Nýja testamentið 2023
13.–19. febrúar. Matteus 5; Lúkas 6: „Sælir eruð þér“


„13.–19. febrúar. Matteus 5; Lúkas 6: ‚Sælir eruð þér,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„13.–19. febrúar. Matteus 5; Lúkas 6,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
Jesús kennir á fjallinu

Jesús prédikar Sæluboðin á fjallinu, eftir Gustave Doré

13.–19. febrúar

Matteus 5; Lúkas 6

„Sælir eruð þér“

Gætið að hughrifum sem þið hljótið við lestur Matteus 5 og Lúkas 6 og skráið þau í námsdagbók eða á einhvern annan hátt. Þessi lexíudrög geta hjálpað ykkur að auðkenna sumar mikilvægar reglur í þessum kapítulum, en verið opin gagnvart öðrum í námi ykkar.

Skráið hughrif ykkar

Þegar hér var komið í þjónustu Jesú, var ljóst að kenningar hans yrðu ólíkar því sem fólk þess tíma átti að venjast. Hinir fátæku munu erfa Guðs ríki? Hinir hógværu munu erfa jörðina? Sælir eru ofsóttir? Fræðimennirnir og farísearnir voru ekki að kenna neitt slíkt. Þó þekktu margir sem sannlega skildu lögmál Guðs sannleikann í orðum frelsarans. „Auga fyrir auga“ og að „hata óvin [sinn],“ voru óæðri lögmál (Matteus 5:38, 43). Jesús Kristur hafði þó komið til að kenna æðra lögmál (sjá 3. Nefí 15:2–10), hannað til að hjálpa okkur að verða dag einn „fullkomin eins og faðir [okkar] himneskur er fullkominn“ (Matteus 5:48).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Matteus 5:1–12; Lúkas 6:20–26, 46–49

Varanleg hamingja hlýst af því að lifa á þann hátt sem Jesús Kristur kenndi.

Allir vilja vera hamingjusamir, en ekki leita allir hamingju á sama stað. Sumir leita hennar í veraldlegu valdi og stöðum, aðrir í ríkidæmi eða með því að fullnægja líkamlegum ástríðum. Jesús Kristur kom til að kenna leið varanlegrar hamingju, hvað í því felst að vera sannlega blessaður. Hvað lærið þið um að hljóta varanlega hamingju í Matteus 5:1–12 og Lúkas 6:20–26? Hvernig er það ólíkt því sem heimurinn álítur hamingju?

Hvað kenna þessi vers, ásamt Lúkas 6:46–49, ykkur um að vera lærisveinn Jesú Krists? Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera til að þróa með ykkur eiginleikana sem lýst er í þessum versum?

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Sæluboðin,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp; „Sermon on the Mount: The Beatitudes [Fjallræðan: Sæluboðin]“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.

Matteus 5:13

„Þér eruð salt jarðar.“

Salt hefur löngum verið notað til að varðveita, bragðbæta og hreinsa. Salt hafði líka trúarlega merkingu fyrir Ísraelsmenn. Það tengdist hinni fornu iðju dýrafórna í lögmáli Móse (sjá 3. Mósebók 2:13; 4. Mósebók 18:19). Þegar saltið dofnar, missir það áhrif sín eða verður „til einskis nýtt“ (Matteus 5:13). Það gerist þegar það mengast eða er blandað öðrum efnum.

Hafið þetta hugfast er þið íhugið Matteus 5:13. Hvernig munið þið varðveita bragðskyn ykkar sem lærisveinar Jesú Krists? Hvernig munið þið framfylgja því verki að varðveita og hreinsa sem salt jarðar?

Sjá einnig Kenning og sáttmálar 103:9–10.

Ljósmynd
salt

„Þér eruð salt jarðar“ (Matteus 5:13).

Matteus 5:17–48; Lúkas 6:27–35

Lögmál Krists er æðra lögmáli Móse.

Lærisveinarnir gætu hafa orðið undrandi að heyra Jesú segja að réttlæti þeirra þyrfti að vera meira en fræðimannanna og faríseana (sjá Matteus 5:20), sem státuðu sig af því hversu nákvæmlega þeir héldu lögmál Móse.

Þegar þið lesið Matteus 5:21–48 og Lúkas 6:27–35, íhugið þá að merkja við bæði það sem lögmál Móse krafðist að menn gerðu („Þér hafið heyrt að sagt var …“) og það sem Jesús kenndi til að glæða það nýrri og æðri merkingu. Af hverju haldið þið að aðferð frelsarans sé æðra lögmál?

Hvað kenndi Jesús t.d. í Matteus 5:27–28 um að bera ábyrgð á eigin hugsunum? Hvernig getið þið haft betri stjórn á hugsunum og tilfinningum ykkar? (sjá Kenning og sáttmálar 121:45).

Sjá einnig „Fjallræðan: Hið æðra lögmál“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.

Matteus 5:48

Væntir himneskur faðir í raun fullkomnunar af mér?

Russell M. Nelson forseti kenndi:

„Hugtakið fullkominn var þýtt af gríska hugtakinu teleios, sem merkir ‚fullgerður.‘ … Sagnorð hugtaksins í nafnhætti er teleiono, sem merkir ‚að ná fjarlægu lokamarki, að verða fullþróaður, fullkomnaður eða fullgerður.‘ Gætið vinsamlega að því að orðið felur ekki í sér ‚lausn frá mistökum‘; það felur í sér að ‚ljúka ætlunarverki í framtíð.‘ …

… Drottinn kenndi: ‚Þér eruð ekki færir um að standast návist Guðs nú. … Haldið þess vegna áfram af þolinmæði, þar til þér eruð fullkomnaðir‘ [Kenning og sáttmálar 67:13].

„Við þurfum ekki að skelfast þótt einlæg viðleitni okkar til fullkomnunar virðist nú svo erfið og endalaus. Fullkomnun er fyrirhuguð. Hún getur aðeins hlotist að fullu eftir upprisuna og aðeins fyrir tilverknað Drottins. Hún býður allra sem elska hann og halda boðorð hans“ („Perfection Pending,“ Ensign, nóv. 1995, 86, 88).

Sjá einnig 2. Pétursbréf 1:3–11; Moróní 10:32–33; Kenning og sáttmálar 76:69; Jeffrey R. Holland, „Verið þér því fullkomnir - að lokum,“ aðalráðstefna, október 2017.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Matteus 5:1–9.Hvaða reglur sem kenndar eru í Matteus 5:1–9 gætu hjálpað heimili ykkar að verða hamingjuríkari staður? Þið gætuð valið eina eða tvær sem virðast einkar mikilvægar fjölskyldu ykkar. Hvaða kenningar finnum við t.d. sem geta hjálpað okkur að vera friðflytjendur? (sjá Matteus 5:21–25, 38–44). Hvaða markmið getum við sett? Hvernig munum við fylgja þeim eftir?

Matteus 5:13.Borðið saman einhvern saltaðan mat og einhvern án salts. Hvað er ólíkt sem vekur athygli ykkar? Hver er merking þess að vera „salt jarðar“? Hvernig getum við gert það?

Matteus 5:14–16.Til að hjálpa fjölskyldu ykkar að skilja merkingu þess að vera „ljós heimsins,“ gætuð þið kannað einhver ljós á heimili ykkar, í hverfinu og í heiminum. Það gæti verið gagnlegt að sýna hvað gerist þegar ljós er hulið. Hvað átti Jesús við þegar hann sagði: „Þér eruð ljós heimsins.?“ (Matteus 5:14). Hver hefur verið sem ljós fyrir fjölskyldu okkar? Hvernig getum við verið öðrum ljós? (sjá 3. Nefí 18:16, 24–25).

Matteus 5:43–45.Þegar fjölskylda ykkar les orð frelsarans í þessum versum, gætuð þið rætt hverjum þið gætuð sérstaklega sýnt elsku, blessað og beðið fyrir. Hvernig getum við aukið elsku okkar til þeirra?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Lýs þú,“ Barnasöngbókin, 96.

Bæta kennslu okkar

Verið eftirtektarsöm. „Er þið veitið því athygli sem gerist í lífi [barna] ykkar, getið þið fundið tilvalin tækifæri til kennslu. … Ábendingar sem [þau] koma fram með eða spurningar sem þau spyrja, geta líka leitt til kennslustunda“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]16).

Ljósmynd
kerti

„Þér eruð ljós heimsins“ (Matteus 5:14).