Kom, fylg mér
24. febrúar – 1. mars. 2. Nefí 26–30: „Dásemdarverk og undur“


„24. febrúar – 1. mars. 2. Nefí 26–30: ,Dásemdarverk og undur‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Mormónsbók 2020 (2020)

„24. febrúar – 1. mars. 2. Nefí 26–30,“ Kom, fylgið mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2020

Ljósmynd
Jesús liðsinnir konu

Hann mun leiða þig sér við hönd, eftir Söndru Rast

24. febrúar – 1. mars

2. Nefí 26–30

„Dásemdarverk og undur“

Drottinn sagði: „Ég býð öllum … að færa þau orð í letur, sem ég tala til þeirra“ (2. Nefí 29:11). Drottinn mun tala til ykkar með anda sínum þegar þið lærið orð hans. Skráið það sem ykkur berst.

Skráið hughrif ykkar

„Ég spái fyrir yður um hina síðustu daga,“ ritaði Nefí (2. Nefí 26:14). Hann var sem sagt að rita um okkar tíma. Það er ástæða að huga að því sem hann sá: Fólk afneitar mætti og kraftaverkum Guðs, hömluleysi, öfund og erjur ríkja, djöfullinn fjötrar fólk sterkum hlekkjum. Auk þessara síðari daga „[myrkraverka]“ (2. Nefí 26:10, 22) óvinarins, ræddi Nefí líka um „dásemdarverk og undur“ Drottins sjálfs (2. Nefí 27:26). Miðpunktur þess verks yrði bók – bók sem mælti úr duftinu, afhjúpaði lygar Satans og safnaði saman hinum réttlátu sem gunnfána. Sú bók er Mormónsbók, dásemdarverkið er starf kirkju Drottins á síðari dögum og undrið er að hann býður okkur öllum til þátttöku, þrátt fyrir veikleika okkar.

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

2. Nefí 26:20–33

Jesús Kristur býður öllum að koma til sín.

Spámaðurinn Joseph Smith kenndi að himneskur faðir væri „takmarkalausari að miskunn og blessunum en við værum reiðubúin að trúa og taka á móti“ (The Joseph Smith Papers,History, 1838–1856, bindi D-1,“ bls. 4 [viðauki], josephsmithpapers.org). Lesið það sem Nefís sá fyrir í 2. Nefí 26:20–22 og það sem hann kenndi um frelsarann í versum 23–33 og berið saman við orð Josephs Smith. Hvað lærið þið um takmarkalausa miskunn Drottins? Hvað getið þið gert sem meðlimir kirkju Jesú Krists, til að vera kristilegri í framkomu ykkar við börn Guðs?

Sjá einnig 3. Nefí 18:30–32.

2. Nefí 26–27

Hvaða bók er tilgreind í þessum kapítulum?

Spádómur Nefís í 2. Nefí 26–27, sem að miklu leyti er eins og fyrri spádómur Jesaja (sjá Jesaja 29), segir fyrir um fram komu Mormónsbókar. Þessi spádómur segir frá eftirfarandi:

Aðrir spámenn Biblíunnar, auk Jesaja, vísuðu óbeint í Mormónsbók, þótt þeir hafi ekki nefnt hana með nafni. Í Esekíel 37:15–20 er t.d. getið um „staf Jósefs,“ sem gæti verið tilvísun í heimild Nefítanna, sem voru niðjar Jósefs. Sá stafur átti að verða eitt með „stafi Júda,“ sem merkir Biblíuna.

Fleiri dæmi má finna í „Mormónsbók“ (Leiðarvísir að ritningunum, churchofjesuschrist.org/study/scriptures?lang=isl).

2. Nefí 28

Satan reynir að blekkja.

Margar lygar og aðferðir Satans eru afhjúpaðar í frásögn Nefís um síðustu daga 2. Nefí 28. Reynið að finna þær (sjá t.d. vers 6, 8, 21–23, 29). Afhverju þurfið þið að vita af lygum Satans? Hvað gerið þið þegar óvinurinn reynir að blekkja ykkur?

2. Nefí 28:27–3129

Guð veitir börnum sínum áfram leiðsögn með opinberun.

Við, sem Síðari daga heilög, erum ríkulega blessuð með orði Guðs og því geta aðvaranir Nefís átt við um okkur: Okkur má aldrei finnast að við „þörfnumst einskis meira!“ Þegar þið lesið 2. Nefí 28 og 29, hugleiðið þá spurningar eins og þessar:

  • Hvernig vill Drottinn að ég upplifi og bregðist við orði hans?

  • Af hverju fyllist fólk stundum „reiði“ þegar aukinn sannleikur berst frá Guði? (2. Nefí 28:28). Líður mér einhvern tíma þannig? Hvernig get ég orðið móttækilegri fyrir sannleikanum, ef svo er?

  • Hvað felst í því að taka á móti orði Guðs? Hvernig get ég sýnt honum að ég vilji taka á móti fleiri orðum hans?

Sjá einnig Alma 12:10–11; 3. Nefí 26:6–10.

2. Nefí 29–30

Guð fyrirbjó Mormónsbók fyrir okkar tíma.

Nefí vissi, jafnvel áður en ritverki Mormónsbókar lauk, að hún myndi dag einn „hafa mikið gildi fyrir mannanna börn“ (2. Nefí 28:2). Afhverju hefur Mormónsbók mikið gildi fyrir ykkur? Ígrundið þessa spurningu við lestur 2. Nefí 29–30. Hver eru sum þau „dásemdarverk“ sem Guð vinnur í heiminum og í lífi ykkar fyrir tilverknað Mormónsbókar?

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Þegar þið lesið ritningarnar með fjölskyldu ykkar, getur andinn hjálpað ykkur að vita hvaða reglur ber að ræða og leggja áherslu á, til að uppfylla þarfir fjölskyldu ykkar. Hér eru nokkrar ábendingar.

2. Nefí 26:12–13

Nefí kenndi að Jesús Kristur staðfestir sig með heilögum anda. Gætu fjölskyldumeðlimir miðlað því þegar vitnisburður þeirra um frelsarann hefur styrkst fyrir tilverknað heilags anda?

2. Nefí 26:22; 28:19–22

Fjölskylda ykkar gæti kannski notið sýnikennslu sem útskýrir kennsluna í 2. Nefí 26:22 um djöfulinn. Þegar þið lesið um aðferðir Satans í 2. Nefí 28:19–22, gætuð þið vafið bandi um úlnlið einhvers til að tákna „[hálsband] úr reyr.“ Hvernig er hálsband úr reyr eins og freistingar Satans? Hvernig getur það orðið öflugur reyr? Hvernig getum við greint lygar Satans?

Ljósmynd
Vafningsband

Nefí líkti freistingum djöfulsins við „[hálsband] úr reyr.“

2. Nefí 27:20–21

Hvað gæti falist í þessum orðum Drottins: „Ég er fær um að leysa verk mitt af hendi“? Hvernig hafa þessi sannindi áhrif á það hvernig við þjónum í kirkju hans?

2. Nefí 28:30–31

Gæti fjölskyldu ykkar dottið í hug eitthvað sem best væri að fá í smærri skömmtum, líkt og opinberun frá Guði? Afhverju opinberar Guð okkur sannleikann „orð á orð ofan og setning á setning ofan“ í stað alls í einu?

2. Nefí 29:7–9

Hvað hyggst Drottinn sanna eða sýna fram á með Mormónsbók?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Bæta persónulegt nám

Miðlið skilningi. Að ræða við aðra um það sem þið hafið lært, getur aukið skilning ykkar sjálfra. Eftir lestur 2. Nefís 29:6–14, gætuð þið fundið ykkur knúin til að útskýra fyrir vini ástæðu þess að við höfum þörf fyrir Mormónsbók.

Ljósmynd
Nefí ritar á gulltöflur

Nefí sagði fyrir um „dásemdarverk og undur,“ sem gerast áttu á síðustu dögum (2. Nefí 27:26).