2008
Skýr og dýrmætur sannleikur
Mars 2008


Skýr og dýrmætur sannleikur

Við erum blessuð að hafa síðari daga ritningar auk Biblíunnar til að kenna okkur og bera vitni um Jesú Krist. Hér á eftir eru 25 sannleikskorn um frelsarann, ásamt viðeigandi ritningargreinum og kenningum síðari daga spámanna. (Í töflu þessari eru ekki allar kenningar um efnið. Sjá „Hinn lifandi Kristur: Vitnisburður postulanna tólf,“ á bls. 42 í þessu blaði, til frekari upplýsingar um efnið.)

Kenning

Biblían

Síðari daga ritningar og spámenn

1 Faðirinn, sonurinn og heilagur andi eru þrjár aðskildar og aðgreindar verur.

„Þrír eru þeir sem vitna í himninum: Faðirinn, orðið og heilagur andi, og þessir þrír eru eitt“ (1 Jóh 5:7; sjá einnig Matt 3:16–17; Post 7:55).

„Ég hef alltaf sagt Guðdóminn vera aðskildar verur, Jesú Krist aðskilinn og aðgreindan frá Guði föðurnum og heilagan anda aðskilda andaveru: Og þessir þrír eru aðgreindir og þrír Guðir“ (Joseph Smith, Teachings of Presidents of the Church: Joseph Smith [2007], 41–42).

2 Faðirinn og sonurinn hafa líkama af holdi og beinum; heilagur andi er aðskilin andavera.

„Þreifið á mér, og gætið að. Ekki hefur andi hold og bein eins og þér sjáið að ég hef“ (Lúk 24:39; sjá einnig 1 Mós 5:1; Jóh 14:9; Fil 3:21).

„Faðirinn hefur líkama af holdi og beinum, jafn áþreifanlegan og mannslíkaminn er, sonurinn einnig, en heilagur andi hefur ekki líkama af holdi og beinum, heldur er hann andavera. Væri ekki svo, gæti heilagur andi ekki dvalið í okkur“ (K&S 130:22; sjá einnig 3 Ne 11:13–15).

3 Hinir þrír sem skipa Guðdóminn eru algjörlega eitt í tilgangi.

„Heilagi faðir, varðveit þá í þínu nafni, því nafni, sem þú hefur gefið mér, svo að þeir verði eitt eins og við“ (Jóh 17:11).

„Þeir eru aðskildar verur, en eitt í tilgangi og viðleitni. Þeir eru sameinaðir, eru eitt í að framfylgja hinni stórfenglegu og guðlegu áætlun um sáluhjálp og upphafningu barna Guðs“ (Gordon B. Hinckley, „In These Three I Believe,“ Liahona, júlí 2006, 8; sjá einnig 3 Ne 11:27).

4 Verk Guðs er að gera ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika.

„En hefur nú birst við komu frelsara vors Krists Jesú. Hann afmáði dauðann, en leiddi í ljós líf og óforgengileika með fagnaðarerindinu“ (2 Tím 1:10; sjá einnig Jóh 3:16–17; 1 Kor 15:22; Hebr 9:11–12, 28).

„Því að sjá. Þetta er verk mitt og dýrð mín—að gjöra ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika“ (HDP Móse 1:39; sjá einnig K&S 29:43).

5 Jesús Kristur var í upphafi hjá föðurnum og er frumburðurinn.

„Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.

Hann var í upphafi hjá Guði“ (Jóh 1:1–2; sjá einnig Róm 8:29; Hebr 1:5–6).

„Í upphafi var ég hjá föðurnum og ég er frumburðurinn“ (K&S 93:21; sjá einnig 3 Ne 9:15; HDP Móse 2:26).

6 Himneskur faðir valdi Jesú Krist í fortilverunni til að vera frelsari okkar.

„[Kristur] var útvalinn, áður en veröldin var grundvölluð, en var opinberaður í lok tímanna vegna yðar“ (1 Pét 1:20; sjá einnig Op 13:8).

„En sjá, minn elskaði sonur, sem var minn elskaði og útvaldi frá upphafi, sagði við mig—Faðir, verði þinn vilji og þín sé dýrðin að eilífu“ (HDP Móse 4:2; sjá einnig Eter 3:14).

7 Jesús var skapari jarðarinnar, undir handleiðslu föður síns.

„Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er“ (Jóh 1:1–3; sjá einnig Jes 40:28; Kol 1:16).).

„Sjá! Ég er Jesús Kristur, sonur Guðs. Ég skapaði himnana og jörðina og allt, sem í þeim er“ (3 Ne 9:15; sjá einnig Mósía 3:8; HDP Móse 1:33).

8 Jesús Kristur er Jehóva Gamla testamentisins.

„Jesús sagði við þá: Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist, er ég“ (Jóh 8:58; sjá einnig 1 Mós 22:14; 1 Kor 10:1–4).

„Í hjörtum okkar er sterk og óhagganleg sannfæring um guðlegt hlutverk Drottins Jesú Krists. Hann var hinn mikli Jehóva Gamla testamentisins, skaparinn, sem með fulltingi föður síns, gerði alla hluti“ (Gordon B. Hinckley, „A Season for Gratitude,“ Liahona, des. 1997, 4; sjá einnig Abr 2:8).

9 Jesús er hinn eingetni föðurins í holdinu.

„Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, (og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum), fullur náðar og sannleika“ (Jóh 1:14; sjá einnig Jóh 3:16).

„Ég veit, að Jesús Kristur mun koma, já, sonurinn, hinn eingetni föðurins, fullur náðar og miskunnar og sannleika. Og sjá, það er hann, sem kemur til að bera burtu syndir heimsins, já, syndir sérhvers manns, sem staðfastlega trúir á nafn hans“ (Alma 5:48; sjá einnig Alma 9:26; K&S 93:11).

10 Jesús er mannkyni fullkomin fyrirmynd.

„Ég hef gefið yður eftirdæmi, að þér breytið eins og ég breytti við yður“ (Jóh 13:15; sjá einnig 1 Pét 2:21).

„Einn megintilgangur tilveru okkar, er að við tileinkum okkur ímynd hans, sem dvaldi syndlaus í holdinu—hreinn og flekklaus! Kristur kom ekki einungis til að friðþægja fyrir syndir heimsins, heldur einnig til að veita öllum mönnum fyrirmynd og staðfesta reglur og lögmál Guðs til fullkomnunar og hlýðni við föðurinn“ (Joseph F. Smith, Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph F. Smith [1998], 151; sjá einnig 2 Ne 31:16; 3 Ne 18:16).

11 Þegar Drottinn hóf jarðneska þjónustu sína stofnsetti hann kirkju sína.

„Og frá honum er sú gjöf komin, að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar.

Þeir eiga að fullkomna hina heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar“ (Ef 4:11–12; sjá einnig Matt 16:18; Lúk 6:13).

„Vér höfum trú á sama skipulagi og var í frumkirkjunni, þ.e. postulum, spámönnum, hirðum, fræðurum, guðspjallamönnum og svo framvegis“ (Trúaratriðin 1:6; sjá einnig 3 Ne 12:1).

12 Frelsarinn gaf líf sitt til að friðþægja fyrir syndir alls mannkyns.

„Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, úthellt fyrir marga til fyrirgefningar synda“ (Matt 26:28; sjá einnig Jes 53:5–6; 1 Jóh 2:1–2).

„Því að sjá, ég, Guð, hef þolað þetta fyrir alla, svo að þeir þurfi ekki að þjást, ef þeir iðrast— …

Þjáningu, sem varð þess valdandi, að ég, sjálfur Guð, æðstur allra, skalf af sársauka og blóð draup úr hverri svitaholu, og þjáðist bæði á líkama og í anda—og með hrolli óskaði ég þess að þurfa ekki að bergja þennan beiska bikar—

Dýrð sé föðurnum eigi að síður, og ég tæmdi hann og lauk undirbúningi mínum fyrir mannanna börn“ (K&S 19:16, 18–19; sjá einnig 1 Ne 11:32–33).

13 Aðeins Jesús var hæfur til að reiða gjaldið af höndum fyrir syndir okkar.

„Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss“ (Post 4:12).

„Hann var hæfur til að inna verk sitt af hendi vegna þess að hann var sonur Guðs og bjó yfir mætti Guðs… .

Engin dauðleg vera hafði mátt eða getu til að endurleysa alla dauðlega menn frá glötuðu og föllnu ástandi þeirra, né gat nokkur annar gefið eigið líf af sjálfsdáðum og þannig gert að veruleika alheims upprisu fyrir alla aðra dauðlega menn.

Aðeins Jesús Kristur var hæfur og fús til að inna af hendi slíkt endurleysandi kærleiksverk“ (Ezra Taft Benson, „Jesus Christ—Our Savior and Redeemer,“ Tambuli, des. 1990, 5; sjá einnig Alma 34:8–10).

14 Jesús hefur rofið helsi dauðans.

„En nú er Kristur upprisinn frá dauðum sem frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru“ (1 Kor 15:20; sjá einnig Jóh 14:19; 1 Kor 15:54).

„En til er dauði, sem kallast stundlegur dauði. Dauði Krists mun leysa viðjar þessa stundlega dauða, þannig að allir munu endurreistir frá þessum stundlega dauða“ (Alma 11:42; sjá einnig Mósía 16:7–8; Alma 22:14).

15 Jesús er frelsari okkar og lausnari heimsins.

„Vér höfum séð og vitnum, að faðirinn hefur sent soninn til að vera frelsari heimsins“ (1 Jóh 4:14; sjá einnig Lúk 2:11).

„Hann kemur í heiminn til að frelsa alla menn, vilji þeir hlýða á rödd hans. Því að sjá, hann ber þjáningar allra manna, já, þjáningar hverrar lifandi veru, bæði karla, kvenna og barna“ (2 Ne 9:21; sjá einnig K&S 66:1; HDP Móse 1:6).

16 Jesús er Messías Nýja testamentisins.

„Konan segir við hann: Ég veit, að Messías kemur það er Kristur. Þegar hann kemur, mun hann kunngjöra oss allt.

Jesús segir við hana: Ég er hann, ég sem við þig tala“ (Jóh 4:25–26; sjá einnig Lúk 4:16–21).

„Já, að jafnvel sex hundruð árum eftir að faðir minn yfirgaf Jerúsalem, mundi Drottinn Guð uppvekja spámann meðal Gyðinga—jafnvel Messías, eða með öðrum orðum frelsara heimsins“ (1 Ne 10:4; sjá einnig 2 Ne 2:26; HDP Móse 7:53).

17 Drottinn þjónaði meðal sinna „annarra sauða“ í Ameríku til forna.

„Ég á líka aðra sauði, sem eru ekki úr þessu sauðabyrgi. Þá ber mér einnig að leiða, þeir munu heyra raust mína. Og það verður ein hjörð, einn hirðir“ (Jóh 10:16).

„Og sannlega segi ég yður, að þér eruð þeir, sem ég talaði um, er ég sagði: Aðra sauði á ég, sem ekki eru úr þessu sauðabyrgi. Þá ber mér einnig að leiða, og þeir skulu heyra raust mína. Og það mun verða ein hjörð og einn hirðir“ (3 Ne 15:21; sjá einnig 3 Ne 19:2–3; 26:13, 15).

18 Jesús er milligöngumaður og málsvari okkar hjá föðurnum.

„Einn er Guð. Einn er og meðalgangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Kristur Jesús“ (1 Tím 2:5; sjá einnig 1 Jóh 2:1).

„Lyftið hjörtum yðar og gleðjist, því að ég er mitt á meðal yðar og er málsvari yðar hjá föðurnum“ (K&S 29:5; sjá einnig 2 Ne 2:27–28; K&S 45:3–5).

19 Drottinn er ljós og líf heimsins.

„Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins“ (Jóh 8:12; sjá einnig Sálm 27:1; Jóh 1:9).

„Því að sannlega segi ég yður, að ég er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn, ljós og líf heimsins—ljós, sem skín í myrkrinu, en myrkrið skynjar það ekki“ (K&S 45:7; sjá einnig Mósía 16:9; K&S 12:9).

20 Jesús megnar að liðsinna fólki sínu í vanmætti þess.

„Sjálfur hefur hann þjáðst og hans verið freistað. Þess vegna er hann fær um að hjálpa þeim, er verða fyrir freistingu“ (Hebr 2:18; sjá einnig Jes 53:5).

„Og hann mun líða dauða til að leysa helsi dauðans, sem fjötrar fólk hans. Og hann mun kynnast vanmætti þess, svo að hjarta hans fyllist miskunn samkvæmt holdinu, svo að hann megi vita í holdinu, hvernig fólki hans verður best liðsinnt í vanmætti þess“ (Alma 7:12; sjá einnig K&S 62:1).

21 Frelsarinn megnar að breyta mannlegu eðli.

„Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til“ (2 Kor 5:17; sjá einnig 1 Jóh 5:4).

„Undrast ekki, að allt mannkyn, já, karlar og konur, allar þjóðir, kynkvíslir, tungur og lýðir, þurfi að endurfæðast. Já, fæðast af Guði, hverfa úr viðjum holdlegs og fallins hlutskiptis í faðm réttlætisins, endurleyst af Guði og verða synir hans og dætur—

„Og á þennan hátt verða þau ný sköpun. Og án þess að gjöra þetta geta þau á engan hátt erft Guðs ríki“ (Mósía 27:25–26; sjá einnig Mósía 5:2, 7; Alma 5:14).

22 Drottinn hefur endurreist hina upprunalegu kirkju sína á síðari dögum.

„Og hann mun senda Krist, sem yður er fyrirhugaður, sem er Jesús.

Hann á að vera í himninum allt til þess tíma, þegar Guð endurreisir alla hluti, eins og hann hefur sagt fyrir munn sinna heilögu spámanna frá alda öðli“ (Post 3:20–21; sjá einnig Matt 17:11).

„Og einnig mættu þeir, sem þessi boð fengu, hljóta kraft til að leggja grundvöll þessarar kirkju og leiða hana fram úr móðu og úr myrkri, hina einu sönnu og lifandi kirkju á gjörvallri jörðunni, sem ég, Drottinn, er vel ánægður með“ (K&S 1:30; sjá einnig K&S 20).

23 Jesús stjórnar kirkju sinni með útvöldum spámönnum sínum.

„Þér eruð bygging, sem hefur að grundvelli postulana og spámennina, en Krist Jesú sjálfan að hyrningarsteini“ (Ef 2:20).

„Höfuð kirkjunnar er Drottinn Jesús Kristur. Þetta er hans kirkja, en hið jarðneska höfuð hennar er spámaður okkar“ (Gordon B. Hinckley, „The Church Is on Course,“ Ensign, nóv. 1992, 53; sjá einnig K&S 21:1–5).

24 Jesús mun dag einn koma aftur til jarðarinnar.

„Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins“ (Post 1:9–11; sjá einnig 1 Þess 4:16; Op 1:7).

„Því að ég mun opinbera mig frá himni í veldi og mikilli dýrð ásamt öllum herskörum himins og dvelja í réttlæti meðal manna á jörðu í þúsund ár, og hinir ranglátu munu ekki standa“ (K&S 29:11; sjá einnig K&S 34:6; HDP Móse 7:62–64).

25 Drottinn mun dæma heiminn með réttvísi.

„Hann hefur sett dag, er hann mun … dæma heimsbyggðina með réttvísi“ (Post 17:31; sjá einnig Sálm 9:8; Jes 11:3–4).

„Hver sá, sem iðrast og skírður er í mínu nafni, mun mettur verða. Og ef hann stendur stöðugur allt til enda, sjá, þá mun ég sýkna hann fyrir föður mínum á þeim degi, er ég stend og dæmi heiminn“ (3 Ne 27:16; sjá einnig K&S 19:1–3).