Kenning og sáttmálar 2021
21.–27. júní. Kenning og sáttmálar 67–70: „Virði allra auðæfa jarðar“


„21.–27. júní. Kenning og sáttmálar 67–70: ,Virði allra auðæfa jarðar,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„21.–27. júní. Kenning og sáttmálar 67–70,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
handrit af opinberunarbók í sýningarskáp

21.–27. júní

Kenning og sáttmálar 67–70

„Virði allra auðæfa jarðar“

Að búa sig undir kennslu, er meira en að íhuga hvað segja og gera skal sem kennari. Þið þurfið líka að íhuga hvað nemendur geta gert til að kenna hver öðrum. Hvernig hyggist þið fá meðlimi bekkjarins til að miðla eigin upplifunum og skilningi sem þeir hafa hlotið af því að læra þessi ritningarvers?

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Þið gætuð skrifað á töfluna Í þessari viku kenndi Drottinn mér … og beðið meðlimi bekkjarins að ljúka við setninguna með einhverju sem þeir lærðu.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 67:1–9

Opinberanirnar sem gefnar voru Joseph Smith eru sannar og koma frá Guði.

  • Skilningur á sögulegum bakgrunni Kenningu og sáttmála 67gæti verið gagnlegur fyrir umræður um þennan kafla. Ef til vill gæti meðlimur bekkjarins gert útdrátt á aðstæðunum sem leiddu til þessarar opinberunar (sjá Kenning og sáttmálar 67, kaflafyrirsögn; Saints [Heilagir], 1:140–43). Hvaða ástæður gæfum við til stuðnings þessari hugmynd, ef við værum viðstödd á fundinum þar sem rætt var um útgáfu opinberananna? Hvað gætum við sagt við þá sem höfðu áhyggjur af ófullkominni málfarstækni Josephs Smith? Hvað kennir kafli 67 um spámenn og opinberun? Meðlimir bekkjarins gætu líka sagt frá því hvernig þeir hafa komist að því fyrir sig sjálfa að þessar opinberanir eru sannar.

Kenning og sáttmálar 68:1–6

Hin innblásnu orð þjóna Drottins eru orð Drottins.

  • Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að lesa þessi vers í fámennum hópum til að hjálpa þeim að ræða Kenningu og sáttmála 68:1–6 og miðla hver öðrum þeim sannleika sem þeir lærðu um kenningar þjóna Drottins. Biðjið hópana að miðla hver öðrum hvernig þeir viti að reglurnar sem kenndar eru í versi 4 séu sannar. Meðlimir bekkjarins gætu miðlað upplifunum þar sem þeir hafa mælt „eins og heilagur andi [hvatti] þá til“ (vers 3) og hvernig Drottinn var með þeim og studdi við bak þeirra (sjá vers 6).

  • Ef þið viljið ræða hvernig þessi vers eiga við um kenningar þjóna Drottins á aðalráðstefnu, þá gæti staðhæfing öldungs Jeffreys R. Holland verið gagnleg. Meðlimir bekkjarins gætu líka miðlað nýlegum boðskap frá aðalráðstefnu sem styrkti trú þeirra á kenninguna í þessum versum.

Kenning og sáttmálar 68:25–31

Foreldrar hafa þá ábyrgð að kenna börnum sínum.

  • Eru foreldrar í námsbekk ykkar – eða verðandi foreldrar? Ef til vill myndu þeir hafa gagn af því að ræða leiðsögn Drottins til foreldra í kafla 68. Einverjir foreldrar í bekknum gætu t.d. valið reglu í versum 25–28 og rætt hvernig þeir reyna að kenna börnum sínum þessa hluti (vers 29–31 innihalda líka mikilvægar reglur). Meðlimir bekkjarins gætu þess í stað rætt hvernig foreldrar þeirra kenndu þeim reglur fagnaðarerindisins.

    Afhverju er börnum best að læra fagnaðarerindið á heimili sínu? Hvað gætum við sagt við foreldra sem finna til vanmáttar við að kenna börnum sínum?

    Ljósmynd
    fjölskylda við nám

    Guð hefur falið foreldrum þá ábyrgð að kenna börnum sínum.

Kenning og sáttmálar 70:1–4

Við erum ábyrg fyrir þeim opinberunum sem Drottinn hefur veitt okkur.

  • Drottinn veitti ákveðnum bræðrum ráðsmennsku yfir að fara með opinberanirnar til Missouri og hafa umsjá með útgáfu þeirra. Hvernig getum við séð okkur sjálf sem ráðsmenn opinberananna? Hvaða fleiri kenningar í þessum kafla um ráðsmennsku geta átt við um okkur?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Guð talar til okkar á þessum tíma.

Öldungur Jeffrey R. Holland sagði frá því hvernig reglan sem kennd er í Kenningu og sáttmálum 68:4 á við um aðalráðstefnu: „Ég [bið] ykkur að hugleiða á komandi dögum, ekki aðeins þann boðskap sem þið hafið heyrt, heldur og þann einstæða atburð sem aðalráðstefnan er í raun ‒ hvað við Síðari daga heilagir teljum slíkar ráðstefnur vera og hvað við bjóðum heiminum að heyra og sjá varðandi þær. Við berum hverri þjóð, kynkvísl, tungu og lýð vitni um að ekki eingöngu lifir Guð heldur talar hann til okkar í dag, að sú ráðgjöf sem þið hafið nú heyrt, undir handleiðslu heilags anda, sé ,vilji Drottins, … orð Drottins, … rödd Drottins og kraftur Guðs til sáluhjálpar.‘ [Kenning og sáttmálar 68:4]“ („Merki fyrir þjóðirnar,“ aðalráðstefna, apríl 2011).

Bæta kennslu okkar

Hjálpið nemendum að innblása hver annan. „Hver einstaklingur í námsbekk ykkar er auðugur að vitnisburði, skilningi og upplifunum af því að lifa eftir fagnaðarerindinu. Hvetjið þá til að miðla og innblása hvern annan“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 5).