2023
Hvað merkir það að halda hvíldardaginn heilagan?
Mars 2023


„Hvað merkir það að halda hvíldardaginn heilagan?“ Líahóna, mars 2023.

Kom, fylg mér

Matteus 12

Hvað merkir það að halda hvíldardaginn heilagan?

Ljósmynd
Jesús og fleiri á kornakri

Gegnum kornakrana, eftir W. Paget © Providence Collection / með leyfi frá Goodsalt.com

Russell M. Nelson forseti segir frá því hvernig hann, sem ungur maður, kannaði lista yfir það sem ætti að gera eða ekki gera á hvíldardegi. Hann lærði síðar í ritningunum að verk hans og viðhorf á hvíldardegi væru teikn á milli hans og himnesks föður (sjá 2. Mósebók 31:13).

Hann sagði: „Þegar mér bættist sá skilningur, þá þurfti ég ekki lista yfir það sem á að gera og ekki gera. Þegar ég þurfti að taka ákvörðun um hvort eitthvað væri viðeigandi eða ekki á hvíldardegi, þá spurði ég einfaldlega sjálfan mig: ,Hvaða teikn vil ég gefa Guði?‘“ („Hvíldardagurinn er feginsdagur,“ aðalráðstefna, apríl 2015).

Verkefni

Lesið kenningar Krists um hvíldardaginn í Matteusi 12:1–13; sjá einnig Jesaja 58:13 og Kenningu og sáttmála 59:9–13. Fyllið út töfluna með reglunum sem þið finnið í þessum kenningum. Ræðið sem fjölskylda um það hvernig þið gætuð tileinkað ykkur þessar kenningar í dag. Þið getið skrifað hugsanir ykkar í dálkinn „Nútímatileinkun.“

Kenningar Jesú

Nútímatileinkun