okkur í musterinu.

  • Teiknið hlið sem liggur að vegi. Spyrjið börnin að því hvers vegna þeim finnst gagnlegt að hafa veg til að ganga á. Lesið saman 2. Nefí 31:17–20, þar sem Nefí líkir skírnarsáttmálanum við hlið og býður okkur að halda áfram á veginum eftir skírn. Það eru fleiri sáttmálar sem þarf að gera eftir skírn, þar á meðal sáttmálar sem gerðir eru í musterinu. Útskýrið að Nelson forseti hafi kallað veg þennan „sáttmálsveginn.“

Í musterinu getum við verið skírð og staðfest fyrir áa sem hafa dáið.

Fagnaðarerindi Jesú Krists gerir öllum börnum Guðs kleift að snúa aftur til dvalar hjá honum, jafnvel þótt þau deyi án þess að þekkja fagnaðarerindið. Í musterinu getum við látið skírast og verið staðfest sem meðlimir kirkju Jesú Krists fyrir þeirra hönd.

Möguleg verkefni

  • Ræðið um tilvik þar sem einhver gerði eitthvað fyrir ykkur sem þið gátuð ekki gert sjálf. Bjóðið börnunum að miðla svipaðri reynslu. Útskýrið að þegar við förum í musterið getum við tekið á móti helgiathöfnum eins og skírn í þágu þeirra sem hafa dáið. Hvernig erum við eins og Jesús þegar við erum að vinna fyrir hina dánu? Hvað hefur hann gert fyrir okkur sem við gátum ekki gert fyrir okkur sjálf?

  • Bjóðið einu eða fleiri ungmennum sem hafa verið skírð fyrir áa sína að segja frá reynslu sinni. Spyrjið þau hvernig það var í musterinu. Hvetjið þau til að segja frá því hvað þeim fannst um að vinna þetta verk fyrir áa sína.

  • Teiknið tré á töfluna með rótum og greinum. Biðjið börnin að íhuga hvernig fjölskyldur séu eins og tré. Merkið ræturnar Áar, merkið greinarnar Niðjar og merkið stofn trésins Þú. Lesið saman þessa málsgrein í Kenningu og sáttmálum 128:18: „Því að án þeirra [áa okkar] getum við ekki orðið fullkomin, né heldur geta þau orðið fullkomin án okkar.“ Spyrjið spurninga eins og: „Af hverju þörfnumst við áa okkar? Af hverju hafa niðjar okkar þörf fyrir okkur? Hvernig hafa foreldrar okkar, afar og ömmur og aðrir áar hjálpað okkur?“ Bjóðið börnunum að kanna allt efnið í Kenningu og sáttmálum 128:18 og leita að orðtaki sem lýsir því hvernig við getum hjálpað áum okkar.

  • Íhugið að vinna með foreldrum hvers barns að því að finna áanafn fyrir barnið til að fara með í musterið (sjá FamilySearch.org).