Kenning og sáttmálar 2021
15.–21. nóvember. Kenning og sáttmálar 133–134: „Búið yður … undir komu brúðgumans“


„15.–21. nóvember. Kenning og sáttmálar 133–134: ,Búið yður … undir komu brúðgumans‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„15.–21. nóvember. Kenning og sáttmálar 133–134,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
fimm vitrar meyjar

Brúðguminn kemur, eftir Elizabeth Gibbons

15.–21. nóvember

Kenning og sáttmálar 133–34

„Búið yður … undir komu brúðgumans“

Henry B. Eyring forseti kenndi: „Endurreisn fagnaðarerindisins hófst með auðmjúkri spurningu sem ígrunduð var á fábrotnu heimili og svo getur einnig verið á heimili hvers okkar“ („Heimili þar sem andi Drottins dvelur,“ aðalráðstefna, apríl 2019).

Skráið hughrif ykkar

Þegar kirkjan var rétt um 19 mánaða, lögðu spámaðurinn Joseph Smith og fleiri kirkjuleiðtogar fram metnaðarfulla ráðagerð um að taka saman síðari daga opinberanir Guðs í eitt bindi og prenta 10.000 eintök – sem var tvöfalt upplag fyrstu prentunar Mormónsbókar. Mikill kostnaður setti þó strik í þá ráðagerð og að auki réðst múgur á prentstofu kirkjunnar, meðan prentunin var í gangi. Múgurinn sundraði hinum óinnbundnu síðum og jafnvel þótt hinir hugrökku heilögu hafi bjargað sumum þeirra, þá er talið að ekkert fullgert eintak af Boðorðabókinni hafi bjargast.

Það sem nú er kafli 133 í Kenningu og sáttmálum, var ætlað að vera viðauki Boðorðabókarinnar, líkt og upphrópunarmerki í lok hinna útgefnu opinberana Drottins. Hann varar við komandi dómsdegi og endurtekur kallið sem hvarvetna má finna í nútíma opinberun: Látið af veraldarhyggju, eins og táknrænt er fyrir Babýlon; byggið upp Síon; búið ykkur undir síðari komuna; og prédikið þann boðskap „sérhverri þjóð, kynkvísl, tungu og lýð“ (vers 37). Þótt upphaflega ráðagerðin um Boðorðabókina næði ekki fram að ganga, þá er þessi opinberun áminning og vitni um að ekki er hægt að koma í veg fyrir verk Drottins, „því að hann mun gjöra beran heilagan armlegg sinn … og öll endimörk jarðar munu sjá hjálpræði Guðs síns“ (vers 3).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 133

Sannleikur Kenningar og sáttmála getur búið mig undir að vinna verk Guðs.

Stundum lýkur bókum með ályktun sem undirstrikar eða dregur saman meginatriði efnisins. Kafla 133 var upphaflega ætlað að vera ályktun Boðorðabókarinnar og gagnlegt gæti verið að lesa þann kafla með það í huga. Hvað leggur Drottinn áherslu á varðandi verk sitt? Hvað kenna vers 57–62 um hlutverkið sem Drottinn vill að þið gegnið í verki hans?

Kenning og sáttmálar 133:1–19

Drottinn vill að ég búi mig undir síðari komu hans.

Bæði kafli 1, inngangsorð Drottins í Kenningu og sáttmálum, og kafli 133, hinn upprunalegi viðauki bókarinnar, hefjast með sama boði Drottins: „Hlýðið á, ó þér sem í kirkju minni eruð“ (Kenning og sáttmálar 1:1; 133:1). Hver er merking þess að hlýða á? (sjá Leiðarvísi að ritningunum, „Husta og hlýða á,“ churchofjesuschrist.org/study/scriptures/gs/hearken?lang=isl). Hvaða fyrirmæli og boðorð vill Drottinn að þið hlýðið á í Kenningu og sáttmálum 133:1–19? Hvað eruð þið hvött til að gera til að búa ykkur betur undir komu hans? Hvernig hyggist þið hjálpa þeim sem umhverfis eru að undirbúa sig?

Sjá einnig Matteus 25:1–13; D. Todd Christofferson, „Undirbúningur fyrir síðari komu Drottins,“ aðalráðstefna, apríl 2019.

Kenning og sáttmálar 133:19–56

Síðari koman verður hinum réttlátu gleðiefni.

Þegar þið lesið í Kenningu og sáttmálum 133:19–32 um atburðina sem fylgja síðari komu frelsarans, gætuð þið ígrundað hvað lýsing þessara atburða, varðandi frelsarann og verk hans, hefur með ykkur að gera. Hvaða mögulega andlega breytni getið þið fundið í þessari lýsingu?

Hvað vekur ykkur eftirvæntingu varðandi þennan mikla dag, er þið lesið lýsinguna um endurkomu frelsarans í versum 32–56? Hvaða orð eða orðtök lýsa elsku Drottins til fólks hans? Íhugið að skrá persónulega upplifun ykkar af „elskandi gæsku Drottins [ykkar] og allt, sem hann hefur gefið [ykkur], í samræmi við góðvild hans” (vers 52).

Kenning og sáttmálar 134

„Guð [hefur] innleitt stjórnkerfi manninum til heilla.“

Samband hinna fyrri heilögu við stjórnvöld var flókið. Þegar hinir heilögu voru hraktir frá Jackson-sýslu, Missouri, árið 1833, fengu þeir engan stuðning eða bætur frá sveitarstjórn eða þjóðstjórn, þrátt fyrir áköll sín um hjálp. Á sama tíma túlkuðu sumir utan kirkjunnar kenningarnar um Síon svo, að hinir heilögu höfnuðu valdi jarðneskra stjórnvalda. Kennig og sáttmálar 134 var að hluta ritaður til að útskýra afstöðu kirkjunnar til stjórnvalda.

Hvað ætti kirkjumeðlimum að finnast um stjórnvöld? Þegar þið lærið kafla 134, íhugið þá búa til tvo lista: Annan með reglum sem þið lærið um stjórnvöld og hinn með ábyrgð borgara. Hvernig gætu þessar hugmyndir hafa verið gagnlegar hinum fyrri heilögu? Hvernig eiga þær við þar sem þið búið?

Sjá einnig Trúaratriðin 1:11–12; Gospel Topics, „Religious Freedom,“ topics.ChurchofJesusChrist.org.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 133:4–14.Andstæð merking Síonar er Babýlon – sem var forn borg, sem víða í ritningunum er táknræn fyrir ranglæti og andlega áþján (sjá D. Todd Christofferson, „Kom til Síon,“ aðalráðstefna, október 2008; Leiðarvísir að ritningunum, „Babel, Babýlon,“ churchofjesuschrist.org/study/scriptures/gs/babel-babylon?lang=isl). Er eitthvað sem þið þurfið að gera sem fjölskylda, í andlegri merkingu, til að „[fara] út frá Babýlon“ (vers 5) og „[fara] til lands Síonar“? (vers 9).

Kenning og sáttmálar 133:20–33.Þegar þið lesið þessi vers saman, gæti fjölskylda ykkar teiknað myndir af því hvernig þau telja síðari komuna verða. Þið gætuð líka spilað eða sungið söng um síðari komuna, t.d. „Þegar hann kemur aftur“ (Barnasöngbókin, 46) og rætt hvernig fjölskylda ykkar getur búið sig undir síðari komu hans.

Kenning og sáttmálar 133:37–39.Gæti fjölskylda ykkar notið þess að lesa þessi vers „hárri röddu“? (vers 38). Hver er merking þess að miðla fagnaðarerindinu hárri röddu? Hvaða sannleika getum við miðlað?

Kenning og sáttmálar 134:1–2.Ef til vill gætuð þið, til að hjálpa fjölskyldu ykkar að skilja mikilvægi stjórnvalda, rætt spurningar eins og þessa: „Hvernig blessa reglur fjölskyldu ykkar? Hvernig er þjóð okkar blessuð af því að hafa lög? Þið gætuð líka teiknað eða litað mynd af fána lands ykkar eða lært utanbókar ellefta og tólfta trúaratriðið.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Börn vors Drottins,“ Sálmar, nr. 14.

Bæta persónulegt nám

Kennið kenninguna á skýran og einfaldan hátt. Drottinn lýsir fagnaðarerindi sínu „á skýran og einfaldan hátt“ (Kenning og sáttmálar 133:57). Hvað segja þessi orð um hvernig ykkur ber að kenna fjölskyldu ykkar fagnaðarerindið?

Ljósmynd
Kristur í rauðum kufli

Kristur í rauðum kufli, eftir Minerva Teichert