2008
TRÚ BARNS
Mars 2008


TRÚ BARNS

Ég einsetti mér að fara fótgangandi á stikuráðstefnu, ásamt syni mínum sem þá var 8 ára gamall, og tæki það mig um 30 til 40 mínútur. Að liðnum 20 mínútum uppgötvaði ég að ég vissi ekki lengur hver stefna okkar ætti að vera. Sonur minn, Elson, sem alltaf talar mikið, hafði sagt mér sögur af einhverju sem gerðist í skólanum eða á heimilinu. Ég bað hann að þagna um stund og útskýrði að ég þyrfti að hugsa málið, því ég óttaðist að við værum orðnir villtir.

Þegar hér var komið var sonur minn mér fordæmi um trú. Hann lagði til að við færum með bæn. Ég sem bjó yfir allri visku hinna fullorðnu (og var orðinn svolítið óþolinmóður vegna þess að ráðstefnan færi að hefjast) svaraði að ef hann vildi fara með bæn, gæti hann gert það—ég hugðist aftur á móti hugsa málið. Ég hugsaði með mér: „Það er sumt sem við þurfum ekki að leita til Drottins með og að finna leiðina til kapellunnar er eitt af því.“

Elson kenndi mér lexíu um auðmýkt, líkt og hann hefði lesið hugsanir mínar, og sagði: „Hvers vegna viltu endilega gera þetta svona erfitt?“ Þessu næst varð hann þögull og mér varð ljóst að í huga sínum og hjarta færi hann með bæn. Nokkrum mínútum síðar sáum við kapelluna og mér varð ljóst að hann hefði verið bænheyrður.

Við, sem Síðari daga heilagir, njótum blessana af því að vera þegnar kirkju Jesú Krists. Vitnisburður minn um sannleiksgildi hins endurreista fagnaðarerindis styrktist þegar mér varð ljóst að sonur minn, sem enn var aðeins barn, vissi hvernig virkja átti reglu trúar, og sýndi mér með fordæmi sínu hvernig lifa ætti eftir kenningum Jesú Krists.