Kom, fylg mér 2024
12.–18. febrúar: „Við lifðum eftir leiðum hamingjunnar.“ 2. Nefí 3–5


„12.–18. febrúar: ‚Við lifðum eftir leiðum hamingjunnar.‘ 2. Nefí 3–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2024)

„12.–18. febrúar. 2. Nefí 3–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2024)

Ljósmynd
Nefí og eiginkona hans

12.–18. febrúar: „Við lifðum eftir leiðum hamingjunnar“

2. Nefí 3–5

Þegar þið lesið 1. Nefí gæti hvarflað að ykkur að Nefí hafi á einhvern hátt verið ofurmenni. Nefí var „mikill vexti,“ bæði líkamlega og andlega (1. Nefí 2:16), og virtist hvergi veigra sér í þeim raunum sem hann stóð frammi fyrir. Við gætum allavega dregið þá ályktun. Þótt trú Nefí hafi verið undraverð, þá opinbera hin ljúfu orð hans í 2. Nefí 4 að jafnvel hinir trúföstu upplifa sig stundum „auma“ og að freistingar „ná auðveldlega tökum á“ þeim. Hér sjáum við nokkurn sem reynir, sem vill vera glaður, en sem „[stynur í hjarta undan syndum sínum].“ Við getum fundið samhljóm í þessu og í hinni vongóðu vissu þar á eftir: „Þó veit ég, á hvern ég hef sett traust mitt“ (sjá 2. Nefí 4:15–19).

Þótt Nefí og fólkið hans hafi lært að lifa eftir „leiðum hamingjunnar“ (2. Nefí 5:27), þá lærði það líka að hamingjan er ekki auðfengin eða án sorgarstunda. Hún hlýst endanlega með því að treysta Drottni, „[bjargi réttlætis okkar]“ (2. Nefí 4:35).

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

2. Nefí 3:6–24

Ljósmynd
trúarskólatákn
Joseph Smith var útvalinn til að endurreisa fagnaðarerindið.

Lehí sagði syni sínum Jósef frá spádómi sem gefinn var Jósef frá Egyptalandi. Spádómurinn var um „útvalinn sjáanda“ í framtíðinni, Joseph Smith. Hvað segja vers 6–24 að Joseph Smith myndi gera til að blessa fólk Guðs? Hugleiðið hvernig verk Josephs Smith hefur verið ykkur „mikils virði?“ Þið gætuð hlotið einhverjar hugmyndir af myndböndunum um Joseph Smith í safninu „Prophets of the Restoration“ í Gospel Library. Hugsið um spurningar eins og þessar og íhugið að skrá svör ykkar:

  • Hvað vitið þið um himneskan föður og Jesú Krist vegna þess sem Joseph Smith kenndi?

  • Hvernig er líf ykkar öðruvísi vegna þess sem Drottinn endurreisti með spámanninum Joseph Smith?

  • Hvernig væri líf ykkar ef endurreisnin hefði ekki átt sér stað?

Einn mikilvægur hluti af verki Josephs Smith var að leiða fram Mormónsbók. Hvað lærið þið af þessum kafla um ástæður þess að Mormónsbók er mikilvæg? Þið gætuð einkum gætt að ástæðunum í versum 7, 11–13, 18–24.

Sjá einnig Þýðing Josephs Smith, 1. Mósebók 50:24–38 (Þýðing Josephs Smith Viðauki); Leiðarvísir að ritningunum, „Joseph Smith,“ Gospel Library; „Lof syngið honum,“ Sálmar, nr. 11.

Ljósmynd
Spámaðurinn Joseph Smith

Spámaður Drottins, eftir David Lindsley

2. Nefí 4:15–35

„Ó Drottinn, ég hef treyst þér.“

Nefí sagði að hann hugðist „rita það sem sálu [hans] tilheyrir“ (vers 15). Þegar þið lesið það sem hann ritaði í 2. Nefí 4:15–35, skuluð þið spyrja ykkur sjálf: „Hvað er það sem tileyrir minni sálu?“ Íhugið að skrifa það hjá ykkur, eins og Nefí gerði, og miðlað því þeim sem þið elskið.

Að skilja hvernig Nefí lét hughreystast þegar hann var örmagna og áhyggjufullur, getur hjálpað ykkur er þið upplifið álíka tilfinningar. Leitið í versum 15–35 að ritningarhlutum sem veita ykkur huggun. Vitið þið um einhvern annan sem þessir ritningarhlutar gæti hughreyst?

Sjá einnig Ronald A. Rasband, „Þeir hlutir sem sálu minni tilheyra,“ aðalráðstefna, október 2021.

2. Nefí 5

Ég get fundið hamingju í því að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists.

Hverja teljið þið vera merkingu þess að vera hamingjusamur? Nefí skrifaði að fólk hans lifði „eftir leiðum hamingjunnar“ (2. Nefí 5:27). Þið gætuð gætt að ákvörðunum sem Nefí og fólk hans tók sem hjálpuðu þeim að vera hamingjusöm (sjá t.d. 2. Nefí 5:6, 10–17). Hvað getur hjálpað ykkur að stuðla að hamingjuríku lífi, eins og fólk Nefís gerði?

2. Nefí 5:20–21

Hvaða bölvun var það sem kom yfir Lamanítana?

Á tíma Nefís var það bölvun Lamanítanna að „þeir voru útilokaðir úr návist [Drottins] … vegna misgjörða þeirra“ (2. Nefí 5:20–21). Það þýddi að andi Drottins dró sig í hlé úr lífi þeirra. Þegar Lamanítarnir tóku síðar á móti fagnaðarerindi Jesú Krists, „[fylgdi] bölvun Guðs … þeim ekki lengur“ (Alma 23:18).

Í Mormónsbók segir einnig að Lamanítarnir hafi verið auðkenndir með dökkri húð, eftir að þeir skildu við Nefítana. Fullnægjandi skilningur liggur ekki fyrir á eðli eða birtingu þessarar auðkenningar. Þetta aðgreindi Lamanítana upphaflega frá Nefítunum. Síðar, er Nefítar og Lamanítar fóru í gegnum tímabil ranglætis og réttlætis, varð þetta auðkenni marklaust.

Á okkar tíma staðfesta spámenn að dökk húð sé ekki auðkenni um guðlega vanþóknun eða bölvun. Russell M. Nelson forseti sagði: „Ég fullvissa ykkur um að staða ykkar frammi fyrir Guði ákvarðast ekki af hörundslit ykkar. Velþóknun eða vanþóknun Guðs er háð hollustu ykkar við Guð og boðorð hans en ekki hörundslit ykkar“ („Láta Guð ríkja,“ aðalráðstefna, október 2020).

Líkt og Nefí kenndi, þá „neitar [Drottinn] engum að koma til sín, hvorki svörtum né hvítum, ánauðugum né frjálsum, karli né konu, … allir eru jafnir fyrir Guði“ (2. Nefí 26:33).

Sjá einnig „Till We All Come in the Unity of the Faith“ (myndband), Gospel Library.

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

2. Nefí 3:6–24

Joseph Smith var spámaður.

  • Íhugið hvernig þið getið kennt börnum ykkar um hið mikla verk sem Guð kom til leiðar með Joseph Smith. Þið gætuð byrjað á því að hjálpa börnum ykkar að finna orðið „sjáandi“ í 2. Nefí 3:6 og útskýrt að spámenn séu kallaðir sjáendur af því að himneskur faðir gerir þeim mögulegt að sjá það sem við fáum ekki séð. Segið frá ástæðum þess að þið eruð þakklát fyrir að hafa sjáanda sem leiðir kirkjuna.

  • Í Trúarmyndabók eru nokkrar myndir sem þið gætuð notað til að kenna um það verk sem Guð kom til leiðar með Joseph Smith (sjá myndir 89–95). Látið börn ykkar miðla því sem þau vita um myndina. Af hverju er Joseph Smith kallaður „útvalinn sjáandi“? Hvað gerði Joseph Smith sem var „mikils virði“? (vers 7).

2. Nefí 4:15–355

Ég elska það „sem snertir Drottin.“

  • Það gerir okkur hamingjusöm? Íhugið að lesa vers í 2. Nefí 4 til að komast að því sem gerði Nefí hamingjusaman (sjá vers 15–16, 20–25, 34–35). Í boðskap sínum, „Þeir hlutir sem sálu minni tilheyra,“ miðlar öldungur Ronald A. Rasband sjö hlutum sem „snerta Drottin“ og eru honum dýrmætir (aðalráðstefna, október 2021). Þið gætuð ef til vill skoðað saman það sem hann skráði og rætt um það „sem Drottin snertir“ og ykkur er dýrmætt.

  • Í 2. Nefí 5 er líka sagt frá því sem hjálpaði Nefí að lifað „eftir leiðum hamingjunnar“ (vers 27). Þið gætuð sett fram einhver orð eða myndir sem tákna þessa hluti og hjálpað börnum ykkar að tengja þá við versin í kafla 5. Sum dæmi eru um fjölskylduna (vers 6), boðorð Guðs (vers 10), ritningarnar (vers 12), iðjusemi (vers 15 og 17), musteri (vers 16) og kirkjukallanir (vers 26). Hvernig færir þetta okkur hamingju?

2. Nefí 5:15–16

Musterið er hús Drottins.

  • Þegar þið lesið 2. Nefí 5:15–16 fyrir börn ykkar, gætu þau látist vera að hjálpa Nefí að byggja musteri. Þið gætuð líka sýnt þeim myndir af ólíkum byggingum, þar á meðal af musteri. Hvernig eru musterin ólík öðrum byggingum? Miðlið hvert öðru ástæðum þess að musterið er ykkur mikilvægt (sjá einnig „Musterið,“ Barnasöngbókin, 99).

Allar stundir geta verið kennslustundir. Lítið ekki á kennslu fjölskyldu ykkar eins og nokkuð sem þið gerið einu sinni í viku með formlegri lexíu. Lítið á hana sem nokkuð sem þið gerið öllum stundum.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Nefí byggir musteri

Musteri Nefís, eftir Michael T. Malm