Kenning og sáttmálar 2021
11.–17. janúar. Kenning og sáttmálar 2; Joseph Smith – Saga 1:27–65: „Hjörtu barnanna munu snúa til feðra sinna“


„11.–17. janúar. Kenning og sáttmálar 2; Joseph Smith – Saga 1:27–65: „Hjörtu barnanna munu snúa til feðra sinna,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„11.–17. janúar. Kenning og sáttmálar 2; Joseph Smith – Saga 1:27–65,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Moróní birtist Joseph Smith

Hann nefndi mig með nafni, eftir Michael Malm

11.–17. janúar

Kenning og sáttmálar 2; Joseph Smith – Saga 1:27–65

„Hjörtu barnanna munu snúa til feðra sinna“

Áður en þið lesið ábendingarnar í þessum lexíudrögum, lærið þá Kenningu og sáttmála 2 og Joseph Smith – Sögu 1:27–65 og skráið andleg hughrif sem þið hljótið.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Til að hvetja meðlimi bekkjarins til að segja frá eigin skilningi og upplifunum við að læra þessi ritningarvers, gætuð þið beðið þá að miðla versi sem knúði þá til dýpri íhugunar en venjulega. Hvað vakti áhuga þeirra í versinu?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Joseph Smith – Saga 1:27–65

Joseph Smith var kallaður af Guði til að vinna verk hans.

  • Gæti námsbekkur ykkar haft gagn af því að rifja upp frásögnina í Joseph Smith – Sögu 1:27–65? Þið gætuð beðið meðlim bekkjarins að gera útdrátt úr henni eða meðlimir bekkjarins gætu sagt hver öðrum frásögnina, tveir og tveir saman eða í fámennum hópum. Hvetjið þá til að segja eins nákvæmlega frá og þeir muna eftir. Hvernig styrkir þessi frásögn vitnisburði okkar um guðlega köllun Josephs Smith? Hvað lærum við af þessari frásögn um hvernig Guð vinnur verk sitt?

  • Íhugið að sýna hluti eða myndir sem tengjast því verki sem Joseph Smith var kallaður til að vinna, svo sem Mormónsbók eða mynd af musterinu. Meðlimir bekkjarins gætu fundið vers í Joseph Smith – Sögu 1:33–42 sem greina frá þessum þáttum í hlutverki spámannsins. Hvernig tengist verk Guðs fyrir Joseph Smith því verki sem Guð ætlar okkur? Hvað kenna lifandi spámenn okkur um þetta verk?

Kenning og sáttmálar 2

Elía kom til að snúa hjörtum okkar til áa okkar.

  • Gæti námsbekkur ykkar haft gagn af umræðum um hver Elía var og um innsiglunarvaldið sem hann endurreisti? Meðlimir bekkjarins gætu lesið um Elía í Leiðarvísi að ritningunum eða frásögn um hann í (sjá 1. Konungabréfið 17–18). Hverju bæta þessar upplýsingar við skilning ykkar á Kenningu og sáttmálum 2? Þið gætuð líka rætt um merkingu þess að innsigla eitthvað. Ef til vill gætu einhverjir hlutir verið gagnlegir til þess, eins og matardós, geymsluplastpoki með plastlás eða innsigli til lokunar skjals. Hvernig gætu þessir hlutir hjálpað ykkur að skilja merkingu þess að innsigla saman fjölskyldur? Hvernig uppfyllir þetta vald tilganginn með sköpun jarðar? (sjá Kenning og sáttmálar 138:47–48 og staðhæfingu Russells M. Nelson forseta í „Fleiri heimildir“). Til að hjálpa meðlimum að skilja hvernig spádómurinn í Kenningu og sáttmálum 2 var uppfylltur, getið þið rætt um Kenningu og sáttmála 110:13–16.

  • Ef til vill gæti það hjálpað þeim sem þið kennið að læra um „fyrirheitin, sem feðrunum voru gefin“ (Kenning og sáttmálar 2:2) til að skilja betur prestdæmisvaldið sem Elía var sendur til að endurreisa. Hverir eru „feðurnir“? (sjá Kenning og sáttmálar 27:9–10). Hvaða loforð gaf Drottinn Abraham, Ísaki og Jakobi? (sjá 1. Mósebók 17:1–8; 22:16–18; 26:1–5, 24; 28:11–15; Abraham 2:8–11). Hver er merking þess að „gróðursetja“ þessi loforð í hjörtu okkar? Hvernig getur það hjálpað okkur að snúa hjörtum okkar að áum okkar?

Ljósmynd
Palmyra-musterið, New York

Palmyra-musterið, New York

  • Til að hvetja meðlimi bekkjarins að snúa hjörtum sínum að áum sínum, gætuð þið beðið nokkra meðlimi að leiða umræður um efnið. Íhugið að hafa leiðbeinanda musteris- og ættarsögustarfs með í þessu. Þið gætuð byrjað á því að lesa Kenningu og sáttmála 2:2–3 og beðið þá sem leiða umræðuna að segja frá upplifunum þar sem hjörtu þeirra snérust til áa þeirra. Hvað upplifðu þau í lífinu sem knúði þau til að læra meira um ættarsögu sína? Hvaða ábendingar geta þau komið með til hjálpar meðlimum bekkjarins að gefa sig að ættarsögu og musterisþjónustu? Staðhæfing Dallins H. Oaks forseta í „Fleiri heimildir“ og myndböndin „The Promised Blessings of Family History [Fyrirheitnar blessanir ættarsögu]“ og „If We Put God First [Ef við höfum Guð í fyrirrúmi]“ (ChurchofJesusChrist.org) gætu verið gagnleg til að hvetja meðlimi bekkjarins. Þið gætuð líka vísað meðlimum á FamilySearch.org fyrir hugmyndir.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Tilgangur sköpunarinnar.

Russell M. Nelson forseti kenndi:

„Eilíft líf, sem friðþægingin gerir mögulegt, er megin tilgangur sköpunarinnar. Sé þessi staðhæfing umorðuð í neitun, þá yrði allri jörðunni gjöreytt, ef fjölskyldur væru ekki innsiglaðar í helgum musterum.

Tilgangur sköpunarinnar, fallsins og friðþægingarinnar, er allur háður hinu helga verki sem unnið er í musterum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu“ („The Atonement,“ Ensign, nóv. 1996, 35). Sjá einnig HDP Móse 1:39.

Allir geta lagt eitthvað af mörkum.

Dallin H. Oaks forseti kenndi: „Mikið verk er framundan við að endurleysa hina dánu. … Við reynum ekki að þrýsta á alla að gera allt, en við hvetjum alla til að gera eitthvað“ („Family History: ‘In Wisdom and in Order,’Ensign, júní 1989, 6).

Bæta kennslu okkar

Fáið þá nemendur til að vera með sem ekki lærðu ritningarnar heima. Gætið þess að öllum meðlimum bekkjarins líði vel með að taka þátt og leggja sitt til umræðunnar, jafnvel þeir sem gætu ekki hafa lesið heima.