2022
Sakramentið: Leið til að minnast frelsarans
Apríl 2022


„Sakramentið: Leið til að minnast frelsarans, Líahóna, apr. 2022.

Líahóna: Mánaðarlegur boðskapur, apríl 2022

Sakramentið: Leið til að minnast frelsarans

Ljósmynd
placeholder altText

Síðasta kvöldmáltíðin, eftir Simon Dewey

Kvöldið áður en Kristur var krossfestur kom hann saman með postulum sínum við hina síðustu kvöldmáltíð. Þar veitti hann þeim sakramentið í fyrsta sinn. Hann útskýrði að þetta væri leið fyrir þá til að minnast hans. Sakramentið er helgiathöfn þar sem við meðtökum brauð og vatn til minningar um friðþægingu Krists. Brauðið er tákrænt fyrir líkama Krists og vatnið fyrir blóð hans.

Við meðtökum sakramentið á hverjum sunnudegi á sakramentissamkomum. Við syngjum sálm á meðan að prestdæmishafar brjóta brauðið í smáa bita.

Prestdæmishafarnir sem brjóta brauðið fara með sérstakar bænir. Það má finna þessar bænir í Kenningu og sáttmálum 20:77, 79. Bænirnar minna okkur á það sem við höfum lofað himneskum föður og hvað hann hefur lofað okkur.

Aðrir prestdæmishafar bera út sakramentið til meðlima deildarinnar eða greinarinnar. Þegar við meðtökum sakramentið, minnumst við frelsarans og fórnar hans fyrir okkur. Við lofum áfram að halda sáttmálana (loforðin) sem við höfum gert við himneskan föður.

Ljósmynd
stúlka meðtekur brauð á sakramentissamkomu

Við sýnum lotningu á meðan sakramentið er blessað og borið út. Það er stund fyrir okkur til að hugleiða líf Jesú Krists, kenningar hans og friðþægingu. Við getum einnig íhugað hvernig við getum fylgt fordæmi hans.