Kom, fylg mér 2024
12.–18. ágúst: „Stöndum staðfastir í trúnni á Krist.“ Alma 43–52


„12.–18. ágúst: ‚Stöndum staðfastir í trúnni á Krist.‘ Alma 43–52,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„12.–18. ágúst. Alma 43–52,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Ljósmynd
Moróní og frelsistáknið

Fyrir blessanir frelsis, eftir Scott M. Snow

12.–18. ágúst: „Stöndum staðfastir í trúnni á Krist“

Alma 43–52

Þegar við lesum þessi orð í upphafi Alma, kapítula 43 – „og nú hverf ég aftur að frásögn um stríðin milli Nefíta og Lamaníta“ – er eðlilegt að íhuga hvers vegna Mormón skráði þessar stríðsfrásagnir þegar takmarkað pláss var á töflunum (sjá Orð Mormóns 1:5). Satt er að við höfum fengið okkar skerf af stríðum á síðari dögum, en það má draga meiri lærdóm af þessum orðum en um herkænsku og hörmungar stríðs. Orð hans búa okkur líka undir stríðið sem „öll við erum kölluð“ í (Sálmar, nr. 101), stríðið sem við háum dag hvern við hin illu öfl. Það stríð er afar raunverulegt og úrslit þess hafa áhrif á eilíft líf okkar. Líkt og Nefítarnir, erum við innblásin af helgum málstað – sem varðar „Guð vorn, trúarbrögð vor og frelsi, og frið vorn, eiginkonur vorar og börn“ – sem Moróní kallaði „málstað hinna kristnu“ (Alma 46:12, 16).

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Alma 43–52

Jesús Kristur getur hjálpað mér í andlegri baráttu minni.

Þegar þið lesið Alma 43–52, gætið þá að því sem Nefítarnir gerðu sem gerðu þá farsæla (eða ófarsæla). Hugleiðið síðan hvernig þið getið notað það sem þið lærið ykkur til hjálpar við að sigra andlega baráttu ykkar. Skrifið hugsanir ykkar hér að neðan:

Athugið líka hvað þið getið lært af viðleitni óvina Nefítanna. Hugleiðið hvernig Satan gæti ógnað ykkur á líkan hátt:

  • Alma 43:8: Serahemna reyndi að espa fólk sitt til reiði, svo hann hefði vald yfir því. (Satan kann að freista mín til að bregðast við af reiði.)

  • Alma 43:29:

  • Alma 46:10:

  • Alma 47:10–19:

Sjá einnig Russell M. Nelson, „Horfa til framtíðar í trú,“ aðalráðstefna, október 2020; „Hið mikla vígi vort er Guð,“ Sálmar, nr. 17.

Ljósmynd
Nefítarnir berjast við Lamanítana

Minerva Teichert (1888–1976), Varnir Nefíborgar, 1949–1951, olía á masonítplötu, 36 × 48 tommur. Listasafn Brigham Young-háskóla, 1969.

Alma 46:11–28; 48:7–17

Ljósmynd
trúarskólatákn
„Stöndum staðfastir í trúnni á Krist.“

Viljið þið minnka þann áhrifamátt sem óvinurinn hefur í lífi ykkar? Ein leið til þess er að fara að áminningunni í Alma 48:17 um að verða „eins og Moróní.“ Íhugið að skrá þau orð sem lýsa Moróní er þið lesið Alma 46:11–28; 48:7–17. Hvað lærið þið af Moróní um að „[standa staðföst] í trúnni á Krist“? (Alma 46:27).

Þið gætuð líka lært hvernig Moróní innblés aðra í „málstað Krists“ (sjá Alma 46:11–22). Hvernig mynduð þið lýsa þessum málstað? Hvað getið þið gert til að taka þátt í honum? Hvernig getið þið hvatt aðra til að taka líka þátt í honum?

Eitt af því sem Moróní gerði til að innblása aðra, var að búa til frelsistáknið, sem lagði áherslu á reglur sem innblésu Nefítana (sjá vers 12). Hvaða reglur leggja kirkjuleiðtogar okkar áherslu á í dag? Þið gætuð fundið þær í Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum (bæklingur, 2022), „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ þema Stúlknafélagsins og Aronsprestdæmissveita eða nýlegum boðskap aðalráðstefnu. Þið gætuð dregið saman það sem þar er kennt í eina einfalda setningu til að búa til ykkar eigið frelsistákn – nokkuð sem minnir ykkur á að vera trúföst frelsaranum og fagnaðarerindi hans.

Sjá einnig Gospel Topic, „Faith in Jesus Christ,“ Gospel Library.

Alma 47

Satan freistar og blekkir okkur stigvaxandi.

Satan veit að við erum ekki líkleg til að drýgja stærri syndir eða trúa augljósum lygum. Þess vegna notar hann smávægilegar lygar og freistingar – jafn oft og hann telur okkur móttækileg fyrir þeim – til að leiða okkur frá öryggi réttláts lífernis.

Gætið að þessu mynstri í Alma 47 og hugleiðið hvernig Satan gæti verið að reyna að blekkja ykkur. Íhugið þessi orð öldungs Roberts D. Hales:

„Hinn svikuli Amalikkía hvatti Lehontí að ,koma niður‘ og hitta sig í dalnum. En þegar Lehontí kom niður, var honum byrlað eitur ,smátt og smátt‘ þar til hann lét lífið og her hans féll í hendur Amalikkía (sjá Alma 47). Með rökræðum og ásökunum leggur sumt fólk gildrur fyrir okkur til að fá okkur niður af hærri stað. Hærri staður er þar sem ljósið er. … Það er öruggur staður“ („Kristileg hugdirfska: Gjald lærisveinsins,“ aðalráðstefna, október 2008).

Hvað lærið þið af myndbandinu „Temptation Fades as We Seek Christ in Every Thought“ (Gospel Library) sem getur hjálpað ykkur að standast freistingar?

Sjá einnig Nehemíabók 6:3; 2. Nefí 26:22; 28:21–22.

Alma 50–51

Eining stuðlar að öryggi.

Þrátt fyrir vopn og varnir Nefítanna, náðu Lamanítarnir smám saman að hertaka margar borgir þeirra (sjá Alma 51:26–27). Hvernig átti það sér stað? Leitið svara við lestur þessara kapítula (sjá einkum Alma 51:1–12). Hugleiðið hvaða aðvaranir felast í þessari frásögn fyrir ykkur og fjölskyldu ykkar.

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Alma 43:17–21; 48:7–8; 49:1–5; 50:1–6

Ég get fundið andlega vernd í fagnaðarerindi Jesú Krists.

  • Íhugið að nota „kafla 31: Moróní yfirforingi sigrar Serahemna“ (Sögur úr Mormónsbók, 85–88) til að segja börnum ykkar frá stríðunu á milli Nefíta og Lamaníta. Þegar þið lesið um herklæði Nefítanna í Alma 43:19, gætuð þið gert samanburð á þeirri brynvörn sem er til varnar líkama okkar og því sem Guð hefur gefið okkur til að vernda okkur andlega. Þið og börn ykkar gætuð ef til vill teiknað mynd af barni og bætt við á myndina öllum þeim hlutum af alvæpninu er vernda okkur andlega sem börn ykkar muna eftir.

  • Í þessum versum er greint frá þeim varnarvirkjum sem Nefítarnir byggðu: Alma 48:7–9; 49:1–9; 50:1–6. Eftir að hafa lesið saman þessi vers, gætu börn ykkar mögulega haft gaman af því að búa til virki úr hlutum eins og stólum og teppum. Myndbandið „Elder Stevenson on Fortifying Families“ (Gospel Library) getur hjálpað ykkur að ræða hvernig verja á heimili ykkar andlega.

Alma 46:11–16; 48:11–13, 16–17

Við getum verið „staðföst í trú okkar á Krist,“ eins og Moróní yfirforingi var.

  • Börn ykkar gætu horft á myndirnar í þessum lexíudrögum til að segja söguna um frelsistáknið (sjá Alma 46:11–16; „kafla 32: Moróní yfirforingi og frelsistáknið,“ Sögur úr Mormónsbók, 89–90). Hvað vildi Moróní að fólkið hefði hugfast (sjá vers 12)? Hvað vill himneskur faðir að við höfum hugfast? Börn ykkar gætu ef til vill hannað eigin „frelsistákn“ með því að nota orðtök eða myndir sem hjálpa þeim að hafa þessa hluti hugfasta.

  • Til að kenna börnum ykkar að vera „staðföst í trúnni á Krist,“ eins og Moróní (sjá Alma 48:13), gætuð þið hjálpað þeim að finna og þreifa á einhverju óhagganlegu. Hvað felst í því að trú sé „staðföst“? Lesið saman Alma 48:11–12 til að vita hvað það var sem gerði Moróní staðfastan í trú sinni á Krist. Þið gætuð líka sungið saman söng eins og „Hetja vil ég vera,“ (Barnasöngbókin, 85). Hvað getum við gert til að verða „staðföst í trú okkar á Krist?“

Alma 47:4–19

Satan freistar og blekkir okkur stigvaxandi.

Lesið saman valin vers í Alma 47:4–19. Hvað hefði gerst ef Amalikkía hefði sagt Lehontí hvað hann hefði áformað frá upphafi? Hvað kenna þessi vers okkur um það hvernig Satan reynir að blekkja okkur?

Hjálpið börnum ykkar að byggja upp sjálfstraust. Sumum börnum gæti fundist þau ekki geta lært fagnaðarerindið á eigin spýtur. Ein leið til að byggja upp sjálfstraust þeirra er með því að hrósa þeim þegar þau taka þátt í kennslunni. Hvar mynduð þið fara eftir þessari ábendingu í verkefnunum í þessum lexíudrögum?

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Moróní heldur á frelsistákninu

Frelsistáknið, eftir Larry Conrad Winborg

© 2018 Larry Conrad Winborg