Kirkjusaga
Ísland: Yfirlit


„Ísland: Yfirlit,“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland (2019)

„Ísland: Yfirlit,“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland

Söguágrip kirkjunnar á

Íslandi

Ljósmynd
kort af Íslandi

Yfirlit

Guðmundur Guðmundsson og Þórarinn Hafliðason, fyrstu trúboðar Síðari daga heilagra sem boðuðu fagnaðarerindið á Íslandi, voru Íslendingar sem höfðu nýlega tekið trúna í Danmörku og farið aftur til heimalands síns árið 1851. Eftir ótímabært andlát Þórarins boðaði Guðmundur fagnaðarerindið einsamall í tæp tvö ár. Árið 1853 stofnaði hann grein í Vestmannaeyjum, þrátt fyrir ríkjandi andstöðu.

Þótt Íslendingar héldu áfram að ganga í kirkjuna, varð brottflutningur fólks til Norður-Ameríku stundum til þess að engin skipulögð grein var á Íslandi. Nýlegir trúskiptingar leiddu oft kirkjuna með aðstoð íslenskra meðlima sem sneru aftur sem trúboðar. Trúboð á Íslandi var aflagt í byrjun Fyrri heimsstyrjaldar.

Í lok Síðari heimsstyrjaldarinnar hafði kirkjan smám saman vaxið á Íslandi. Bandarískt herþjónustufólk, sem staðsett var nærri Keflavík, stofnaði fámennan söfnuð árið 1945 og tók að boða fagnaðarerindið. Nokkrum trúboðum frá trúboðinu í Kaupmannahöfn, Danmörku, var falið að fara aftur til Íslands árið 1975 og árið eftir var grein stofnuð í Reykjavík. Mormónsbók kom út á íslensku árið 1981 og fyrsta samkomuhúsið sem byggt var á Íslandi var vígt árið 2000. Grein var stofnuði á Selfossi árið 2007.

Þótt fjöldi kirkjumeðlima á Íslandi sé enn lítill, mynda íslenskir heilagir náið samfélag og viðurkenna að „líkaminn hefur … þörf fyrir hvern lim, svo að allir geti uppbyggst saman“ (Kenning og sáttmálar 84:110).

Nokkrar staðreyndir

  • Opinbert nafn: Iceland/Ísland

  • Höfuðborg: Reykjavík

  • Stærsta borgin: Reykjavík

  • Opinbert tungumál: Íslenska

  • Stærð lands: 102.775 km2 (39,682 mi2)

  • Kirkjusvæði: Evrópa

  • Trúboð: 1 (í trúboði kaupmannahafnar, Danmörku)

  • Söfnuðir: 2