Nýja testamentið 2023
4.–10. september. 1. Korintubréf 14–16: „Guð er Guð friðar, ekki truflunar“


„4.–10. september. 1. Korintubréf 14–16: ‚Guð er Guð friðar, ekki truflunar,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„4.–10. september. 1. Korintubréf 14–16,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
skírnarfontur musteris

4.–10. september

1. Korintubréf 14–16.

„Guð er Guð friðar, ekki truflunar“

Skráið hughrif ykkar við lestur 1. Korintubréfs 14–16. Biðjið vegna þess sem andinn hefur kennt ykkur og spyrjið himneskan föður að því hvort það sé meira sem hann vill að þið lærið.

Skráið hughrif ykkar

Skiljanlegt er að hinir heilögu í Korintu hafi verið ráðvilltir, því kirkjan og kenningar hennar voru tiltölulega nýtt fyrirbrigði í Korintu. Páll hafði áður kennt þeim grundvallarsannleika fagnaðarerindisins: „Að Kristur dó vegna synda okkar, … að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi“ (1. Korintubréf 15:3–4). Sumir meðlimir tóku brátt að kenna að „dauðir rísi ekki upp“ (1. Korintubréf 15:12). Páll brýndi fyrir þeim að „halda fast við“ þann sannleika sem þeim hafði verið kenndur (1. Korintubréf 15:2). Þegar við verðum vör við andstæðar skoðanir varðandi sannleika fagnaðarerindisins, er gott að hafa hugfast að „Guð er Guð friðar, ekki truflunar“ (1. Korintubréf 14:33). Að hlýða á útnefnda þjóna Drottins og halda sig fast að þeim einfalda sannleika sem þeir hafa kennt, getur hjálpað okkur að finna frið og „standa stöðug í trúnni“ (1. Korintubréf 16:13).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

1. Korintubréf 14

Ég get leitað spádómsgjafar.

Hvað er spádómsgjöf? Er hún sá eiginleiki að geta spáð um framtíðina? Er hún bara fyrir spámenn? Getur hver sem er öðlast hana?

Íhugið þessar spurningar er þið lærið 1. Korintubréf 14:3, 31, 39–40. Þið gætuð líka lesið Opinberunarbókina 19:10 og „Spádómur, spá“ í Leiðarvísi að ritningunum (KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp). Hvernig mynduð þið skilgreina spádómsgjöf, byggt á því sem þið lærðuð? Hver gæti merking Páls hafa verið þegar hann hvatti Korintubúa að „sækjast eftir spámannlegri gáfu“? (1. Korintubréf 14:39). Hvernig getið þið meðtekið áskorun hans?

Sjá einnig Jóel 2:28–29; Alma 17:3; Kenning og sáttmálar 11:23–28.

1. Korintubréf 14:34–35

Á hvaða hátt eiga yfirlýsingarnar um konur við á okkar tíma?

Á tíma Páls voru öðruvísi væntingar um það hvernig konur tóku þátt í samfélaginu, einnig kirkjusamkomum. Hver sem merking kennslu Páls er í 1. Korintubréfi 14:34–35 á hans tíma, ber ekki að skilja hana á þann hátt að konum sé ekki heimilt að tala og leiða í kirkjunni okkar tíma (sjá Þýðing Josephs Smith, 1. Korintubréf 14:34 [í 1. Korintubréfi 14:34, neðanmálstilvísun b]). Russell M. Nelson forseti sagði við konur í kirkjunni á okkar tíma: „Við þurfum styrk ykkar, trúskipti ykkar, sannfæringu ykkar, hæfileika ykkar til að leiða, visku ykkar og raddir. Ríki Guðs er ekki, og getur ekki verið, fullkomið án kvenna sem gera helga sáttmála og halda þá, kvenna sem geta talað með krafti og valdi Guðs!“ („Tilmæli til systra minna,” aðalráðstefna, október 2015).

1. Korintubréf 15:1–34, 53–58

Jesús Kristur sigraði dauðann.

Upprisa Jesú Krists er slíkt grundvallaratriði kristindómsins að menn gætu sagt að það væri enginn kristindómur án hennar – svo notuð séu orð Páls: „Þá [væri] ónýt prédikun okkar, ónýt líka trú ykkar“ (1. Korintubréf 15:14). Þó kenndu sumir hinna heilögu í Korintu að „dauðir rísi ekki upp“ (1. Korintubréf 15:12). Þegar þið lesið svar Páls í 1. Korintubréfi 15, íhugið þá um stund hvernig líf ykkar myndi verið öðruvísi, ef þið hefðuð ekki trú á upprisunni (sjá 2. Nefí 9:6–19; Alma 40:19–23; Kenning og sáttmálar 93:33–34). Hver finnst ykkur vera merking orðtaksins „ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt … trú ykkar“? (vers 17).

Það er líka gagnlegt að gæta að því að Páll vísar til skírnar hinna dánu til staðfestingar á raunveruleika upprisunnar (sjá 1. Korintubréf 15:29). Hvernig hefur musteris- og ættarsöguverk styrkt trú ykkar á kenninguna um upprisu?

Sjá einnig Kenning og sáttmálar 138:11–37.

1. Korintubréf 15:35–54

Upprisnir líkamar eru öðruvísi en dauðlegir líkamar.

Hafið þið einhvern tíma velt fyrir ykkur hvernig upprisinn líkami lítur út? Sumir Korintubúar veltu því fyrir sér, samkvæmt 1. Korintubréfi 15:35. Lesið svar Páls í versum 36–54 og gætið að orðum og orðtökum sem lýsa muninum á dauðlegum líkömum og upprisnum líkömum. Þegar þið gerið það, gætuð þið borið saman vers 40–42 og Kenningu og sáttmála 76:50–112. Hvaða aukna skilning hljótið þið af þessari opinberun til spámannsins Josephs Smith? (sjá einnig Þýðing Josephs Smith, 1. Korintubréf 15:401. Korintubréfi 15:40, neðanmálstilvísun a]). Af hverju er þessi sannleikur ykkur mikilvægur?

Sjá einnig Lúkas 24:39; Alma 11:43–45; Kenning og sáttmálar 88:14–33.

Ljósmynd
sólarupprás

„Eitt er ljómi sólarinnar“ (1. Korintubréf 15:41).

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

1. Korintubréf 15:29.Af versi 29 lærum við að hinir kristnu hafi framkvæmt skírnir fyrir hina dánu, á sama hátt og við gerum á okkar tíma. Hvernig myndum við útskýra fyrir öðrum ástæðu þess að við látum skírast fyrir ættmenni okkar? (sjá „What Are Baptisms for the Dead? [Hvað er skírn fyrir dána],“ [myndband], ChurchofJesusChrist.org). Hvað gerum við sem fjölskylda til að sjá þeim dánu ættmennum okkar sem þarfnast þess fyrir helgiathöfnum musterisins? Þið getið fundið meira um þetta efni í Gospel Topics í greininni „Baptisms for the Dead“ (topics.ChurchofJesusChrist.org) og í FamilySearch.org.

1. Korintubréfið 15:35–54.Hvaða hluti eða myndir gætuð þið sýnt til að hjálpa fjölskyldu ykkar að skilja eitthvað af þeim hugtökum sem Páll notaði til að lýsa því hvernig dauðlegir líkamar eru öðruvísi en upprisnir líkamar? Til að sýna merkingarmun hins forgengilega og hins óforgengilega (sjá vers 52–54), gætuð þið sýnt ryðgaðan málm og málm sem ekki ryðgar. Þið gætuð líka þess í stað sýnt eitthvað veikt í samanburði við eitthvað öflugt (sjá vers 43).

1. Korintubréf 15:55–57.Umræða um þessi vers getur verið einkar gagnleg, ef fjölskylda ykkar þekkir einhvern sem hefur látist. Fjölskyldumeðlimir gætu borið vitni um það hvernig Jesús Kristur fjarlægði „[brodd] dauðans“ (vers 56).

1. Korintubréf 16:13.Til að hjálpa fjölskyldu ykkar að tengja við þessi vers, gætuð þið teiknað hring á jörðina og beðið fjölskyldumeðlim að „standa stöðugur“ í honum með augun lokuð. Hinir gætu síðan reynt að ýta honum út úr hringnum. Hvaða gæfumun gerir það ef einstaklingurinn í hringnum hefur augun opin og getur verið „vakandi“? Hvað getum við gert til að vera „hugdjörf og sterk“ þegar okkar er freistað til að velja rangt? (sjá einnig „Stay in the Boat and Hold On! [Verið í bátnum og haldið ykkur fast!],“ [myndband], ChurchofJesusChrist.org).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Upp frá dauðum er hann risinn,“ Sálmar, nr. 73.

Bæta persónulegt nám

Leitið að forskrift. Í ritningunum finnum við fyrirmyndir að því hvernig Drottinn vinnur verk sitt. Hvaða fyrirmyndir finnið þið í 1. Korintubréfi 14 sem geta hjálpað okkur að skilja hvernig fræða á hvert annað?

Ljósmynd
Kristur birtist Maríu við garðgröfina

Hví grætur þú?, © Simon Dewey 2021. Birt með leyfi frá Altus Fine Art/www.altusfineart.com