Kirkjusaga
Réttur til að trúa og giftast


„Réttur til að trúa og giftast,“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland (2019)

„Réttur til að trúa og giftast,“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland

Réttur til að trúa og giftast

Þegar Magnús Kristjánsson og Þuríður Sigurðardóttir voru gefin saman í hjónaband vorið 1874 af greinarforseta sínum, Lofti Jónssyni, vissu þau ekki að hjónabandið væri ólöglegt. Samkvæmt íslenskum lögum máttu aðeins embættismenn lútersku kirkjunnar framkvæma hjónavígslu. Lúterski presturinn á staðnum neitaði að skrá hjónabandið og hjónin voru kærð til sýslumanns og hótað aðskilnaði.

Síðar sama ár veittu Danir Íslandi eigin stjórnarskrá sem heimilaði aukið trúfrelsi. Engu að síður vakti hið umdeilda hjónaband umræðu á Íslandi. Á staðnum sagði sýslumaðurinn sambúð þeirra hjóna „hneyksli“. Magnús neitaði ákveðið að skilja við Þuríði og sagðist vera „löghlýðinn íslenskur ríkisborgari,“ þar sem hann hefði átt frumkvæði að því að láta skrá hjónabandið. Auk þess áfrýjaði hann til landhöfðingjans og fullyrti að stjórnarskrárbundin réttindi hans hefðu verið brotin.

Að lokum var kveðinn upp konunglegur úrskurður, þar sem lýsti var yfir að sýslumaður gæti framkvæmt borgaralega hjónavígslu og að lúterskum presti væri skylt að skrá það. Af þessum sökum var fyrsta borgaralega giftingin á Íslandi framkvæmd 30. mars 1876 þegar Magnús og Þuríður gengu loks formlega í hjónaband. Þau voru hamingjusöm og trúföst í kirkjunni og varðveittu hjónabandsvottorð sitt frá 1876 allt sitt 34 ára hjónaband.