Kenning og sáttmálar 2021
Fleiri námsgögn


„Fleiri heimildir,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„Fleiri námsgögn,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Fleiri námsgögn

Þessi námsgögn má finna í smáforritinu Gospel Library og á ChurchofJesusChrist.org.

Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur

Þið getið aðlagað öll verkefni í þessu riti til notkunar í námsbekk sunnudagaskólans. Ef meðlimir bekkjarins hafa notað þessi verkefni í sjálfsnámi og fjölskyldunámi, skuluð þið hvetja þá til að miðla upplifunum sínum og skilningi.

Sálmar og Barnasöngbókin

Helg tónlist laðar að andann og kennir kenningu svo eftirminnilegt sé. Auk prentuðu útgáfnanna Sálmar og Barnasöngbókin, má finna upptökur margra sálma og barnasöngva á music.ChurchofJesusChrist.org og í smáforritunum Sacred Music og Gospel Media.

Kennslubækur trúarskóla yngri og eldri deilda

Í kennslubókum trúarskóla yngri og eldri deilda er sögulegur bakgrunnur og kenningarlegar útskýringar á reglum í ritningunum. Í þeim eru líka innblásnar kennsluábendingar fyrir námsbekki sunnudagaskólans.

Kirkjutímaritin

Í tímaritunum New Era, Ensign og Líahóna má finna greinar og verkefni sem geta undirstrikað reglurnar sem þið kennið í Kenningu og sáttmálum.

Gospel Topics [Trúarefni]

Í Gospel Topics [Trúarefni] (topics.ChurchofJesusChrist.org) má finna helstu upplýsingar um hið fjölbreytta trúarefni, ásamt hlekkjum að gagnlegu námsefni, svo sem efnistengdum aðalráðstefnuræðum, greinum, ritningarversum og myndböndum. Þar má einnig finna Gospel Topics Essays [Trúarleg ritverk], þar sem spurningum tengdum kenningu og sögu er svarað.

Ljósmynd
maður að læra námsefni kirkjunnar

Boða fagnaðarerindi mitt

Þessi leiðarvísir fyrir trúboða veitir skilning á grunnreglum fagnaðarerindisins.

Til styrktar æskunni

Þetta námsefni greinir frá stöðlum kirkjunnar, til að hjálpa ungmennum og öðrum að verða trúfastir lærisveinar Jesú Krists. Ráðgerið að nota það oft, einkum ef þið kennið ungmennum.

Myndbönd og listrænt efni

Listrænt efni, myndbönd og annað efni getur hjálpað þeim sem þið kennið að skynja kenninguna og sögurnar sem tengjast ritningunum sjónrænt. Farið í Gospel Media Library á ChurchofJesusChrist.org til að kanna námsgagnasafn kirkjunnar. Þessi námsgögn eru einnig fáanleg í smáforritinu Gospel Media og einnig má finna margar myndir í Trúarmyndum.

Revelations in Context [Opinberanir í samhengi]

Revelations in Context [Opinberanir í samhengi]: The Stories behind the Sections of the Doctrine and Covenants [Sögurnar að baki kafla Kenningar og sáttmála], er safn ritverka um sögusvið opinberananna í Kenningu og sáttmálum. Efnið í þessari kennslubók getur auðveldað ykkur að skilja betur merkingu orða Drottins í Kenningu og sáttmálum fyrir hina fyrri Síðari daga heilögu.

Heilagir

Saints [Heilagir] er saga kirkjunnar í nokkrum bindum. 1. bindi, Sannleiksstaðall, og 2. bindi, No Unhallowed Hand [Engin vanheilög hönd], spanna sama tímabil kirkjusögunnar og Kenning og sáttmálar gerir. Þessar frásagnir geta aukið ykkur skilning á samhengi og sögusviði opinberananna sem þið lærið um í Kenningu og sáttmálum.

Church History Topics [Kirkjusöguefni]

Finna má fjölmargar greinar um fólkið, smíðagripi, landsvæði og atburði sem tengjast sögu kirkjunnar á ChurchofJesusChrist.org/study/history/topics.

Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]

Þetta námsefni getur verið ykkur gagnlegt við að læra um og tileinka ykkur reglur og aðferðir kristilegrar kennslu. Þessar reglur eru kenndar og iðkaðar á kennararáðsfundum.