Kenning og sáttmálar 2021
28. júní – 4. júlí. Kenning og sáttmálar 71–75: „Engin vopn, sem smíðuð verða gegn yður, skulu verða sigursæl“


„28. júní – 4. júlí. Kenning og sáttmálar 71–75: ‚Engin vopn, sem smíðuð verða gegn yður, skulu verða sigursæl,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„28. júní – 4. júlí. Kenning og sáttmálar 71–75,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Jesús með sauð

Dýrmæt er hirðinum hjörðin, eftir Simon Dewey

28. júní – 4. júlí

Kenning og sáttmálar 71–75

„Engin vopn, sem smíðuð verða gegn yður, skulu verða sigursæl“

Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 71–75, hugsið þá um þá sem þið kennið. Hvað vitið þið um þá? Hverjar eru þarfir þeirra?

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla einhverju því sem þeir fundu er þeir lærðu Kenningu og sáttmála 71–75. Hvaða upplifanir hafa þeir haft af þessum sannleika?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 71

Við getum hlítt leiðsögn heilags anda er við komum trú okkar til varnar.

  • Höfum við einhvern tíma upplifað ótta eða kvíða yfir að verja trú okkar? Ef til vill gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að skrifa á töfluna orð eða orðtök sem þeir finna í Kenningu og sáttmálum 71 sem lýsa því hvernig Drottinn bauð Joseph og Sidney að bregðast við gagnrýni Ezra Booth og fleiri. Meðlimir bekkjarins gætu síðan rætt í fámennum hópum hugsanlega merkingu þessara fyrirmæla fyrir okkur í dag. Af hverju er mikilvægt að við bregðumst við „í samræmi við þann hluta anda“ sem Drottinn gefur okkur? (vers 1).

    Það gæti líka verið gagnlegt að horfa á myndbandið „Everyday Example: When Beliefs Are Questioned [Daglegt dæmi: Þegar efast er um trú ]“ (ChurchofJesusChrist.org). Meðlimir bekkjarins gætu fundið út á hvaða hátt sannleikurinn í kafla 71 er sýndur í myndbandinu. Þau gætu ef til vill líka miðlað dæmum um hvernig frelsarinn brást við þeim sem gagnrýndu hann (sjá t.d. Matteus 22:15–22; 26:59–64; Jóhannes 10:37–38).

Kenning og sáttmálar 72:8–16

Biskupar eru ráðsmenn andlegra og stundlegra málefna ríkis Drottins.

  • Hvernig geta fyrirmæli Drottins til Newels K. Whitney, er hann var kallaður sem biskup í Kirtland, hjálpað þeim sem þið kennið að meta réttilega biskupana sem kallaðir hafa verið til að þjóna þeim? Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að leita í Kenningu og sáttmálum 72:8–16 að einhverjum ábyrgðarskyldum Whitneys biskups og síðan bera þær saman við ábyrgðarskyldur biskupa á okkar tíma (sjá forskrift Gordons B. Hinckley forseta á ábyrgðarskyldum biskups í „Fleiri heimildir“ eða í efnistengda myndbandinu „The Office of Bishop [Embætti biskups]” [ChurchofJesusChrist.org]). Meðlimir bekkjarins gætu ef til vill sagt frá því hvernig þeir hafa verið blessaðir af þjónustu biskups. Hvað getum við gert betur til stuðnings biskupi okkar?

    Ljósmynd
    tunnur og sekkir með matvælum

    Biskupar hjálpa til með stundlegar þarfir meðlima.

Kenning og sáttmálar 73

Við getum leitað tækifæra til að miðla fagnaðarerindinu.

  • Drottinn bauð Joseph Smith og Sidney Rigdon að boða fagnaðarerindið „svo sem unnt er“ (Kenning og sáttmálar 73:4), samhliða því að vinna að þýðingu Biblíunnar. Meðlimir bekkjarins gætu ef til vill sagt frá því hvernig þeim hefur fundist „unnt“ – eða raunhæft – að miðla fagnaðarerindinu ásamt því að vinna að öðrum ábyrgðarskyldum sínum. Þið gætuð fundið einhvað sem kæmi að gagni í boðskap öldungs Dieters F. Uchtdorf, „Trúboðsstarf: Gefa af hjartans list,“ (aðalráðstefna, apríl 2019).

Kenning og sáttmálar 75:2–16

Guð vill að við „[vinnum] af mætti [okkar].“

  • Fyrirmæli Drottins til nokkurra öldunga um hvernig miðla á fagnaðarerindinu, gætu hvatt meðlimi bekkjarins til að miðla fagnaðarerindinu af meiri kostgæfni. Þið gætuð skrifað á töfluna Vinna af mætti ykkar og beðið meðlimi bekkjarins að skrifa orð eða orðtök sem koma upp í hugann er þeir hugsa um einhvern sem vinnur af mætti sínum við að miðla fagnaðarerindinu. Þeir gætu líka rætt merkingu þess að „halda kyrru fyrir“ eða vera „iðjulaus.“ Hvað segir Kenning og sáttmálar 75:2–16 um stuðning frelsarans við þá sem þjóna honum trúfastlega?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Ábyrgðarskyldur biskups.

Gordon B. Hinckley forseti kenndi:

„Í hjarta er ég innilega þakklátur fyrir biskupa okkar. Ég er innilega þakklátur fyrir opinberun almættisins, sem það embætti var stofnað og starfar fyrir. …

… Við væntum þess að þið framgangið sem forseti hápresta deildarinnar, ráðgjafi fólksins, verndari og hjálpari þeirra sem eiga í vanda, huggari þeirra sem eiga um sárt að binda og veitandi þeirra sem eru í nauð. Við væntum þess að þið framgangið sem verndari og verjandi kenningarinnar sem kennd er í deild ykkar, gæða kennslunnar, skipunar hinna mörgu embætta sem nauðsynleg eru.

… Ykkur ber að sjá til þess að enginn líði hungur eða sé án klæða eða skjóls. Þið verðið að þekkja aðstæður allra sem þið hafið forsjá með.

Þið verðið að vera huggari og leiðbeinandi fyrir fólk ykkar. Dyrnar ykkar verða alltaf að vera opnar fyrir neyðarópi. Þið verðið að hafa breitt bak til að bera með því byrðarnar. Þið verðið að liðsinna öðrum í kærleika, jafnvel þeim sem misgjörð fremur („The Shepherds of the Flock,“ Ensign, maí 1999, 52–53).

Bæta kennslu okkar

Verið kristilegri kennarar. Íhugið að nota sjálfsskoðunar spurningarnar á bls. 37 í Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans] til að læra hvernig þið getið kennt líkar frelsaranum.