Nýja testamentið 2023
14.–20. ágúst. Rómverjabréfið 7–16: „Sigra þú illt með góðu“


„14.–20. ágúst. Rómverjabréfið 7–16: „Sigra þú illt með góðu,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2023 (2022)

„14.–20. ágúst. Rómverjabréfið 7–16,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
rústir hinnar fornu Rómar

14.–20. ágúst

Rómverjabréfið 7–16

„Sigra þú illt með góðu“

Í þessum lexíudrögum er aðeins mögulegt að taka fyrir fáeinar trúarreglur sem getið er um í Rómverjabréfinu 7–16, svo einskorðið ykkur ekki við efnið sem hér er tekið fyrir. Gætið að innblæstrinum sem þið hljótið við námið.

Skráið hughrif ykkar

Í upphafi bréfs segir Páll við hina rómversku kirkjumeðlimi: „Ég heilsa öllum sem Guð elskar í Róm og kallar til heilags lífs.“ Hann sagði að „orð [færi] af trú [þeirra] í öllum heimi“ (Rómverjabréfið 1:7–8). Þótt Páll hafi mest megnis í bréfum sínum leiðrétt rangar hugmyndir og ranga breytni, virðist hann líka hafa viljað sannfæra þessa nýju kristnu um að þeir væru sannlega heilagir elskaðir af Guði. Hin ljúfa leiðsögn hans blessar alla þá sem reyna að finna elsku Guðs og finnst þeir utan seilingar í þeirri viðleitni að verða heilagir. Af auðmjúku hjarta, viðurkennir Páll að honum hafi stundum fundist hann sjálfur verða „aumur maður“ (Rómverjabréfið 7:24), en að fagnaðarerindi Jesú Krists hafi veitti honum mátt til að sigrast á synd (sjá Þýðing Josephs Smith, Rómverjabréfið 7:22–27 [í [Þýðing Josephs Smith Viðauki]). Með þeim krafti – endurlausnarkrafti frelsarans – getum við „[sigrað illt]“ – bæði hið illa í heiminum og í okkur sjálfum – „með góðu“ (Rómverjabréfið 12:21).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Rómverjabréfið 7–8

Þeir sem fylgja andanum, geta orðið „samarfar Krists.“

Jafnvel eftir að hafa ákveðið að „lifa nýju lífi“ fyrir tilstilli helgiathafnar skírnar (Rómverjabréfið 6:4), hafið þið ef til vill upplifað þessa innri baráttu sem Páll lýsir í Rómverjabréfinu 7 – sem „hertekur“ ykkur og er togstreita á milli hins náttúrlega manns og ykkar réttlátu þráa (Rómverjabréfið 7:23). Páll ræddi þó líka um von í Rómverjabréfinu 8:23–25. Hvaða ástæður fyrir þessari von finnið þið í kapítula 8? Þið gætuð líka gætt að blessunum sem þið hljótið vegna „andans sem í ykkur býr“ (Rómverjabréfið 8:9). Hvernig getið þið leitað betur eftir samfélagi heilags anda í lífi ykkar?

Rómverjabréfið 8:16–39

Gjöf eilífrar dýrðar vegur langtum þyngra en þrengingar mínar á jörðu.

Aðeins nokkrum árum eftir að Páll ritaði þetta bréf, urðu hinir heilögu í Róm fyrir hræðilegum ofsóknum. Hvað finnið þið í Rómverjabréfinu 8:16–39 sem gæti hafa hjálpað þessum heilögum þegar ofsóknir hófust? Hvernig geta þessi orð átt við um ykkur og þrengingar ykkar nú?

Gætið að því hvernig þessi vers tengjast þessari leiðsögn systur Lindu S. Reeves: „Ég veit ekki af hverju raunir okkar eru svo miklar, en það er mín tilfinning að launin verði svo mikil, svo eilíf og ævarandi, svo gleðirík og utan okkar skilnings, að á degi umbunar munum við segja við okkar miskunnsama og kærleiksríka föður: ‚Er þetta allt sem krafist var?‘ Ég trúi að ef við gætum daglega haft í huga og skynjað hinn mikla kærleika sem himneskur faðir og sonur hans bera til okkar, yrðum við fúsar til að gera hvaðeina sem þeir bæðu okkur um, til að komast aftur í návist þeirra, umluktar elsku þeirra að eilífu. Hverju skipta þjáningar okkar hér, … ef slíkar raunir leiða að lokum til þess að við verðum fullgildar til eilífs lífs og upphafningar í ríki Guðs, með föður okkar og frelsaranum?“ („Verðug okkar fyrirheitnu blessana,“ aðalráðstefna, október 2015). Ákveðið hvað þið munið gera, svo þið getið „daglega haft í huga og skynjað“ elsku Guð til ykkar.

Rómverjabréfið 8:29–30; 9–11

Hvað á Páll við með orðunum „kallað samkvæmt ákvörðun sinni,“ „sem hann þekkti fyrirfram“ og „þau sem hann fyrirhugaði“?

Páll notaði þessi orðtök til að kenna að Guð hafi valið sum barna sinna fyrir þetta líf til að verða hluti af Ísrael, sáttmálslýð sínum. Það þýddi að þau gætu hlotið sérstakar blessanir og ábyrgð, svo þau gætu blessað alla íbúa heimsins (sjá Leiðarvísi að ritningunum „Útvalinn,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp). Páll leggur þó áherslu á það í Rómverjabréfinu 9–11öll börn Guðs geti orðið sáttmálslýður og að við getum öll öðlast eilíft líf á sama hátt – með trú á Jesú Krist og hlýðni við boðorð hans.

Sjá einnig Efesusbréfið 1:3–4; 1. Pétursbréf 1:2; Alma 13:1–5; Leiðarvísi að ritningunum, „Forvígsla,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp.

Rómverjabréfið 12–16

Páll býður mér að verða sannur heilagur og fylgjandi Jesú Krists.

Síðustu fimm kapítularnir í Rómverjabréfinu hafa að geyma sérstök fyrirmæli um lífsmáta hins heilaga. Ein leið til að læra um þessi fyrirmæli er að gæta að endurteknu efni. Hvernig mynduð þið draga saman leiðsögn Páls?

Þið getið ef til vill ekki tileinkað ykkur alla þessa leiðsögn í einu, en andinn getur hjálpað ykkur að finna eina eða tvær reglur sem þið gætuð byrjað á í dag. Segið himneskum föður frá þrám ykkar í bæn og biðjið hann um liðsinni.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Rómverjabréfið 8:31–39.Hvað finnum við í Rómverjabréfinu 8:31–39 sem kennir hvað himneskum föður og Jesú finnst um okkur? Hvenær höfum við fundið fyrir elsku Guðs?

Til að útskýra vers 38–39, þá gætu fjölskyldumeðlimir fundið dæmi um eitthvað sem ekki verður aðskilið, eins og við og elska Guðs.

Ljósmynd
faðir og dóttir dansa

Öldungur Wilford W. Andersen kenndi: „Tónlist fagnaðarerindisins er gleðileg andleg tilfinning.“

Rómverjabréfið 9:31–32.Boðskapur öldungs Wilfords W. Andersen „Tónlist fagnaðarerindisins“ (aðalráðstefna, apríl 2015; sjá einnig myndbandið á ChurchofJesusChrist.org) getur hjálpað ykkur að útskýra það sem Páll kennir um lögmál, verk og trú. Eftir að hafa rætt um ræðu hans, gæti fjölskylda ykkar reynt að dansa með og án tónlistar. Hvernig getur trú gert okkur kleift að upplifa gleði fagnaðarerindisins?

Rómverjabréfið 10:17.Merkið nokkur glös af vatni með því sem tengist orði Guðs (eins og ritningar, persónuleg opinberun og aðalráðstefna). Ræðið hvernig orð Guðs styrkir trú ykkar er þið hellið úr hverju glasi í stærra ílát merkt „Trú.“

Rómverjabréfið 12.Hver er merking þess að bjóða okkur sjálf fram „að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn“? (vers 1).

Rómverjabréfið 14:13–21.Fjölskylda ykkar gæti haft gagn af því að læra leiðsögn Páls um að ásaka og þrátta yfir persónulegum valkostum. Ef til vill gætuð þið rætt hvernig viðeigandi er að bregðast við þegar aðrir, einnig fjölskyldumeðlimir, velja eitthvað annað en þið sjálf. Hvernig „keppum [við] eftir því sem til friðar heyrir“? (vers 19).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Í faðmi frelsaransBarnasöngbókin, 42.

Bæta kennslu okkar

Látið börnin tjá sköpunargáfu sína. „Þegar þið biðjið börn að búa til eitthvað sem tengist trúareglu, hjálpið þið þeim að skilja betur regluna. … Leyfið þeim að byggja, teikna, lita, skrifa og skapa“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 25).

Ljósmynd
Kristur með útréttar hendur

Fylgið mér, eftir Del Parson