Nýja testamentið 2023
20.–26. febrúar. Matteus 6–7: „Hann kenndi eins og sá er vald hefur“


„20.–26. febrúar. Matteus 6–7: ‚Hann kenndi eins og sá er vald hefur,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„20.–26. febrúar. Matteus 6–7,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
Jesús kennir á ströndu

Jesús kennir fólkinu á strönd, eftir James Tissot

20.–26. febrúar

Matteus 6–7

„Hann kenndi eins og sá er vald hefur“

Þegar við lesum ritningarnar með spurningu í huga og af einlægum ásetningi til að skilja hvað himneskur faðir vill að við vitum, bjóðum við heilögum anda að innblása okkur. Gætið að slíkum hughrifum er þið lesið Matteus 6–7.

Skráið hughrif ykkar

Fjallræðan er ein af best þekktu prédikunum kristninnar. Frelsarinn kenndi og notaði margar samlíkingar, svo sem borg á hæð, liljur á velli og úlfa í sauðargæru. Fjallræðan er þó langtum meira en falleg prédikun. Kenningar frelsarans til lærisveina sinna búa yfir mætti til að breyta lífi okkar, einkum ef við lifum eftir þeim. Orð hans verða þá meira en aðeins orð; þau verða örugg undirstaða lífs, sem fær staðist heimsins vinda og vatnsflóð, eins og hús hyggna mannsins (sjá Matteus 7:24–25).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Matteus 6–7

Að lifa eftir kenningum frelsarans, getur hjálpað mér að líkjast honum.

Fjallræðan hefur að geyma margar reglur fagnaðarerindisins. Þegar þið lærið þessa kapítula, spyrjið þá Drottin hvað hann vill að þið lærið.

Ein regla sem þið gætuð fundið, er að setja það sem Guðs er ofar því sem heimsins er. Hvaða kenningar frelsarans í Matteus 6–7 hjálpa ykkur að einblína á það sem himins er? Hvaða fleiri hugsanir eða hughrif hafið þið? Hvað eruð þið hvött til að gera? Íhugið að skrá hughrif ykkar. Dæmi:

Matteus 6:1–4

Ég vil láta mig meiru skipta hvað Guði finnst um mig, en hvað aðrir hugsa.

Önnur regla í Matteus 6–7 er bænin. Íhugið gæði bæna ykkar um stund. Hvernig finnst ykkur þið standa ykkur í þeirri viðleitni að vera nánari Guði í bænum ykkar? Hvaða kenningar í Matteus 6–7 hvetja ykkur til að bæta bænir ykkar? Skráið hughrifin sem ykkur berast. Dæmi:

Matteus 6:9

Þegar ég biðst fyrir langar mig að sýna nafni himnesks föður lotningu.

Matteus 6:10

Þegar ég biðst fyrir get ég tjáð þrá mína um að lúta vilja Drottins.

Þið gætuð íhugað að lesa fjallræðuna aftur og leita að fleiri endurteknum reglum eða boðskap sem ykkur finnst höfða einkum til ykkar. Skráið það sem þið finnið í námsdagbók, ásamt hugsunum ykkar og hughrifum.

Ljósmynd
fjölskyldubæn

Við getum komist nær Guði fyrir tilverknað bænar.

Matteus 6:7

Hver er merking þess að nota „fánýta mælgi“ í bæn?

Fólk skilur oft „fánýta mælgi“ sem stöðugar endurtekningu sömu orða. Orðið fánýti getur þó merkt eitthvað sem hefur ekkert gildi. Að nota „fánýta mælgi“ í bæn, getur verið að biðjast fyrir án einlægra, hjartnæmra tilfinninga (sjá Alma 31:12–23).

Matteus 7:1–5

Ég get dæmt réttlátlega.

Í Matteus 7:1 gæti frelsarinn virst segja að við ættum aldrei að dæma, en í öðrum ritningarversum (líka í öðrum versum í þessum kapítula) kennir hann okkur hvernig á að dæma. Ef erfitt er að skilja það, þá gæti Þýðing Josephs Smith á þessu versi verið gagnleg: „Dæmið ekki ranglátlega, svo að þér verðið eigi dæmdir; fellið heldur réttláta dóma“ (í Matteus 7:2, neðanmálstilvísun a ). Hvað finnið þið í Matteus 7:1–5, og annarsstaðar í kapítulanum, sem eykur skilning ykkar á því hvernig á að „[fella] réttláta dóma“?

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Dómari, dómur,“ topics.ChurchofJesusChrist.org; Lynn G. Robbins, „Hinn réttláti dómari,“ aðalráðstefna, október 2016.

Matteus 7:21–23

Ég mun þekkja Jesú Krist með því að gera vilja hans.

Orðtakinu „aldrei þekkti ég yður“ í Matteus 7:23 var breytt í Þýðingu Josephs Smith í „aldrei þekktuð þér mig“ (Matteus 7:23, neðanmálstilvísun a ). Hvernig hjálpar þessi breyting ykkur að skilja það sem Drottinn kenndi í versum 21–23 um að gera vilja sinn? Hversu vel finnst ykkur þið þekkja Drottin? Hvað getið þið gert til að þekkja hann betur?

Sjá einnig David A. Bednar, „Ef þér hafið þekkt mig,” aðalráðstefna, október 2016.

Matteus 7:24–27

Að hlýða kenningum frelsarans, myndar örugga undirstöðu fyrir líf mitt.

Að lifa eftir fagnaðarerindinu, fjarlægir ekki mótlæti úr lífi okkar. Bæði húsin í dæmisögu frelsarans í Matteus 7:24–27 urðu fyrir sama stormi. Annað húsið stóðst hins vegar áraunina. Hvernig hefur það myndað örugga undirstöðu í lífi ykkar að lifa eftir kenningum frelsarans? Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera til að byggja áfram „hús [ykkar] á bjargi“? (sjá vers 24).

Sjá einnig Helaman 5:12.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Matteus 6–7.Ein leið til að læra í Matteus 6–7 sem fjölskylda, er að horfa á myndböndin „Sermon on the Mount: The Lord’s Prayer [Fjallræðan: Bæn Drottins]“ og „Fjallræðan: Fjársjóður á himni]“ (ChurchofJesusChrist.org). Fjölskyldumeðlimir gætu fylgt efninu eftir í ritningunum og gert hlé á myndböndunum í hvert sinn sem þeir heyra eitthvað sem þeir vilja ræða. Verkefnið gæti náð yfir nokkra daga, ef þörf er á.

Matteus 6:5–13.Hvað getum við lært um bæn af bænaraðferð frelsarans? Hvernig getum við notað bæn hans sem fyrirmynd að því að bæta einkabænir okkar og bænir fjölskyldunnar? (Sjá einnig Lúkas 11:1–13.) Ef þið eigið ung börn, gætuð þið æft að biðja saman.

Matteus 6:33.Hver er merking þess að „[leita] fyrst ríkis [Guðs]“? Hvernig gerum við það persónulega og sem fjölskylda?

Matteus 7:1–5.Til að sjóngera kenningarnar í þessum versum, þá gæti fjölskylda ykkar fundið flís (örlítið trébrot) og bjálka (stóra viðarspýtu). Hvað kennir samanburður á þessu tvennu um að dæma aðra? Ef þið viljið kynna ykkur þetta betur, gætuð þið notað eitthvað af því efni sem er í „Dómari, dómur“ (Leiðarvísir að ritningunum, KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp).

Matteus 7:24–27.Til að auka skilning fjölskyldu ykkar á dæmisögu frelsarans um hyggna manninn og heimska manninn, þá gætuð þið látið hana hella vatni á sand og síðan á stein. Hvernig getum við byggt andlega undirstöðu okkar á bjargi?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Hyggni maðurinn og heimski maðurinn,“ Barnasöngbókin, 132.

Bæta persónulegt nám

Miðlið skilningi. Að ræða um það sem þið lærið í einkanámi ykkar, er ekki aðeins góð leið til að kenna öðrum, heldur eykur það líka skilning ykkar. Reynið að miðla fjölskyldumeðlimi reglu sem þið lærðuð í þessari viku eða í námsbekk kirkjunnar.

Ljósmynd
Jesús á bæn

Ég hef beðið fyrir yður, eftir Del Parson