Kenning og sáttmálar 2021
17.–23. maí. Kenning og sáttmálar 51–57: „Trúr, réttvís og vitur ráðsmaður”


„17.–23. maí. Kenning og sáttmálar 51–57: ,Trúr, réttvís og vitur ráðsmaður,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„17.–23. maí. Kenning og sáttmálar 51–57,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
bóndi með uxa

Fyrsta plógfarið, eftir James Taylor Harwood

17.–23. maí

Kenning og sáttmálar 51–57

„Trúr, réttvís og vitur ráðsmaður”

Stundum getur innblástur hlotist um námsefnið þegar þið ræðið ritningarnar við fjölskyldumeðlimi eða vini.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Íhugið að miðla þessum orðum öldungs Quentins L. Cook: „Von mín er sú að við munum skoða hvert fyrir sig og sem fjölskyldur þá ráðsmennsku sem við berum ábyrgð á“ („Ráðsmennska – heilagt traust,“ aðalráðstefna, október 2009). Þið gætuð síðan spurt meðlimi bekkjarins hvað þeir lærðu í köflum 51–57 um ráðsmennsku sína.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 51:9, 15–20

Drottinn vill að við séum trúir, réttvísir og vitrir ráðsmenn.

  • Hvernig munuð þið hjálpa meðlimum bekkjarins að íhuga hvernig orð Drottins í kafla 51 eigi við um þá? Þið gætuð skrifað á töfluna Hverju hefur Drottinn treyst mér fyrir? og beðið meðlimi bekkjarins að skrá svör sín (sjá „Fleiri heimildir“ fyrir hugmyndir). Þeir gætu síðan leitað reglna í versum 9, 15–20 sem kenna hvernig verða má betri ráðsmaður þess sem þeir skráðu. Þið gætuð líka þess í stað einblínt á orðin „trúr,“ „réttvís“ og „vitur“ í versi 19 og rætt hvernig hvert þessara orða geti verið okkur leiðarvísir í ráðsmennsku okkar. Ef þörf er á, getið þið lært saman um skilgreiningu „Ráðsmaður, ráðsmennska” í Leiðarvísi að ritningunum (churchofjesuschrist.org/study/scriptures/gs/steward-stewardship?lang=isl).

Ljósmynd
Grænn akur

Meðlimir sem lifðu eftir helgunarlögmálinu létu allar sínar eigur af hendi til kirkjunnar.

Kenning og sáttmálar 52:10; 53:3; 55:1–3

Gjöf heilags anda er meðtekin með handayfirlagningu.

  • Í mörgum versum í þessari opinberun er greint frá því að heilagur andi sé meðtekinn með handayfirlagningu. Þið gætuð spurt meðlimi bekkjarins hvað þeir lærðu í Kenningu og sáttmálum 52:10; 53:3; 55:1–3 um gjöf heilags anda, ef umræður um þetta efni væru gagnlegar fyrir námsbekk ykkar. Meira er fjallað um þetta efni í Postulasögunni 8:14–17; 19:1–6. Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins rætt upplifun sína af því meðtaka gjöf heilags anda eða hvað þeir geti gert til að njóta áfram áhrifa heilags anda í lífi sínu.

Kenning og sáttmálar 52:9–11, 22–27

Við getum miðlað fagnaðarerindinu hvar sem við erum.

  • Þegar Drottinn sendi nokkra kirkjuleiðtoga til Missouri, bauð hann þeim að nýta tímann í ferðinni og „prédika á leið sinni“ (vers 25–27). Lestur Kenningar og sáttmála 52:9–11, 22–27 gæti leitt til umræðu um hvernig við gætum miðlað fagnaðarerindinu „á leið“ okkar eða í okkar venjubundna daglega lífi. Meðlimir bekkjarins gætu rætt hvernig þeir gera miðlun fagnaðarerindisins að eðlilegum hluta lífs þeirra.

Kenning og sáttmálar 52:14–19

Guð gaf forskrift að því að forðast blekkingar.

  • Þið gætuð, til að kynna forskriftina sem Drottinn opinberaði í Kenningu og sáttmálum 52:14–19, miðlað dæmum um aðrar forskriftir sem gætu verið meðlimum bekkjarins kunnugar, svo sem forskriftir að byggingu einhvers eða forskrift að hegðun. Meðlimir bekkjarins gætu haft eigin forskriftir til að miðla. Afhverju eru forskriftir mikilvægar? Hvernig getum við tileinkað okkur forskriftina í versum 14–19 til að forðast blekkingarnar í heimi okkar tíma?

Kenning og sáttmálar 54

Ég get komið til Drottins þegar ákvarðanir annarra hafa skaðað mig.

  • Mörg okkar hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar einhver sem við treystum stóð ekki við skuldbindingu sína. Það gerðist fyrir hina heilögu í Colesville, New York, sem væntu þess að geta dvalið á landi Lemans Copley í Ohio. Meðlimir bekkjarins gætu kynnt sér fyrirsögn kafla 54 til að læra um þessa reynslu (sjá einnig Saints [Heilagir], 1:125–28; “A Bishop unto the Church [Biskup fyrir kirkjuna],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 78–79). Þeir gætu ímyndað sér að þeir ættu vin meðal hinna heilögu í Colesville og síðan leitað leiðsagnar í kafla 54 sem þeir gætu miðlað vini sínum. Þeir gætu líka þess í stað leitað í opinberuninni að einhverju sem gæti hjálpað einhverjum sem þjáist vegna ákvörðunar annars einstaklings. (Þið gætuð bent á loforðin í versi 6 til þeirra sem halda sáttmála sína.)

  • Í Kenningu og sáttmálum 54:10 eru nokkur orðtök sem gætu haft þýðingu fyrir meðlimi bekkjarins, svo sem „þolinmóðir í þrengingum,“ „sem árla hafa leitað mín“ og „finna sálum sínum hvíld.“ Meðlimir bekkjarins gætu valið sér orðtak til að ígrunda og læra og notað til þess neðanmálstilvísanirnar eða annað efni til að kanna tengd ritningarvers. Þeir gætu síðan miðlað hugsunum sínum.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Ráðsmennska okkar.

Spencer W. Kimball forseti útskýrði: „Í kirkjunni er ráðsmennska heilagt andlegt eða stundlegt traust hvað ábyrgð viðkemur. Þar sem allt heyrir Drottni til, þá erum við ráðsmenn líkama okkar, huga, fjölskyldu og eigna. (Sjá Kenningu og sáttmála 104:11–15.) Trúr ráðsmaður er sá eða sú sem ástundar réttlát yfirráð, lætur sér annt um sína og lítur til með fátækum og þurfandi“ („Welfare Services: The Gospel in Action,” Ensign, nóv. 1977, 78).

Bæta kennslu okkar

Hjálpið nemendum að styðja hver annan. Skapið andrúmsloft í námsbekknum þar sem nemendur styðja og hvetja hver annan. Biðjið þá að miðla hugmyndum og aðferðum sem auðga sjálfsnám og fjölskyldunám þeirra. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 36.)