2022
Hvað gerist á kirkjusamkomum á sunnudögum?
Júní 2022


„Hvað gerist á kirkjusamkomum á sunnudögum?,“ Líahóna, júni 2022

Mánaðarlegur boðskapur: Líahóna, júní 2022

Hvað gerist á kirkjusamkomum á sunnudögum?

Ljósmynd
Tvær konur að faðmast

Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu koma saman hvern sunnudag til að tilbiðja Guð og kenna hverju öðru fagnaðarerindi Jesú Krists. Allir eru velkomnir og meðlimir fá tækifæri til að biðja, flytja ræður og kenna lexíur ef þá langar til. Þessar samkomur hjálpa meðlimum að styrkja hver annan í trú og „[tengja] hjörtu þeirra … böndum einingar og elsku“ (Mósía 18:21).

Ljósmynd
drengur í hjólastól að bera út sakramentið

Sakramentissamkoma

Meðlimir deildarinnar eða greinarinnar koma saman hvern sunnudag fyrir sakramentissamkomu. (Þeim sem tilheyra ekki trú okkar er einnig velkomið að mæta.) Sakramentið er borið til meðlima á þessari samkomu til að hjálpa þeim að minnast Jesú Krists (sjá greinina Gospel Basics (Grunnatriði fagnaðarerindisins) frá apríl, 2022 fyrir frekari upplýsingar um sakramentið). Á þessum samkomum eru einnig bænir, tilbeiðslutónlist og ræður sem meðlimir flytja um fagnaðarerindi Jesú Krists.

Ljósmynd
tvær stúlkur brosa í kirkju

Aðrar samkomur

Eftir sakramentissamkomu skiptast meðlimirnir niður í bekki og sveitir. Börn 18 mánaða til 11 ára koma saman í Barnafélaginu. Fyrsta og þriðja sunnudag hvers mánaðar fara allir aðir meðlimir í sunnudagaskóla. Annan og fjórða sunnudaginn mæta þeir á Líknarfélags-, Stúlknafélags eða prestdæmisfundi.

bænir

Bænir eru fluttar af meðlimunum í kirkju. Bænirnar eru einfaldar og eru leiddar af heilögum anda. Meðlimir nota orð sem bera vott um kærleika og virðingu gagnvart himneskum föður. Þar má nefna fornöfnin yður, yðar og þér þegar beðið er til hans (ekki viðeigandi á íslensku)

Ræður

Meðlimur forsætisráðs deildar eða greinar biður meðlimi um að flytja ræður á sakramentissamkomu. Þessar ræður snúast um fagnaðarerindi Jesú Krists. Ræðumenn nota ritningarnar og orð leiðtoga kirkjunnar er þeir undirbúa ræður sínar. Þeir gefa einnig vitnisburð um blessanir lögmála fagnaðarerindisins í lífi þeirra.

Lexíur

Eftir sakramentissamkomu læra meðlimir um fagnaðarerindið í minni bekkjum. Lexíurnar kunna að vera um ritningarnar, kenningar frá aðalráðstefnu eða önnur málefni. Jafnvel þó að kennarinn leiði lexíuna þá er þetta ekki fyrirlestur. Allir meðlimir bekkjarins geta viðrað hugsanir sínar um efnið.

Ljósmynd
maður talar frá ræðupúlti í kirkju

Vitnisburður

Einu sinni í mánuði er vitnisburðasamkoma á sakramentissamkomu. Yfirleitt er það fyrsta sunnudag mánaðarins. Á þessari samkomu geta meðlimir gefið vitnisburð sinn um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans. Að gefa vitnisburð sinn þýðir að tala um sannleika fagnaðarerindisins eins og heilagur andi innblæs.

Undirbúningur

Meðlimir undirbúa sig fyrir sunnudagssamkomur með bæn, lestri ritninganna og með því að vera reiðubúnir að meðtaka innblástur frá heilögum anda. Ef þið eruð beðin að flytja ræðu eða kenna lexíu, hugleiðið það þá með bæn í huga, hvernig þið getið kennt reglur fagnaðarerindisins. Notið ritningarnar. Gefið vitnisburð um sannleika. Kirkjuleiðtogar ykkar geta hjálpað ykkur við undirbúninginn, ef þörf gerist.