Kom, fylg mér
21.–27. desember. Jól: „Hann mun koma í heiminn til að endurleysa fólk sitt“


„21.–27. desember. Jól: ,Hann mun koma í heiminn til að endurleysa fólk sitt,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„21.–27. desember. Jól,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Jósef og María og Jesúbarnið í jötu

Sjá, Guðslambið, eftir Walter Rane

21.–27. desember

Jól

„Hann mun koma í heiminn til að endurleysa fólk sitt“

Í jólatíðinni er gott að ígrunda og færa þakkir fyrir fæðingu frelsara okkar, Jesú Krists. Þegar þið lesið og ígrundið þessa viku um fæðingu og líf hans, hugleiðið þá hvernig þessa árs Mormónsbókarnám ykkar hefur eflt vitnisburð ykkar um að hann er frelsari heimsins. Skráið þau hughrif sem berast ykkur.

Skráið hughrif ykkar

Sérhver spámaður, allt frá Nefí til Morónís, var skuldbundinn hinum helga tilgangi sem dregin er saman á titilsíðu bókarinnar: „Að sannfæra [alla menn], um að Jesús er Kristur.“ Einn spámaður sá hann sem anda í fortilverunni og annar sá í sýn fæðingu og þjónustu hans. Annar stóð upp á múrvegg til að kunngjöra táknin um fæðingu hans og dauða og enn annar kraup frammi fyrir honum upprisnum og þreifaði á sárum handa hans, fóta og síðu. Allir voru kunnugir þessum mikilvæga sannleika: „Að hvorki er til önnur leið né aðferð til frelsunar mannsins, nema með friðþægingarblóði Jesú Krists, sem … kemur til að endurleysa heiminn“ (Helaman 5:9).

Við, sem trúaðir um heim allan, minnumst því gæsku og elsku Guðs á þessum jólum, að hann sendi son sinn, og ígrundum hvernig Mormónsbók hefur eflt trú okkar á Krist. Þegar þið hugsið um fæðingu hans, íhugið þá ástæðu þess að hann kom og hvernig koma hans hefur breytt lífi ykkar. Þið getið þá upplifað sanna gleði jólanna – gjöfina sem Jesús Kristur gefur ykkur.

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

1. Nefí 11:13–36; Mósía 3:5–10; Helaman 14:1–13; 3. Nefí 1:4–22

Jesús Kristur kom til jarðar til að vera frelsari minn.

Hefðbundið er á jólum að lesa söguna um fæðingu frelsarans í Nýja testamentinu, en þið getið líka fundið hrífandi spádóma um þann helga atburð í Mormónsbók. Spádóma um fæðingu og þjónustu frelsarans má t.d. finna í 1. Nefí 11:13–36; Mósía 3:5–10; Helaman 14:1–13; and 3. Nefí 1:4–22. Hvaða hughrif berast ykkur um Jesú Krist við lestur þessara ritningarversa og íhugun mögulegrar merkingar táknanna um fæðingu hans? Á hvaða hátt styrkja vitnisburðir þessara spámanna í Ameríku til forna vitnisburð ykkar um Krist og hlutverk hans?

Sjá einnig Matteus 1:18–252; Lúkas 2.

2. Nefí 2:6; Alma 7:7–13; 11:40; Helaman 5:9; 14:16–17

Jesús Kristur er lausnariallra manna.

Við hefðum enga ástæðu til að fagna fæðingu Jesú Krists væri það ekki fyrir friðþægingarfórn hans, sem frelsar okkur frá synd og dauða, hughreystir okkur í þrengingum og hjálpar okkur að ná „fullkomnun í Kristi“ (Moróní 10:32). Hvað hafið þið lært í Mormónsbók á þessu ári um mátt frelsarans til að endurleysa ykkur? Eru einhverjar sögur eða kenningar sem vekja ykkur sérstakan áhuga? Íhugið hvað eftirfarandi dæmi kenna um hið endurleysandi hlutverk frelsarans: 2. Nefí 2:6; Alma 7:7–13; 11:40; og Helaman 5:9; 14:16–17. Hvað finnst ykkur þið hvött að gera til að sýna honum þakklæti? (Christmas.ComeuntoChrist.org hefur að geyma einhverjar hugmyndir til að hefjast handa.)

1. Nefí 6:4; 19:18; 2. Nefí 25:23, 26; 33:4, 10

Mormónsbók vitnar um Jesú Krist.

„Annað vitni um Jesú Krist,“ er ekki bara undirtitill Mormónsbókar, heldur yfirlýstur tilgangur hennar. Ígrundið hvað þið hafið lært af eftirtöldum ritningarversum um það hlutverk Mormónsbókar að vitna um Krist: 1. Nefí 6:4; 19:18; og 2. Nefí 25:23, 26; 33:4, 10.

Íhugið að skrá í dagbók hvernig þessa árs Mormónsbókarnám ykkar hefur aukið nálægð ykkar við Krist. Eftirfarandi ábendingar gætu verið gagnlegar:

  • „Það sem ég lærði nýtt um frelsarann á þessu ári var …“

  • „Lestur [versa um frelsarann] hefur breytt því hvernig ég …“

  • „Eftirlætis persóna mín [eða saga] í Mormónsbók, kenndi mér að frelsarinn …“

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

1. Nefí 11:13–23; Mósía 3:5–10; Helaman 14:1–13; 3. Nefí 1:4–22

Börn gætu haft gaman að því að teikna myndir af því sem þau heyra þegar þið lesið sögur um fæðingu og þjónustu frelsarans í 1. Nefí 11:13–23; Mósía 3:5–10; Helaman 14:1–13; og 3. Nefí 1:4–22. Börn ykkar gætu síðan endursagt sögurnar með því að nota myndirnar sem þau teiknuðu.

„Hann er gjöfin“

Þið gætuð pakkað inn mynd af Jesú Kristi, líkt og jólagjöf, til að hjálpa fjölskyldu ykkar að einblína á þá gjöf himnesks föður að senda son sinn. Fjölskyldumeðlimir gætu rætt um kærar jólagjafir sem þeir hafa fengið eða vonast eftir að fá. Þeir gætu síðan tekið umbúðirnar utan af myndinni af Kristi og rætt hvernig hann hefur verið okkur dýrmæt gjöf. Myndbandið „Hann er gjöfin“ (ChurchofJesusChrist.org) gæti hvatt til umræðna um hvernig þið getið lært um, tekið á móti og miðlað gjöf frelsarans sem fjölskylda þessi jól.

Fjölskylda ykkar gæti líka haft gagn af því að hugsa um „gjöf“ sem hún gæti gefið frelsaranum, t.d. með því að vera vinsamlegri við aðra eða sigrast á slæmum ávana. Íhugið að biðja fjölskyldumeðlimi að skrá hugmyndir sínar, pakka þeim eins og gjöf og setja gjafir sínar umhverfis mynd af frelsaranum.

Andi jólanna

Gaman gæti verið að ráðgera viðburði sem fjölskylda ykkar getur haft á dögum aðventu, til að finna anda Krists, t.d. með því að þjóna einhverjum eða syngja saman jólasöngva. (Fleiri hugmyndir má finna hér Christmas.ComeuntoChrist.org.)

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta kennslu okkar

Fylgið eftir boðum um að láta verkin tala. „Þegar þið fylgið eftir boðum um að bregðast við, sýnið þið [fjölskyldumeðlimum] elsku og látið ykkur skipta hvernig fagnaðarerindið blessar líf þeirra. Þið veitið þeim líka tækifæri til að miðla upplifunum sínum, sem eflir skuldbindingu þeirra og gerir þeim kleift að styðja hver annan í því að lifa eftir fagnaðarerindinu“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 35).

Ljósmynd
engill sýnir Nefí meyjuna Maríu í sýn

Nefí sér meyjuna Maríu í sýn, eftir Judith A. Mehr