2010–2019
„Ég hef gefið yður eftirdæmi“
Apríl 2014


„Ég hef gefið yður eftirdæmi“

Stórkostlegasta fordæmið sem gengið hefur á jörðinni er frelsari okkar, Jesús Kristur. …Hann býður okkur að fylgja hinu fullkomna fordæmi sínu.

Á sama tíma og ég hef íhugað skyldu mína til að deila fagnaðarerindinu, þá hef ég hugleitt þá ástvini hvers ljúfu áhrif hafa hjálpað mér að finna hinn guðdómlega veg sem hefur stuðlað að andlegri þróun minni. Á mikilvægum stundum í lífi mínu hefur himneskur faðir blessað mig með einhverjum sem unni mér nægilega til leiðbeina ákvarðanatökum mínum í viðeigandi átt. Þeir virtu orð frelsarans: „Ég hef gefið yður eftirdæmi, að þér breytið eins og ég breytti við yður.“1

Þegar ég var barn þá var faðir minn ekki þegn kirkjunnar og móðir mín var lítt virk. Við bjuggum í Washington, D.C: og foreldrar móður minnar bjuggu í Washington ríki, rúmlega 4000 km í burtu. Nokkrum mánuðum eftir að ég varð átta ára ferðaðist Whittle amma þvert yfir landið til að heimsækja okkur. Amma hafði áhyggjur af því að hvorki ég né eldri bróðir minn höfðum verið skírðir. Ég veit ekki hvað hún sagði við foreldra mína varðandi þetta, en ég veit að einn morgun fór hún með mig og bróður minn í almenningsgarð einn og deildi með okkur tilfinningum sínum um mikilvægi þess að skírast og að sækja kirkjusamkomur reglulega. Ég man ekki nákvæmlega hvað hún sagði en orð hennar kveiktu eitthvað í hjarta mér og fljótlega vorum við bræðurnir skírðir.

Amma hélt áfram að styðja okkur. Ég man að í hvert skipti sem við bræðurnir áttum að tala í kirkju þá hringdum við í hana til að fá hugmyndir. Nokkrum dögum seinna birtist handskrifuð ræða í póstinum. Seinna breyttust hugmyndir hennar í drög sem krafðist aðeins meira af okkur.

Amma notaði rétt hlutföll af hugrekki og virðingu til að koma föður okkar í skilning um mikilvægi þess að keyra okkur á kirkjusamkomurnar okkar. Á allan viðeigandi máta, þá hjálpaði hún okkur að skynja nauðsyn þess að hafa fagnaðarerindið í lífi okkar.

Það sem mikilvægara var, þá vissum við að amma elskaði okkur og að hún unni fagnaðarerindinu. Hún var stórkostlegt fordæmi! Ég er svo þakklátur fyrir þann vitnisburð sem hún deildi með mér þegar ég var mjög ungur. Áhrif hennar breytti stefnu lífs míns eilíflega til góðs.

Seinna, þegar ég var um það bil að útskrifast úr háskóla, felldi ég hug til fallegrar ungrar konu að nafni Jeanene Watkins. Ég taldið að hún væri einnig við það að öðlast dýpri tilfinningar til mín. Kvöld eitt vorum við að tala um framtíðina og hún náði að flétta setningu inní umræðuna sem breytti lífi mínu til frambúðar. Hún sagði: „Þegar ég giftist þá verður það í musterinu, og það trúföstum manni sem hefur þjónað í trúboði.“

Ég hafði ekki hugsað mikið um trúboð fram að þessu. Áhugi minn á því að íhuga trúboðsstarf breyttist á áhrifamikinn hátt þetta kvöld. Ég fór heim og ekkert annað komst að í huga mínum. Ég vakti alla nóttina. Ég gat ekki einbeitt mér að námi mínu næsta dag. Eftir margar bænir tók ég þá ákvörðun að ræða við biskupinn og að hefja umsóknarferilinn fyrir trúboð.

Jeanene bað mig aldrei að þjóna í trúboði fyrir sig.Hún elskaði mig nægilega mikið til að deila með mér sannfæringu sinni og gaf mér svo tækifæri til að finna stefnuna í mínu eigin lífi. Við þjónuðum bæði í trúboði og seinna vorum við innsigluð í musterinu. Hugrekki Jeanene og hollusta við trú hennar breytti öllu í lífi okkar saman. Ég er sannfærður um að við hefðum ekki fundið þá hamingju sem við upplifum, án hennar sterku trúar á það lögmál að þjóna Drottni fyrst. Hún er dásamlegt, réttlátt fordæmi.

Bæði Whittle amma og Jeanene elskuðu mig nægilega mikið til að deila sannfæringu sinni um að helgiathafnir fagnaðarerindisins og þjónusta við himneskan föður myndu blessa líf mitt. Hvorug neyddi mig né gaf mér samviskubit yfir því hver ég væri. Þær elskuðu mig einfaldlega og unnu himneskum föður. Báðar vissu þær að hann gæti gert meira úr lífi mínu en ég gæti sjálfur gert. Af hugrekki hjálpuðu þær mér báðar að finna veg hinnar æðstu hamingju.

Hvernig getum við haft eins þýðingarmikil áhrif? Við verðum að vera viss um að við elskum einlæglega þá sem við viljum aðstoða í réttlæti; svo að þau geti þroskað með sér traust á elsku Guðs. Hvað marga varðar þá er fyrsta áskorunin í því að meðtaka fagnaðarerindið, að þroska með sér trú á himneskum föður, sem elskar þá fullkomnlega. Það er auðveldra að þroska með sér þá trú þegar fólk á vini og fjölskyldu sem elskar þau á samskonar hátt.

Það getur hjálpað þeim að þroska með sér trú á kærleika Guðs, ef við veitum þeim traust á ást okkar. Ef þið, á kærleiksríkan hátt, deilið með þeim lexíum sem þið hafið lært, reynslu sem þið hafið upplifað og reglum sem þið hafið fylgt og hafa hjálpað ykkur að finna lausnir á ykkar vandamálum, þá mun líf þeirra verða blessað. Sýnið einlægan áhuga á velferð þeirra; deilið því næst vitnisburði ykkar á fagnaðarerindi Jesú Krists.

Þið getið veitt aðstoð á þann máta sem grundvallast í lögmáli og kenningu. Hvetjið ástvini ykkar til að leita skilnings á því sem Drottinn myndi vilja að þeir gerðu. Ein leið til þess er að spyrja spurninga sem fær þá til að hugsa og gefið þeim svo nægilegan tíma - hvort heldur það eru klukkutímar, dagar, mánuðir eða jafnvel lengri tími - til að íhuga og leita svara fyrir sig sjálfa. Þið þurfið kannski að aðstoða þá við að biðja og svo aftur við að þekkja bænasvör þeirra. Hjálpið þeim að skilja að ritningarnar eru nauðsynleg uppspretta til að meðtaka og bera kennsl á þessi svör. Á þann hátt munið þið hjálpa þeim við að búa sig undir tækifæri og áskoranir framtíðar.

Markmið Guðs er að „að gjöra ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika.“2 Það er grundvöllur alls sem við gerum. Stundum verðum við svo upptekin af því sem okkur finnst gaman að gera, eða verðum svo gagntekin af daglegum skylduverkum, að við missum sjónar af viðfangsefnum Guðs. Um leið og þið beinið athygli ykkar að grundvallaratriðunum í lífi ykkar, þá munið þið öðlast skilning á því sem þið eigið að gera og þið munið ávaxta betur fyrir Drottinn og finna meiri hamingju fyrir ykkur sjálf.

Þegar þið beinið sjónum ykkar að grundvallaratriðum sáluhjálpar, þá getið þið betur einbeitt ykkur að því að deila því sem þið vitið því að skilningur ykkar á mikilvægi helgiathafna fagnaðarerindisins verður meiri. Þið munið deila því sem þið vitið á þann hátt að það hvetur vini ykkar til að vilja styrkjast andlega. Þið munið hjálpa ástvinum ykkar við að finna löngun til að skuldbinda sig, hlýða öllum boðorðum hans og að taka á sig nafn Jesú Krists.

Munið að trúskipti einstaklingsins er einungis hluti verksins. Leitist ávallt við að styrkja fjölskyldurnar. Kennið með sýn á mikilvægi þess að fjölskyldur verði innsiglaðar í musterinu. Fyrir sumar fjölskyldur getur það tekið mörg ár. Þannig var það með foreldra mína. Mörgum árum eftir að ég skírðist þá skírðist faðir minn og síðar var fjölskylda mín innsigluð í musterinu. Faðir minn þjónaði sem innsiglari í musterinu og móðir mín þjónaði þar með honum. Þegar innsiglunarathöfn musterisins verður að hugsjón, munið þið hjálpa til við að byggja upp ríki Guðs á jörðu.

Munið að kærleikurinn er sá kröftugi grunnur sem er nauðsynlegur til að hafa áhrif á þá sem þið viljið hjálpa. Áhrif Whittle ömmu og eiginkonu minnar, Jeanene, hefðu verið ómælanleg, ef ég hefði ekki vitað að þær elskuðu mig og vildu mér allt hið besta í lífinu.

Treystið þeim, segir sá sem þekkir þennan kærleik.. Í sumum tilfellum þá getur verið erfitt að treysta, en finnið einhverja leið til þess. Börn himnesks föður geta gert ótrúlega hluti þegar þau finna að þeim er treyst. Hvert og eitt barna Guðs í þessum heimi, valdi áætlun frelsarans. Treystið því þau velji hana aftur, sé þeim gefið tækifæri til þess.

Deilið þeim kenningum sem hjálpa ástvinum ykkar að halda áfram á veginum til eilífs lífs. Munið að við þroskumst öll skref fyrir skref. Þið hafið fylgt því sama mynstri í skilningi ykkar á fagnaðarerindinu. Þegar þið deilið fagnaðarerindinu, hafið þá skilaboðin einföld.

Vitnisburður ykkar um friðþægingu Jesú Krists er kröftugt verkfæri. Meðfylgjandi verkfæri eru bænin, Mormónsbók og hinar ritningarnar og skuldbinding ykkar við helgiathafnir prestdæmisins. Allt þetta mun greiða leið fyrir andann sem er áríðandi fyrir ykkur að treysta á.

Til þess að hafa áhrif og til að gera eins og Kristur gerði,3 einbeitið ykkur þá að þessum grundvallarkenningum fagnaðarerindisins. Friðþægingarfórn Jesús Krists gerir okkur kleift að verða líkari himneskum föður okkar svo að við getum búið eilíflega saman í fjölskyldueiningum okkar.

Það er engin önnur kenning sem er eins mikill grundvöllur að starfi okkar en friðþæging Jesú Krists. Notið hvert viðeigandi tækifæri til að bera vitni um frelsarann og kraft friðþægingar hans. Notið ritningar, sem kenna um hann og hvers vegna hann er hin fullkomna fyrirmynd fyrir líf sérhvers manns.4 Þið verðið að læra af kostgæfni. Verið ekki svo upptekin af því sem engu skiptir að þið missið af því að læra kenningar Drottins. Ef þið hafið sterkan, persónulegan grunn byggðan á kenningunum þá verðið þið voldug uppspretta við að deila mikilvægum sannleika með öðrum sem þarfnast hans mjög mikils.

Við þjónum himneskum föður best með því að hafa réttlát áhrif á aðra og þjóna þeim.5 Besta fordæmið sem nokkru sinni hefur gengið á jörðunni er frelsari okkar, Jesús Kristur. Jarðnesk þjónusta hans var uppfull af kennslu, þjónustu og kærleika gagnvart öðrum. Hann settist niður með einstaklingum sem voru dæmdir óverðugir samfélags við hann. Hann unni hverjum og einum þeirra. Hann skynjaði þarfir þeirra og kenndi þeim fagnaðarerindi sitt. Hann býður okkur að fylgja hinu fullkomna fordæmi hans.

Ég veit að fagnaðarerindi hans er vegurinn að friði og hamingju í þessu lífi. Megum við muna að gera eins og hann gerði með því að deila kærleika okkar, trausti og þekkingu á sannleikanum með öðrum sem hafa ekki enn umfaðmað hið skínandi ljós fagnaðarerindisins. Í nafni Jesú Krists, amen.