Kenning og sáttmálar 2021
Notkun Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann


„Notkun Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann,Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„Notkun Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann,Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021

Ljósmynd
konur og karlar í námsbekk

Notkun Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann

Búa sig undir kennslu í sunnudagaskólanum

Sjálfsnám og fjölskyldunám á heimilinu ætti að vera megin uppistaða trúarnáms. Það á við um ykkur og þá sem þið kennið. Þegar þið búið ykkur undir kennslu, byrjið þá á því að leita eigin upplifana í ritningunum. Mikilvægasti undirbúningur ykkar er að koma til Krists, kanna ritningarnar og leita innblásturs heilags anda.

Námsefnið Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er mikilvægur hluti af bæði sjálfsnámi ykkar og undirbúningi ykkar til að kenna. Það mun stuðla að auknum skilningi á kenningarlegum reglum í ritningunum. Það mun líka gera ykkur kleift að innblása og bjóða meðlimum bekkjarins að nota Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur til að auðga bæði sjálfsnám og fjölskyldunám í ritningunum (til að fá hjálp við þetta, sjá þá „Hugmyndir til að hvetja til sjálfsnáms og fjölskyldunáms“ í þessu riti). Þegar þið gerið það, munið þá eftir að sýna þeim meðlimum bekkjarins gætni sem búa að fjölskylduaðstæðum sem ekki styðja reglubundið fjölskyldunám og fjölskyldukvöld.

Við undirbúning ykkar munu hugsanir og hughrif berast um þá sem þið kennið, hvernig meginreglurnar í ritningunum munu efla trú þeirra á himneskan föður og Jesú Krist og hvernig þið getið hvatt þá til að uppgötva þessar meginreglur þegar þeir læra ritningarnar sjálfir.

Kennsluhugmyndir

Þegar þið búið ykkur undir kennslu, gætuð þið hlotið enn meiri innblástur með því að kenna lexíudrögin í þessu riti. Lítið ekki á þessar hugmyndir sem nákvæm fyrirmæli, heldur fremur sem ábendingar til að glæða innblástur ykkar. Þið þekkið meðlimi bekkjar ykkar og munuð jafnvel kynnast þeim betur er þið lærið saman í bekknum. Drottinn þekkir þá líka og mun innblása ykkur með bestu leiðunum til að hjálpa meðlimum bekkjarins að byggja á trúarnámi þeirra á heimilinu.

Mörg önnur úrræði eru ykkur tiltæk við undirbúning ykkar, þar á meðal hugmyndir í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur og kirkjutímaritunum. Til frekari upplýsingar um þessi og fleiri úrræði, sjá þá hlutann „Fleiri heimildir“ í þessu riti.

Sitthvað sem hafa þarf hugfast

  • Þið, sem kennarar, hafið þá mikilvægu ábyrgð að styðja við, hvetja til og efla sjálfsnám og fjölskyldunám meðlima bekkjarins. Þótt sumir meðlimir bekkjarins ástundi ekki stöðugt trúarnám á heimili sínu, þá getið þið lagt mikið af mörkum með því að hvetja og aðstoða þá við að gera heimili þeirra að miðstöð trúarnáms.

  • Trúarlegur viðsnúningur meðlima bekkjarins að fagnaðarerindi Jesú Krists, mun aukast eftir því sem þeir skilja og tileinka sér sannar kenningar. Hvetjið þá til að skrá eigin hughrif frá heilögum anda og bregðast við þeim.

  • Kennsla er meira en fyrirlestur, en hún er líka meira en bara að leiða umræður. Hluti af ábyrgð ykkar er að hvetja til fræðandi þátttöku sem byggist á ritningunum. Þið gætuð líka miðlað innblásnum skilningi sem þið hljótið við að læra ritningarnar.

  • Hafið hugfast að margir meðlimir bekkjarins hljóta andlegar upplifanir er þeir læra á heimili sínu. Þið getið stutt við trúarnám þeirra með því að gefa þeim tækifæri til að miðla oft því sem þeir læra heima og hvernig það hefur áhrif á líf þeirra.

  • Himneskur faðir vill að þið náið árangri sem kennarar. Hann hefur séð ykkur fyrir mörgum úrræðum til þess, þar á meðal kennararáðsfundi. Á þeim fundum getið þið ráðgast við aðra kennara um áskoranir ykkar. Þið getið líka rætt og iðkað reglur kristilegrar kennslu.

  • Sumir eiga betur með að læra þegar þeim gefst tækifæri til að kenna. Íhugið að fá meðlimi bekkjarins, líka ungmenni, til að kenna hluta af lexíunni. Byggið þá ákvörðun á þörfum og hæfni meðlima bekkjarins. Ef þið fáið meðlimi bekkjarins til að kenna, gefið ykkur þá tíma til að hjálpa þeim að undirbúa sig með fyrirvara með því að nota hugmyndirnar í þessu riti og í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Hafið hugfast að sem kallaðir kennarar, þá berið þið endanlega ábyrgð á því hvað kennt er í bekknum.

  • Í þessu riti eru lexíudrög fyrir hverja viku ársins. Á sunnudögum, þegar sunnudagaskóli er ekki kenndur, munu fjölskyldur áfram lesa Kenningu og sáttmála á heimili sínu, samkvæmt námsáætluninni í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Þið gætuð ákveðið að sleppa þeim lexíum sem eiga að vera í þeirri viku sem sunnudagaskóli er ekki kenndur eða kennt fleiri en eina lexíu í einni kennslustund.