2023
Hjálp og von frá aðalráðstefnu
Mars 2023


„Hjálp og von frá aðalráðstefnu,“ Líahóna, mars 2023.

Frá Síðari daga heilögum

Hjálp og von frá aðalráðstefnu

Ég bjóst aldrei við að heyra heila aðalráðstefnuræðu tala nákvæmlega um það sem ég var að upplifa.

Ljósmynd
fjölskylda að borða saman í eldhúsi

Ljósmynd af höfundi og fjölskyldu hennar, eftir Cody Bell

Eftir fæðingu fyrsta barnsins míns, þjáðist ég af fæðingarþunglyndi. Þetta var yndislegur tími í lífi mínu, vegna þess að ég átti son, en ég gat ekki fyllilega upplifað gleðina að eignast barn, því ég var svo þunglynd.

Á þessum erfiðu tímum, bað ég mikið til himnesks föður. Ég bað hann að hjálpa mér að komast í gegnum þessa erfiðu raun. Þegar aðalráðstefnan fór að nálgast það haustið, bað ég þess líka að geta fundið huggun frá ræðum leiðtoga kirkjunnar.

Þegar ég hlustaði á ræðurnar á fyrsta hluta aðalráðstefnunnar, tók ég að finna fyrir hughreystingu. Öldungur Jeffrey R. Holland, í Tólfpostulasveitinni, ræddi síðan um þunglyndi í öðrum hlutanum. Hann sagði að þunglyndi gæti fengið okkur til líða „sem ónýtt ker“1 (Sálmarnir 31:13). Ég bjóst aldrei við að heyra heila ræðu um nákvæmlega það sem ég var að upplifa.

Þetta var sérstök stund fyrir mig. Ræðan hjálpaði mér að skilja að himneskur faðir elskaði mig og væri meðvitaður um mig. Hann skildi hvað ég var að ganga í gegnum. Hann vildi hjálpa mér og vekja mér von. Hann gerði það með orðum öldungs Hollands.

Heimildir

  1. Sjá Jeffrey R. Holland, „Sem ónýtt ker,“ aðalráðstefna, október 2013.