Kom, fylg mér 2024
13.–19. maí: „Ljós, sem aldrei getur myrkvast.“ Mósía 11–17


„13.–19. maí: ‚Ljós, sem aldrei getur myrkvast.‘ Mósía 11–17,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2024)

„13.–19. maí. Mósía 11–17,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2024)

Ljósmynd
Abinadí vitnar fyrir Nóa konungi

Abinadí frammi fyrir Nóa konungi, eftir Andrew Bosley

13.–19. maí: „Ljós, sem aldrei getur myrkvast“

Mósía 11–17

Stórt bál getur myndast af einum neista. Abinadí vitnaði aðeins einsamall gegn hinum máttuga konungi og hirð hans. Orðum hans var að mestu hafnað og hann var dæmdur til dauða. Vitnisburður hans um Jesú Krist, sem er „ljós, sem aldrei getur myrkvast“ (Mósía 16:9), vakti samt eitthvað innra með Alma, hinum unga presti. Þessi trúarneisti óx smám saman, er Alma leiddi marga aðra til iðrunar og trúar á Jesú Krist. Eldtungurnar sem drápu Abinadí dóu fljótt út, en trúareldurinn sem myndaðist af orðum hans, átti eftir að hafa varanleg áhrif á Nefítana – og á þá sem lesa orð hans á okkar tíma. Flest munum við ekki upplifa það sem Abinadí gerði sökum eigin vitnisburðar, en öll upplifum við stundir prófraunar, þar sem hugrekkis og trúar er krafist til að fylgja Jesú Kristi. Ef til vill eflir það okkur hugrekki og eldmóð vitnisburðar að læra um vitnisburð Abinadís.

Sjá einnig „Abinadi Testifies of Jesus Christ“ (myndband), Gospel Library.

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Mósía 11–1317

Ljósmynd
trúarskólatákn
Ég get staðið fyrir Jesú Krist, þótt ég standi ein/n.

Skoðið myndina af Abinadí í þessum lexíudrögum meðan þið lesið Mósía 11–13; 17. Hvað lærið þið um það að standa sem vitni Krists? Þið gætuð lagt sérstaka áherslu á að læra ritningarhluta og spurningar sem þessar:

Hvenær hefur ykkur fundist þið standa ein við að koma frelsaranum og fagnaðarerindi hans til varnar? Hvernig lét hann ykkur finna að hann væri með ykkur? Þegar þið ígrundið þetta, gætuð þið lesið frásögnina um Elísa og hinn unga þjón hans í 2. Konungabók 6:14–17. Hvað hrífur ykkur varðandi þessa frásögn?

Þið gætuð líka kannað síður 31–33 í Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum til að finna orðtök sem veita ykkur hugrekki til að koma sannleikanum til varnar. Þið gætuð líka þess í stað gert hið sama við texta sálma eins og „Breytið nú rétt“ eða „Fylkjum liði“ (Sálmar, nr. 97 og 93).

Hvernig munið þið tileinka ykkur það sem þið lærðuð af Abinadí? Myndbandið „Dare to Stand Alone“ (Gospel Library) sýnir aðstæður þar sem þið getið staðið fyrir Jesú Krist og fagnaðarerindi hans. Hvaða fleiri fordæmi dettur ykkur í hug?

Sjá einnig Rómverjabréfið 1:16; 2. Tímóteusarbréf 1:7–8; „Kafla 8: The Call for Courage,“ Teachings of Presidents of the Church: Thomas S. Monson (2022), 135–47; Leiðarvísir að ritningunum, „Trú, trúa,“ Gospel Library.

Kennið með andanum. „Árangursrík trúarkennsla gerir ekki bara kröfu um að undirbúa lexíu, heldur að undirbúa sjálfan þig andlega til að hlýða á og fylgja leiðsögn andans er þið kennið“ (Kenna að hætti frelsarans, 17).

Mósía 12:19–37

Ég þarf að leggja mig fram til að skilja orð Guðs með hjartanu.

Prestar Nóa konungs voru kunnugir orði Guðs. Þeir gátu vitnað í ritningarhluta og sögðust kenna boðorðin. En samt virtist líf þeirra ósnert af fagnaðarerindi Jesú Krists. Af hverju var það svo?

Íhugið það við lestur Mósía 12:19–37. Hvað haldið þið að það þýði að leggja sig fram við að skilja Guðs orð með hjartanu? Hvaða orð og orðtök innblása ykkur til að gera breytingar á því hvernig þið lærið fagnaðarerindið?

Mósía 13:11–26

Boðorð Guðs ættu að vera greypt í hjarta mitt.

Ígrundið orð Abinadís um að boðorðin væru „ekki greypt í hjörtu“ prestanna (Mósía 13:11). Hver gæti merking þessara orða verið? Þegar þið lesið Mósía 13:11–26, hugleiðið þá hvort þessi boðorð séu greypt í hjarta ykkar.

Sjá einnig Jeremía 31:31–34; 2. Korintubréf 3:3.

Mósía 14–15

Jesús Kristur þjáðist fyrir mig.

Gætið að orðum og orðtökum í Mósía 14–15, sem lýsa frelsaranum og þjáningum hans fyrir ykkur. Hvaða vers auka elsku ykkar og þakklæti til hans?

Mósía 15:1–12

Hvernig er Jesús Kristur bæði faðirinn og sonurinn?

Abinadí kenndi að Guð sonurinn – Jesús Kristur – yrði frelsarinn (sjá Mósía 15:1) sem íklæddist holdinu og yrði bæði maður og Guð (vers 2–3). Hann laut vilja Guðs föðurins algjörlega (vers 5–9). Jesús Kristur er sökum þessa bæði sonur Guðs og fullkominn jarðneskur fulltrúi Guðs föðurins (sjá Jóhannes 14:6–10).

Jesús Kristur er líka faðirinn í þeim skilningi að við erum „afsprengi hans“ þegar við tökum á móti endurlausn hans (Mósía 15:11–12). Við verðum, með öðrum orðum, andlega endurfædd af honum (sjá Mósía 5:7).

Af hverju haldið þið að mikilvægt sé að þekkja þennan sannleika um himneskan föður og Jesú Krist? Hvernig styrkir vitnisburður Abinadís trú ykkar á þá?

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Mósía 11–1317

Ég get staðið fyrir Jesú Krist, þótt ég standi ein/n.

  • Á einhverjum tímapunkti í lífi okkar munum við standa frammi fyrir þrýstingi um að breyta gegn trú okkar á Jesú Krist. Hvað geta börn ykkar lært af Abinadí um að standa sem vitni Jesú Krists, jafnvel þegar það er óvinsælt? Listaverkið í þessum lexíudrögum eða í „kafla 14: Abinadí og Nóa konungur“ (í Sögur úr Mormónsbók, 38–42) gæti hjálpað þeim að raungera söguna í Mósía 11–13; 17. Spyrjið þau að hverju þau hrífast í fari Abinadís.

  • Börn ykkar gætu haft gaman af því að leika hluta sögunnar um Abinadí. Þau gætu síðan leikið raunverulegar aðstæður, til að æfa það sem þau myndu gera, ef einhverjir vildu fá þau til að gera eitthvað rangt. Þau gætu líka þess í stað sagt frá upplifun þar sem þau sýndu hugdirfsku við að fylgja Jesú Kristi. Hvernig fylgdi Abinadí Jesú Kristi? (sjá Mósía 13:2–9; 17:7–10). Af hverju gerði Nóa konungur ekki það sem hann vissi að var rétt? (sjá Mósía 17:11–12).

Mósía 12:33–36; 13:11–24

Ég ætti að hlýða boðorðunum tíu.

  • Prestar Nóa konungs þekktu boðorðin en þau voru ekki „greypt í hjörtu [þeirra]“ (Mósía 13:11). Hvernig munið þið hjálpa börnum ykkar að þekkja boðorðin og elska þau? Þau gætu ef til vill skrifað boðorðin í Mósía 12:33–36 og 13:11–24 á hjartalaga blað. Þegar þau gera það, ræðið þá við þau um merkingu þessara boðorða og hvernig á að halda þau. Hvernig greypum við þessi boðorð í hjörtu okkar?

  • Þið gætuð líka sungið saman söng um boðorðin, svo sem „Boðorðin haldið“ (Barnasöngbókin, 68). Hvaða blessanir hljótast af því að halda boðorðin?

Ljósmynd
Faðir og sonur lesa ritningarnar saman

Ritningarnar kenna okkur boðorð Guðs.

Mósía 14; 16:4–9

Himneskur faðir sendi Jesú Krist til að leiða mig aftur í návist sína.

  • Þótt Mósía 14 sé stuttur kapítuli, eru í honum nokkur orð og orðtök sem lýsa Jesú Kristi. Þið og börn ykkar gætuð ef til vill skráð þau þegar þið lesið kapítulann saman. Þið gætuð síðan rætt hvað ykkur finnst um frelsarann þegar þið lærið þessi orð og orðtök.

  • Til að kenna um Jesú Krist, vitnaði Abinadí í spámanninn Jesaja, sem líkti okkur við týndan sauð. Börnin ykkar gætu ef til vill sagt frá reynslu þar sem þau týndu einhverju eða villtust sjálf. Hvernig leið þeim? Hvað gerðu þau? Þið gætuð síðan lesið saman Mósía 14:6 og 16:4–9. Hvernig erum við eins og sauðir sem villast frá Guði? Hvernig hjálpar Jesús Kristur okkur að koma til baka?

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Abinadí vitnar fyrir Nóa konungi

Ásjóna hans skein dýrðarljóma, eftir Jeremy Winborg