Kom, fylg mér 2024
5.–11. febrúar: „Frjálst að velja frelsi og eilíft líf fyrir atbeina hins mikla meðalgöngumanns.“ 2. Nefí 1–2


„5.–11. febrúar: ‚Frjálst að velja frelsi og eilíft líf fyrir atbeina hins mikla meðalgöngumanns.‘ 2. Nefí 1–2,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2024)

„5.–11. febrúar. 2. Nefí 1–2,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2024)

Ljósmynd
Adam og Eva yfirgefa Edensgarðinn

Adam og Eva, eftir Douglas Fryer

5.–11. febrúar: „Frjálst að velja frelsi og eilíft líf fyrir atbeina hins mikla meðalgöngumanns“

2. Nefí 1–2

Hver væru lokaorð ykkar til þeirra sem þið elskið heitast, ef þið vissuð að líf ykkar væri á enda komið? Þegar spámaðurinn Lehí skynjaði að líf hans væri á enda komið, safnaði hann fjölskyldu sinni saman í síðasta sinn. Hann miðlaði því sem himneskur faðir hafði opinberað honum. Hann gaf vitnisburð sinn um Messías. Hann kenndi þeim sem hann elskaði sannleika fagnaðarerindisins. Hann ræddi um frelsi, hlýðni, fall Adams og Evu, endurlausn fyrir milligöngu Jesú Krists og gleði. Ekki völdu öll börn hans að lifa eftir því sem hann kenndi – ekkert okkar getur valið þessa kosti fyrir hönd ástvina okkar. Við getum þó kennt og vitnað um lausnarann, sem gerði okkur mögulegt að „velja frelsi og eilíft líf“ (sjá 2. Nefí 2:26–27).

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

2. Nefí 1:13–29

Ég get „vaknað … og risið úr duftinu.“

Gætið að orðunum sem Lehí notar í 2. Nefí 1:13–29 til að lýsa andlegu ástandi Lamans og Lemúels. Hvað hjálpar ykkur að vakna af andlegum „djúpum svefni“? Hvað hjálpar ykkur að hrista af ykkur andlega „hlekki“ í lífi ykkar? Hugsið um vitnisburð Lehís í versi 15 og boð hans í versi 23. Hver er boðskapur himnesks föður fyrir ykkur í þessum versum?

Notið sýnikennslu. Að nota sýnikennslu, hjálpar þeim sem læra að skilja sannleika fagnaðarerindisins og hafa hann lengur hugfastan. Þegar þið búið ykkur undir að kenna úr þessum Lexíudrögum, íhugið þá hvaða sýnikennslu þið gætuð notað. Dæmi: Ef til vill gæti pappírskeðja hjálpað nemendum að skilja orð Lehís í 2. Nefí 1:13 eða 2. Nefí 2:27.

2 Nefí 2

Ljósmynd
trúarskólatákn
Vegna Jesú Krists, er mér „frjálst að velja frelsi og eilíft líf.“

Fjölskylda Lehís var nú í nýju landi með fullt af möguleikum. Ákvarðanirnar sem þau tækju á þessum nýja stað yrðu mikilvægar fyrir farsæld og hamingju þeirra. Það er ef til vill ástæða þess að Lehí kenndi syni sínum Jakob um sjálfræði eða þann eiginleika að geta valið í 2. Nefí 2. Þegar þið lærið vers 11–30, skráið þá möguleg svör við þessum spurningum:

  • Af hverju er sjálfræði himneskum föður svo mikilvægt, jafnvel þótt sumir noti það á skaðlegan hátt?

  • Hvernig reynir andstæðingurinn að veikja eða eyðileggja sjálfræði okkar?

  • Hvernig hjálpar frelsarinn okkur að „velja frelsi og eilíft líf“? (vers 27)?

Hér er önnur leið til að læra um sjálfræði í 2. Nefí 2: Gætið að því sem er okkur nauðsynlegt til að hafa sjálfræði og ná guðlegum möguleikum okkar. Dæmi:

Hvað myndi gerast fyrir sjálfræði okkar, ef eitt eða fleira af þessu vantaði?

Hver hinna sex kafla í Til styrktar ungmennum: Leiðarvísi að ákvarðanatökum hefur að geyma „boð“ og „fyrirheitnar blessanir.“ Lesið einn þessara kafla og veljið fyrirheitna blessun sem þið vonist eftir í lífi ykkar. Hvaða boðs þarfnist þið til að gera það sem þarf til að hljóta þessa blessun? Íhugið að miðla einhverjum þeim blessunum sem þið hafið hlotið af því að bregðast við þessum boðum.

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Sjálfræði og Ábyrgð, ábyrgur, ábyrgðarskylda,“ Gospel Library; „Veldu rétt,“ Sálmar, nr. 98.

2. Nefí 2:1–4, 6–25

Guð getur umbreytt raunum mínum í blessanir.

Lehí var ljóst að hinn ungi sonur hans, Jakob, hafði þolað „þrengingar,“ „miklar raunir“ og „harðýðgi“ í bernsku (2. Nefí 2:1). Af hverju haldið þið að vitnisburður Lehís í 2. Nefí 2:1–3; 6–25 hafi verið Jakobi dýrmætur? Hvers vegna er hann ykkur mikilvægur? Gætið að orðum og orðtökum sem ykkur finnst einkar áhrifamikil. Hvernig hefur Guð helgað þrengingar ykkar, ykkur til góðs? (Sjá 2. Nefí 2:2.)

Sjá einnig Rómverjabréfið 8:28; Dale G. Renlund, „Ósanngirni sem vekur reiði,“ aðalráðstefna, apríl 2021.

2. Nefí 2:15–29

Fallið og friðþæging Jesú Krists eru nauðsynlegir þættir í áætlun himnesks föður.

Margir telja að fallið hafi aðeins verið harmleikur og að Adam og Eva hafi gert varanleg mistök með því að velja að eta af ávextinum. Í 2. Nefí 2:15–28 kennir Lehí meiri sannleika um fallið – og um endurlausn fyrir Krist. Þegar þið kannið þessi vers, skráið þá sannleika um það sem gerðist í Edensgarðinum. Spurningar sem þessar gætu hjálpað:

  • Af hverju var fallið nauðsynlegt?

  • Hvert var hlutverk Jesú Krists í að sigrast á áhrifum fallsins?

  • Hvernig hjálpar réttur skilningur á fallinu okkur að skilja betur þörf okkar fyrir Jesú Krist?

Sjá einnig Dallin H. Oaks, „The Great Plan of Happiness,“ Ensign, nóv. 1993, 72–75.

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Jesús Kristur

Hjarta yðar skelfist ekki, eftir Howard Lyon

Hugmyndir fyrir kennslu barna

2. Nefí 1:13, 15, 23

Jesús Kristur hjálpar mér að sigrast á áhrifum syndar.

  • Til að hjálpa börnum ykkar að skilja boð Lehís um að „hrista af ykkur hlekki“ syndar, gætuð þið ef til vill unnið saman að því að búa til pappírskeðju. Á pappírshlekkina gætu börn ykkar hjálpað ykkur skrifa á þá það sem Satan gerir til að freista okkar. Þið gætuð síðan lesið saman 2. Nefí 1:13, 15, 23, er þau leika einhver orðtakanna í þessum versum – þar með talið að hrista af sér pappírskeðjuna. Hvernig er synd eins og hlekkir? Hvernig hjálpar Jesús okkur að „hrista af okkur hlekki“ syndar?

2. Nefí 1:20

Ég hlýt blessanir þegar ég hlýði boðorðum Guðs.

  • Gæti það hjálpað börnum ykkar að líkja boðorðum Guð við skó, hatt, hanska eða annað sem verndar okkur? Þið gætuð ef til vill leyft þeim að klæða sig í þetta er þið ræðið um hvernig boðorðin vernda okkur. Þið gætuð síðan lesið 2. Nefí 1:20 og lagt áherslu á að okkur muni „vegna vel“ (erum blessuð með vernd) þegar við höldum boðorðin. Segið frá upplifun þar sem þið voruð blessuð eða vernduð af því að hlýða boðorðunum.

  • Til að útskýra muninn á því að vegna vel og að vera útilokaður úr návist Guðs (sjá 2. Nefí 1:20), gætuð þið og börn ykkar skoðað heilbrigða plöntu og blað eða afleggjara sem hefur verið klipptur af plöntunni. Börn ykkar gætu síðan rifjað upp ákvarðanirnar sem Nefí og bræður hans tóku (sjá 1. Nefí 2:11–16; 3:5–7; 18:9–11). Hver var niðurstaða þessara ákvarðana? Hvaða valkostir hjálpa okkur að viðhalda sambandi okkar við Guð?

2. Nefí 2:11, 16, 27

Guð gaf mér frelsi til að velja.

  • Til að hjálpa börnum ykkar að skilja það sem Lehí kenndi um andstæður og valkosti, gætuð þið farið í leik þar sem þið segið orð (svo sem ljós) og börn ykkar segja andstæðuna (myrkur). Hjálpið þeim að læra ástæðu þess að andstæður eru hluti af áætlun Guðs, er þið lesið saman 2. Nefí 2:11, 16. Þið gætuð síðan sagt sögur um börn sem er freistað til að taka ranga ákvörðun. Börn ykkar gætu sagt frá því hver andstæða hinnar röngu ákvörðunar er og leikið það.

  • Til að læra muninn á milli „frelsis“ og „ánauðar“ (2. Nefí 2:27), gætu börn ykkar teiknað mynd af dýri í búri og dýri í náttúrulegu umhverfi sínu. Hvaða dýr er frjálst? Bjóðið börnum ykkar að benda á rétta mynd þegar þið lesið orðið „frjáls“ í 2. Nefí 2:27. Berið vitni um að Jesús Kristur geri okkur frjáls.

  • Syngið söng eins og „Veldu rétt,“ (Sálmar, nr. 98). Hvað lærum við af þessum söng um að taka ákvarðanir?

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Fjölskylda Lehís krýpur á ströndinni

Lehí og fjölskylda hans koma í nýja heiminn, eftir Clark Kelley Price