Kenning og sáttmálar 2021
4.–10. janúar. Joseph Smith – Saga 1:1–26: „Ég [sá] ljósstólpa“


„4.–10. janúar. Joseph Smith – Saga 1:1–26: ‚Ég [sá] ljósstólpa,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„4.–10. janúar. Joseph Smith – Saga 1:1–26,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Lundurinn helgi

Lundurinn helgi, eftir Greg K. Olsen

4.–10. janúar

Joseph Smith – Saga 1:1–26

„Ég [sá] ljósstólpa“

Hafið hugfast að mikilvægasti undirbúningur ykkar verður að læra ritningarnar og lifa eftir því sem þið lærið. Andinn getur hjálpað ykkur að vita hvað ber að einblína á í námsbekknum.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Hvaða skilning hlutu meðlimir bekkjarins er þeir lærðu Joseph Smith – Sögu 1:1–26 þessa viku? Ef til vill gætuð þið sýnt mynd af Joseph Smith eða Fyrstu sýninni og beðið meðlimi bekkjarins að skrifa á töfluna eitthvað sem þeir fengu skilning á í námi sínu, ásamt versunum sem sá skilningur hlaust af. Þeir gætu líka sagt frá því hvernig vitnisburður þeirra um Joseph Smith og hlutverk hans styrktist af því að læra um hann þessa viku.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Joseph Smith – Saga 1:5–18

Ef við spyrjum í trú, mun Guð svara.

  • Meðlimir bekkjar ykkar gætu fundið samsvörun í þrá Josephs til að þekkja sannleikann í heimi þar sem fjöldi andstæðra hugmynda eru kenndar. Hvernig svipar ringulreið okkar tíma við upplifun hans? Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að sjá hvernig við getum fengið svör við spurningum okkar, gætuð þið beðið þá að skrifa á töfluna mismunandi leiðir fólks til að leita sannleika. Þeir gætu síðan rifjað upp Joseph Smith – Sögu 1:5–18 og bætt því við sem Joseph Smith gerði til að finna svör við spurningum sínum.

  • Meðlimir bekkjarins geta sagt frá því hvernig þeir fylgdu fordæmi Josephs Smith í leit sinni að sannleika og hvernig Guð hefur svarað þeim. Í yfirlýsingu Russells M. Nelson forseta í „Fleiri heimildir“ eru nokkrar aðferðir sem við gætum notað til að leita sannleika frá Guði.

    Ljósmynd
    stúlka við bæn

    Bænin gerir okkur kleift að eiga samskipti við Guð.

Joseph Smith – Saga 1:15–20

Joseph Smith sá Guð föðurinn og son hans, Jesú Krist.

  • Fyrsta sýnin opinberaði ýmsan sannleika um Guð, sem var andstæður trú margra á tíma Josephs. Meðlimir bekkjarins gætu lesið Joseph Smith – Sögu 1:15–20 og tilgreint eitthvað sem þeir lærðu um Guð. Afhverju er mikilvægt að þekkja þennan sannleika um Guð?

  • Að hverju myndum við spyrja Joseph Smith um reynslu hans, ef hann kæmi í námsbekk okkar? Myndbandið „Ask of God: Joseph Smith’s First Vision [Spyrjið Guð: Fyrsta sýn Josephs Smith]” (ChurchofJesusChrist.org) gæti aukið skilning meðlima bekkjarins á Fyrstu sýn Josephs Smith (sjá einnig „Fleiri heimildir“). Ef til vill gætu þeir íhugað hvernig þeir myndu ljúka setningu eins og þessari: „Sökum Fyrstu sýnarinnar, þá veit ég að … .“ Hvaða blessanir höfum við hlotið vegna Fyrstu sýnarinnar?

  • Efla mætti anda umræðu ykkar með því að láta meðlimi bekkjarins lesa eða syngja „Fyrsta bæn Josephs Smith“ (Sálmar, nr. 10). Hvað hjálpar þessi sálmur okkur að skilja og skynja um Fyrstu sýnina? Ef til vill gætu nokkrir meðlimir bekkjarins sagt frá því hvernig þeir fóru að því að vita fyrir sig sjálfa að Joseph sá raunverulega Guð föðurinn og Jesú Krist í Lundinum helga. Þið gætuð líka þess í stað boðið fastatrúboðum (eða nýlega heimkomnum trúboða) að koma í bekkinn og ræða hvernig Fyrsta sýnin hefur haft áhrif á líf fólks sem þeir kenna.

Joseph Smith – Saga 1:21–26

Við getum verið trú vitneskju okkar, þótt aðrir kunni að hafna okkur.

  • Meðlimir bekkjarins gætu fundið samsvörun í sumu því sem Joseph Smith upplifði þegar hann hóf að segja öðrum frá sýn sinni (sjá Joseph Smith – Saga 1:21–26). Ef til vill geta þeir miðlað versum sem hafa innblásið þá þegar aðrir hafa ögrað trú þeirra.

  • Ef þið vitið af deildarmeðlimum sem hafa upplifað mótlæti af því að vera meðlimir kirkjunnar, íhugið þá að biðja þá að koma í bekkinn og segja frá því hvað þeir gera til að viðhalda sterkri trú. Hvað lærum við af fordæmi Josephs Smith í Joseph Smith – Sögu 1:21–26?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Fylgið fordæmi Josephs.

Russell M. Nelson forseti kenndi:

„Spámaðurinn Joseph Smith setti fordæmi fyrir okkur við úrlausn áhyggjuefna okkar. Knúinn af loforði Jakobs, um að við getum spurt Guð, ef okkur skortir visku [sjá Jakobsbréfið 1:5], fór drengurinn Joseph beint til himnesks föður með bænarefni sitt. Hann leitaði persónulegrar opinberunar og leit hans lauk upp þessari síðustu ráðstöfun.

„Hverju mun leit ykkar ljúka upp fyrir ykkur, á líkan hátt hvað ykkur varðar? Hver er sú viska sem ykkur skortir? Hvaða mál er það sem knýr ykkur til að leita þekkingar? Fylgið fordæmi spámannsins Josephs. Finnið kyrrlátan stað, sem þið getir farið reglulega á. Auðmýkið ykkur fyrir Guði. Úthellið hjarta ykkar frammi fyrir himneskum föður. Snúið ykkur til hans eftir handleiðslu og huggun“ („Opinberun fyrir kirkjuna, opinberun fyrir eigið líf,“ aðalráðstefna, apríl 2018).

Fyrsta sýn Josephs Smith.

Til að lesa lýsingu á Fyrstu sýninni, sem tekur mið af nokkrum frásögnum Josephs Smith, sjá þá Saints [Heilagir], 1:14–16.

Bæta kennslu okkar

Leitið sjálf innblásturs. Gætið að því að þessi lexíudrög eru ekki fyrirmæli sem þið verðið að fara eftir í kennslunni. Notið þau fremur til að vekja hugmyndir og innblástur er þið íhugið kenninguna í ritningunum og þarfir þeirra sem þið kennið.