2022
Mikilvægi þess að hljóta gjafir andans
Júní 2022


Boðskapur svæðisleiðtoga

Mikilvægi þess að hljóta gjafir andans

Á aðalráðstefnu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í apríl 2020, þar sem tvö hundruð ára afmæli fyrstu sýnarinnar var fagnað, kynnti Russel M. Nelson forseti táknmynd sem táknaði miðlæga stöðu Jesú Krists í kirkju sinni 1 . Þessi táknmynd innihélt nafn kirkjunnar í hornsteini, sem gefur til kynna að Jesús Kristur er aðalhyrningarsteinninn. Á táknrænan hátt stendur Jesús Kristur undir boga og minnir okkur á hinn upprisna frelsara sem kemur úr gröfinni á þriðja degi eftir krossfestingu sína. Í miðri táknmyndinni er mynd af marmarastyttunni „Kristus“ eftir Thorvaldsen, sem mótuð var árið 1820 og sýnir hinn upprisna, lifandi Drottin með opinn kærleiksríkan faðm fyrir öll börn sín sem vilja koma til hans. Ég hef séð upprunalegu styttuna í Kaupmannahöfn og fleiri styttur sem prýða lóðir og gestamiðstöðvar í musterum í Evrópu og verð alltaf snortin af hinum útréttu örmum sem bjóða mér í faðm Krists. Sárin á höndum og fótum hans minna mig á gjaldið sem hann galt fyrir að koma mér heim.

Þær eru ótal margar gjafirnar sem faðir okkar á himnum vill að við öðlumst til að tryggja ferðina heim í kærleiksríkan faðm hans 2 , 3 , 4 .

Ég man eftir reynslu með nýjum trúboðsfélaga. Fyrstu dagana hélt ég að ég myndi vita betur. Þegar við hugðumst tala saman bað hann mig um að fara með bæn. Ég minnist glögglega þess friðar og kærleika sem ég fann fyrir í upphafi bænarinnar, sem var næstum yfirþyrmandi og ég heyrði sjálfan mig segja hversu leitt mér þætti að hafa verið svo hrokafullur og óvinsamlegur og ég bað félaga minn fyrirgefningar. Þetta breytti öllu sambandi okkar. Ég veit ekki nákvæmlega hvaða gjöf ég hlaut, en ég varðveitti hana sem ljúfa miskunn frá Guði.

Við vitum að allir hafa ekki sérhverja gjöf, en öll höfum við gjöf 5 og þessar gjafir eru gefnar okkur, ekki sem tákn, heldur sem leið til að hlíta okkar guðlega boði um að hjálpa til við samansöfnun Ísraels beggja vegna hulunnar 6 !

Guðleg leið til að sameina og margfalda blessanir gjafa okkar í þágu annarra er að leiðbeina og þjóna saman.

Hafið þið spurt ykkur sjálf að því hvaða gjafir myndu hjálpa ykkur að heiðra betur guðlega köllun ykkar í fjölskyldunni eða kirkjunni? Er það kærleiksgjöfin sem við viljum tileinka okkur í þágu ákveðins bróður eða systur 7 , eða hvernig við getum kennt betur börnum okkar eða sammeðlimum 8 ? Það eru óteljandi gjafir sem þörf er á og gefnar eru þeim sem leita.

Það er hins vegar engin tilviljun að í Kenningu og sáttmálum byrjar hinn afar langi listi yfir gjafir andans á tveimur gjöfum:

1. Gjöfinni að vita með heilögum anda að Jesús er sonur Guðs og lausnari okkar 9 .

2. Gjöfinni að trúa orðum þeirra, svo að þeir megi einnig eiga eilíft líf, séu þeir áfram staðfastir 10 .

Stundum finnst okkur ef til vill eitthvað vanta, ef við vitum ekki en trúum. Kæru systur mínar og bræður, vanmetið aldrei þá gjöf að trúa: Öldungur Jeffrey R. Holland staðfesti: „Af öllum ákafa sálar [sinnar] að trú er dýrmætt orð, enn jafnvel enn dýrmætari athöfn,“ og að maður þurfi aldrei að fyrirverða sig fyrir að „trúa aðeins 11 .“ Þótt við getum ekki enn trúað en höfum löngun til að trúa 12 , þá getur þetta verið upphafið að því að hljóta andlegar gjafir. Russell M. Nelson sagði: „Frelsari okkar og lausnari, Jesús Kristur, mun framkvæma einhver sinna máttugustu verka, frá þessum tíma fram að endurkomu sinni. Kæru bræður og systur…. Ég hvet ykkur eindregið til að auka andlegt atgervi ykkar til að hljóta opinberun.“ Við skulum öll leitast við að fylgja ákalli okkar ástkæra spámanns um að hljóta fleiri gjafir sem himneskur faðir okkar hefur fyrirbúið okkur. Þær munu hjálpa okkur að finna leiðina heim, þar sem hann bíður þess óðfús að taka okkur aftur í faðm sinni.

Heimildir

  1. Russel M. Nelson, Ljúka upp himnunum til liðsinnis, aðalráðstefna, apríl 2020.

  2. Moróní 10:8-18.

  3. 1. Korintubréf 12:1-12.

  4. K&S 46:11-33.

  5. K&S 46:11.

  6. General Handbook Chapter 1.2 [Almenn handbók, kafli 1.2]) The Work of Salvation and Exaltation.

  7. Moróní 7:46-48.

  8. Moróní 10:9-10.

  9. K&S 46:13.

  10. K&S 46:14.

  11. Jeffrey R.Holland, „Lord I believe“, aðalráðstefna, apríl 2013.

  12. Alma 32:27.