Kirkjusaga
Ísland: Tímatal


„Ísland: Tímatal,“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland (2019)

„Ísland: Tímatal,“ Alþjóðlegar frásagnir: Ísland

Ísland: Tímatal

1851 • Vestmannaeyjar, ÍslandÍslendingarnir Guðmundur Guðmundsson og Þórarinn Hafliðason, sem höfðu verið skírðir í Danmörku, voru fyrstu trúboðarnir sem kallaðir voru til að boða fagnaðarerindið á Íslandi.

Maí 1851 • VestmannaeyjarBenedikt Hansson og eiginkona hans, Ragnhildur Stefánsdóttir, urðu fyrstu trúskiptingarnir sem skírðust á Íslandi. Skírn þeirra vakti mikla andstöðu á staðnum.

19. júní 1853 • VestmannaeyjarFyrsta greinin á Íslandi var stofnuð, með Guðmundi Guðmundssyni sem forseta.

1854 • Reykjavík, ÍslandSamúel Bjarnason, eiginkona hans, Margrét Gísladóttir, og Helga Jónsdóttir, fóru frá Íslandi og fluttu til Spanish Fork, Utah. Á næstu 60 árum voru hið minnsta 379 fleiri sem gerðu slíkt hið sama.

1858–72 • ÍslandEngir trúboðar voru sendir til Íslands og flutningur íslenskra heilagra til Ameríku stöðvaðist í raun.

Júlí 1873 • VestmannaeyjarMagnús Bjarnason og Loftur Jónsson fóru aftur til Íslands sem trúboðar. Frá 1873 til 1914 sneru 19 íslenskir trúboðar, sem höfðu flutt til Utah, aftur til að boða fagnaðarerindið í heimalandi sínu.

29. maí 1874 • VestmannaeyjarNý grein með átta meðlimum var stofnuð. Einar Eiríksson þjónaði sem greinarforseti næstu sex árin.

1879 • Spanish Fork, UtahÞremur árum eftir trúboð sitt á Íslandi skrifaði Þórður Diðriksson, innfæddur Íslendingur, fyrsta íslenska trúarritið, svo vitað sé um, er hét Aðvörunar- og sannleiksraust, sem var enn í notkun 100 árum síðar.

1880 • VestmannaeyjarEinar Eiríksson greinarforseti og 19 aðrir frá Vestmannaeyjum fluttu til Utah. Með brottför þeirra var síðustu eftirstandandi greininni á Íslandi lokað.

1883 • Kaupmannahöfn, DanmörkuKonungsráðið í Kaupmannahöfn lýsti yfir að ólöglegt væri að hindra trúboðsstarfsemi Síðari daga heilagra á Íslandi.

1885–87 • ReykjavíkTæplega 50 Íslendingar, fleiri en nokkru sinni áður á fyrstu öld kirkjunnar á Íslandi, létu skírast. Næstum allir þessir trúskiptingar fluttu til Utah, sem var hluti af stærri fólksflutningum, vegna sögulega kalds veðurs.

1906 • ReykjavíkTrúboðinn Loftur Bjarnason greindi frá því að allir meðlimir Reykjavíkurgreinar væru dyggilega að „greiða tíund sína og sinna almennum skyldum sínum.“ Líknarfélagið, hið fyrsta á Íslandi, var stofnað í Reykjavíkurgrein.

1914 • ÍslandÞegar Fyrri heimsstyrjöldin hófst var trúboð aflagt á Íslandi.

1930 • Ísland Trúboðarnir James C. Ostegar og F. Lynn Michelsen, frá danska trúboðinu, boða fagnaðarerindið á Íslandi.

29. apríl 1945 • Keflavík, ÍslandNATO hermenn, með aðsetur í Keflavík, skipulögðu kirkjuhóp, undir handleiðslu Farrells A. Munns.

1947 • KeflavíkHerþjónustugrein var stofnuði í Keflavík.

1966–73 • ÍslandKeflavíkurgrein bað fyrir því að trúboðar yrðu sendir til Íslendinga og kirkjuleiðtogar tóku að kanna hvort fýsilegt væri að senda trúboða aftur til Íslands.

23. mars 1974 • KeflavíkÞorsteinn Jónsson varð fyrsti Íslendingurinn til að láta skírast eftir Síðari heimsstyrjöld.

18. apríl 1975 • ReykjavíkÍslandsumdæmið í trúboði Kaupmannahafnar, Danmörku, var opnað af Byron T. Geslison frá Spanish Fork, Utah. Bryon og eiginkona hans, Melva, þjónuðu, ásamt tvíburasonum sínum, David og Daniel, sem báðir höfðu nýlega þjónað í trúboði í Asíu.

25. júlí 1976 • Keflavík, ÍslandÞegar fleiri Íslendingar tóku að sækja kirkju, fóru trúboðar að halda sunnudagssamkomur á íslensku.

8. ágúst 1976 • ReykjavíkGrein var stofnuð í Reykjavík, með Gary M. Boekweg sem forseta.

8. maí 1977 • ReykjavíkMaría Rósinkarsdóttir var kölluð sem fyrsti forseti Líknarfélagsins á Íslandi.

18. september 1977 • ReykjavíkÍ Öskjuhlíð, mitt í Reykjavík, vígði öldungur Joseph B. Wirthlin, sem þá var meðlimur hinna Sjötíu, Ísland til boðunar fagnaðarerindisins. Í kirkjunni í Reykjavík voru þá 56 meðlimir.

20. maí 1979 • VestmannaeyjarGerhard Guðnason og Hlynur Óskarsson voru kallaðir sem fyrstu greinartrúboðar nýrri tíma og þjónuðu í þrjá mánuði í Vestmannaeyjum.

15. júlí 1979 • ReykjavíkReykjavíkurgrein var sett undir íslenska stjórn, með köllun Þorsteins Jónssonar sem fyrsta innfædda greinarforseta Íslands.

1980 • ReykjavíkÞórstína Ólafsdóttir og Jóhann Karlsson voru fyrstu meðlimirnir sem bjuggu á Íslandi sem voru kallaðir sem trúboðar. Þau þjónuðu bæði í Kanada.

1981 • Reykjavík Mormónsbók, sem þýdd var af Sveinbjörgu Guðmundsdóttur og Halldóri Hansen, var gefin út. Þýðingar Sveinbjargar á Kenningu og sáttmálum og Hinni dýrmætu perlu voru gefnar út ári síðar.

10. janúar 1982 • ReykjavíkHelen Hreiðarsdóttir útskrifaðist úr trúboðsskóla yngri deildar, árdegisnám, og var fyrsti Íslendingurinn til að ljúka fjögurra ára trúarskólanámi yngri deildar.

Ágúst 1982, Lingfield, Englandi og Zollikofen, SvissPáll Ragnarsson og eiginkona hans, Klara, og sonur þeirra Ragnar, í fylgd Sveinbjargar Guðmundsdóttur, Þóru Reimarsdóttur og Ronalds Guðnasonar, ferðuðust til musteranna, bæði í London, Englandi, og í Bern, Sviss, sem var fyrsta musterisferð Íslendinga.

1. janúar 1983 • ReykjavíkPáll Ragnarsson, forseti Reykjavíkurgreinar, og Gunnar Óskarsson, ráðgjafi hans, fórust í fjallgönguslysi. Hörmulegt dauðsfall þeirra var hræðilegt áfall fyrir greinina.

17. september 1983 • ReykjavíkSamkomuhús í Reykjavík var vígt af öldungi David B. Haight. Í því voru gestamiðstöð, skírnarfontur og dreifingarmiðstöð í kjallaranum. Á annarri hæð voru þýðingar-, greinar- og umdæmisskrifstofur. Á þriðju hæð var kapella, kennslustofur og ættfræðibókasafn.

1. nóvember 1983 • ReykjavíkKirkjan var löglega viðurkennd á Íslandi. Öldungur Robert D. Hales, er þá var meðlimur hinna Sjötíu, var viðstaddur athöfnina, sem gerði hana opinbera. Skírnir og giftingar voru nú viðurkenndar og skráðar af íslenskum stjórnvöldum.

3. ágúst 1986 • ReykjavíkGuðmundur Sigurðsson varð fyrsti forseti Íslandsumdæmis.

1. nóvember 1987 • Akureyri, ÍslandÖnnur íslenska greinin var stofnuð, þar sem Gerhard Guðnason var studdur sem forseti.

Mars 1988 ReykjavíkSamkomulag náðist um að senda þáttinn Tónlist og talað orð á íslensku í útvarpi án endurgjalds.

14. ágúst 1988 • ReykjavíkHorft var á myndband af aðalráðstefnu kirkjunnar í fyrsta sinn með íslenskum texta.

15. október 1989 • ReykjavíkRussell M. Nelson forseti, sem þá þjónaði í Tólfpostulasveitinni, talaði á ráðstefnu Íslandsumdæmis og veitti postullega blessun um að Ísland yrði „ljós fyrir allan heiminn.“

Júní 1991, Salt Lake City, UtahSveinbjörg Guðmundsdóttir og Guðmundur Sigurðsson luku þýðingu musterisgjafarinnar á íslensku. Árið 1995 var hún fyrst tekin upp til notkunar í musterum.

Júní 1995, Lingfield, EnglandÞrjátíu og átta íslenskir meðlimir vörðu viku í musterinu í London, Englandi, sem var fjölmennasta musterisferð Íslands.

30. júní 2000 • VestmannaeyjarÍslenska félagið í Utah gaf minnisvarða til að heiðra Íslendingana sem fluttu til Ameríku á árunum 1854 til 1914. Minnisvarðinn var vígður í viðurvist kirkjunnar og embættismanna stjórnvalda.

4. júlí 2000 • Garðabær, ÍslandNýbyggt samkomuhús Síðari daga heilags var vígt af öldungi William Rolfe Kerr, einum hinna Sjötíu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var viðstaddur vígsluathöfnina.

11. september 2002 • ReykjavíkEftir að hafa heimsótt Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, hitti Gordon B. Hinckley forseti kirkjumeðlimi og gesti.

2006 • ReykjavíkÍslandsumdæmi var aflagt vegna yfirvofandi lokunar herstöðvarinnar í Keflavík.

28. janúar 2007 • Garðabær, ÍslandSelfossgrein var skipulögð, með Bárði Gunnarssyni sem forseta.

18. nóvember 2010 • ÍslandÍslendingurinn Kristján Mathiesen var kallaður sem fyrsti ráðgjafi í trúboði Kaupmannahafnar, Danmörku.