Gamla testamentið 2022
31. október–6. nóvember Daníel 1–6: „Enginn annar Guð er til sem megnar að frelsa“


„31. október–6. nóvember. Daníel 1–6: ‚Enginn annar Guð er til sem megnar að frelsa,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„31. október–6. nóvember. Daníel 1–6,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
Daníel túlkar draum konungs

Daníel túlkar draum Nebúkadesars, eftir Grant Romney Clawson

31. október–6. nóvember

Daníel 1–6

„Enginn annar Guð er til sem megnar að frelsa“

Öldungar Richard G. Scott útskýrði að skráning hughrifa „sýnir Guði að samskiptin við hann eru okkur helg. Skráningin mun líka gera okkur kleift að muna eftir opinberun“ („Hvernig hljóta á opinberun og innbástur fyrir eigið líf,“ aðalráðstefna, apríl 2012).

Skráið hughrif ykkar

Ólíklegt er að nokkur muni hóta því að kasta ykkur í eldsofn eða ljónagryfju, vegna trúar ykkar á Jesú Krist. Ekkert okkar kemst þó frá þessu lífi án trúarprófrauna. Við getum öll lært af fordæmi manna eins og Daníels, Sadraks, Mesaks og Abed-Negós, sem á unga árum voru teknir til fanga af hinu volduga heimsveldi Babýlon (sjá 2. Konungabók 24:10–16). Þessir ungu menn voru mitt í framandi menningu ólíkra gilda og tókust á við miklar freistingar um að hverfa frá trú sinni og réttlátum hefðum. Þeir héldu þó sáttmála sína staðfastlega. Líkt og Jósef í Egyptalandi og Ester í Persíu, héldu Daníel og vinir hans trú sinni á Guð og Guð gerði kraftaverk sem enn innblása trúaða á okkar tíma.

Hvernig fundu þeir styrk til að vera svo staðfastir? Þeir gerðu hið smáa og einfalda sem Guð hefur boðið okkur öllum að gera – biðja, fasta, velja góða vini, treysta Guði og vera öðrum ljós. Þegar við hljótum styrk af því að gera þessa smáu og einföldu hluti, getum við staðið frammi fyrir ljónum og eldsofnum með trú.

Til að fá yfirlit Daníelsbókar, sjá þá „Daníel“ í Leiðarvísi að ritningunum.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Daníel 1; 3; 6

Ég get sett traust mitt á Drottin þegar reynir á trú mína.

Að sumu leyti, dveljum við öll í Babýlon. Heimurinn umhverfis er fullur af margskonar freistingum sem vega að lífsgildum okkar draga trú okkar á Jesú Krist í efa. Þegar þið lesið Daníel 1, 3 og 6, gætið þá að því hvernig þrýst var á Daníel, Sadrak, Mesak og Abed-Negó til að gera það sem þeir vissu að væri rangt. Hafið þið einhvern tíma fundið þrýsting til að breyta gegn trú ykkar? Hvað lærið þið af þessum mönnum um að treysta Drottni í mótlæti?

Daníelsbók og margar aðrar ritningarbækur segja frá atvikum þar sem sterk trú leiddi til undursamlegra kraftaverka. Hvað ef trú okkar leiðir ekki til þeirra kraftaverka sem við þráum? (sjá t.d. Alma 14:8–13). Hvernig teljið þið að Sadrak, Mesak og Abed-Negó hefðu svarað þessari spurningu, byggt á lestrarefninu í Daníel 3:13–18? Hvernig getur fordæmi þeirra haft áhrif á það hvernig þið takist á við trúarprófraunir ykkar? Til frekari fræðslu um þessi vers, sjá þá boðskap öldungs Dennis E. Simmons „En þótt hann gjöri það ekki …“ (aðalráðstefna , apríl 2004).

Daníelsbók sýnir líka hvernig réttlætisval einstaklings getur vakið öðrum sterka trú á Drottin. Hvaða dæmi um þetta finnið þið í kapítulum 1, 3 og 6? Íhugið áhrifin sem val ykkar gæti haft á aðra (sjá Matteus 5:16).

Sjá einnig Dieter F. Uchtdorf, „Óttast ekki, trú þú aðeins,“ aðalráðstefna , október 2015; David R. Stone, „Síon mitt í Babýlon,“ aðalráðstefna , apríl 2006.

Ljósmynd
fjórir piltar við borð afþakka kjöt sem maður býður þeim

Teikning af Daníel og vinum hans afþakka máltíð konungs, eftir Brian Call

Daníel 2

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er ríki Guðs á jörðu.

Daníel sá með opinberun að draumur Nebúkadnesar sagði fyrir um veraldleg konungsríki framtíðar, sem og ríki Guðs í framtíð, sem „aldrei mun hrynja“ (Daníel 2:44). Öldungur D. Todd Christofferson kenndi: „Kirkjan er það síðari daga ríki sem spáð var fyrir um, ekki skapað af manni en stofnað af Guði á himnum og mun velta áfram eins og steinninn sem ‚losnaði úr fjallinu, án þess að nokkur mannshönd kæmi við hann,‘ til að fylla jörðina“ („Hvers vegna kirkjan,“ aðalráðstefna , október 2015). Hugsið um síðari daga ríki Guðs er þið lesið lýsinguna um steininn í Daníel 2:34–35, 44–45. Hvaða samlíkingar sjáið þið á milli steinsins og ríkisins? Hvernig sjáið þið ríki Guðs fylla jörðina á okkar tíma?

Sjá einnig Gordon B. Hinckley, „Steinninn, sem losaður er úr fjallinu,“ aðalráðstefna , október 2007; L.Whitney Clayton, „Sú stund rennur upp,“ aðalráðstefna , október 2011.

Daníel 3:19–28

Frelsari minn mun styðja mig í raunum mínum.

Hvaða skilning hljótið þið við að lesa um fjórða einstaklinginn sem birtist í eldsofninum hjá Sadrak, Mesak og Abed-Negó? Hvernig getur þessi frásögn hjálpað í þeim raunum sem þið takist á við? Þið gætuð hlotið frekari skilning í Mósía 3:5–7; Alma 7:11–13; Kenning og sáttmálar 61:36–37; 121:5–8.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Daníel 1–2.Þegar þið lesið saman Daníel 1 og 2, gætuð þið leitað að þeim blessunum sem Daníel og vinir hans hlutu af því að afþakka að neyta kjöt og vín konungs. (Sjá myndbandið „God Gave Them Knowledge [Guð veitti þeim þekkingu],“ ChurchofJesusChrist.org.) Þið gætuð tengt þessar blessanir loforðum Drottins til okkar ef við höldum boðorð hans, svo sem Vísdómsorðið (sjá Kenning og sáttmálar 89:18–21). Hvernig hefur Drottinn blessað okkur fyrir að lifa eftir Vísdómsorðinu?

Daníel 3.Hvernig gætuð þið hjálpað fjölskyldu ykkar að læra um frásögnina í Daníel 3? Kaflinn „Sadrak, Mesak og Abed-Negó,“ í Sögur úr Gamla testamentinu gæti verið gagnlegur. Hvað hrífur okkar varðandi Sadrak, Mesak og Abed-Negó? Hvaða aðstæður tökumst við á þar sem reynir á trú okkar og við þurfum að treysta Guði?

Daníel 6:1–23.Fjölskylda ykkar gæti haft gaman að því að leika hluta frásagnarinnar í Daníel 6:1–23 (t.d. vers 10–12 eða 16–23). Hvað lærum við af fordæmi Daníels? Hvað getum við gert til að verða líkari honum?

Daníel 6:25–27.Hvaða áhrif hafði það á Daríus konung þegar Drottinn bjargaði Daníel frá ljónunum, samkvæmt þessum versum? Þið gætuð líka lesið í Daníel 2:47; 3:28–29 um álíka áhrif sem Nebúkadnesar konungur varð fyrir? Hvaða tækifæri höfum við til að hafa áhrif á aðra? Ræðið dæmi um það hvernig þið hafið séð trú annarra, einnig fjölskyldumeðlima, hafa áhrif á fólk til góðs.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Guðspjöllin gjarnan les ég,“ Barnasöngbókin, 72.

Bæta kennslu okkar

Kennið kenningarnar. Fagnaðarerindi Drottins er fallegt í einfaldleika sínum (sjá Kenning og sáttmálar 133:57). Einföld verkefni og umræður sem taka mið af kenningu, geta gert heilögum anda kleift að staðfesta hinn trúarlega boðskap í hjarta fjölskyldumeðlima ykkar.

Ljósmynd
Daníel í ljónagryfju

Daníel í ljónagryfjunni, 1872. Briton Rivière (1840–1920). Birt með leyfi: Walker Art Gallery, National Museums Liverpool/Bridgeman Images