2010–2019
Gleðileg byrði þess að vera lærisveinn
Apríl 2014


Gleðileg byrði þess að vera lærisveinn

Það eru forréttindi að fá að styðja leiðtoga okkar; því fylgir sú persónulega ábyrgð að deila byrðinni og að vera lærisveinn Drottins.

Þann 20. maí síðastliðinn skall gríðarlegur hvirfilbylur á úthverfi Oklahóma borgar, í hjarta Bandaríkjanna, sem risti upp slóð sem var lengri en 1,6 kílómetrar á breidd og 27 kílómetra löng. Þessi stormur, sem var árás tortímandi hvirfilbylja, breytti landslaginu og lífi þess fólks sem varð í vegi hans.

Viku eftir þennan mikla storm var mér gefið það verkefni að heimsækja svæðið þar sem heimilum og persónulegum eigum var dreifð yfir út flött, eyðilögð hverfi.

Áður en ég fór á staðinn þá ræddi ég við ástkærann spámann okkar, Thomas S. Monson forseta, sem hefur yndi af slíkum erindum fyrir Drottinn. Með þeirri virðingu sem ég ber fyrir bæði starfi hans og góðmennsku þá spurði ég hann, „Hvað vilt þú að ég geri? Hvað viltu að ég segi?“

Hann tók blíðlega um hönd mína, rétt eins og hann hefði gert við eitt fórnarlambanna eða hjálparstarfsmann ef hann hefði verið á staðnum, og sagði:

„Byrjaðu á því að segja þeim að ég elski þau.

Í öðru lagi láttu þau vita að ég biðji fyrir þeim.

Að síðustu þakkaðu öllum þeim fyrir sem eru að vinna hjálparstarf.“

Sem meðlimur í forsætisráði hinna Sjötíu þá fann ég byrði ábyrgðarinnar á herðum mínum í þeim orðum sem Drottinn sagði við Móse:

„Safna þú mér sjötíu mönnum af öldungum Ísraels, sem þú veist að eru öldungar meðal fólksins og tilsjónarmenn þess;…

Og ég vil stíga niður og tala þar við þig, og ég vil taka af anda þeim, sem yfir þér er [Móse], og leggja yfir þá, svo að þeir beri með þér byrði fólksins og þú berir hana ekki einn.“1

Þetta eru orð frá fornum tímum en þrátt fyrir það þá hafa leiðir Drottins ekki breyst.

Í dag þá hefur Drottinn kallað 317 sjötíu í kirkjunni, sem þjóna í 8 sveitum, til aðstoðar Tólfpostulasveitinni við að bera þær byrðar sem settar eru á Æðsta forsætisráðið. Ég finn gleði þeirrar ábyrgðar í sálu minni og það sama má segja um bræðurna. Við erum hins vegar ekki þeir einu sem erum að aðstoða við þetta dýrðlega starf. Sem þegnar kirkjunnar um allan heim þá höfum við öll það tækifæri að blessa líf annarra.

Mér lærðist það frá okkar kæra spámanni hvers fólk þarfnast sem lent hefur í ofsaverðri - kærleika, bæna og þakklætis fyrir hjálpandi hendur.

Í dag munum við rétta upp hægri hönd okkar og styðja Æðsta forsætisráðið og Tólfpostularáðið sem spámenn, sjáendur og opinberara Kirkju Jesú Krists inna Síðari daga heilögu. Þetta er ekki einungis formsatriði, né er það einungis ætlað þeim sem eru kallaðir til almennrar þjónustu. Það eru forréttindi að fá að styðja leiðtoga okkar; því fylgir sú persónulega ábyrgð að deila byrðinni og að vera lærisveinn Drottins.

Monson forseti hefur sagt:

„Við erum umkringd þeim sem þarfnast umönnunar okkar, hvatningar, stuðnings okkar, huggunar og vinsemdar ‒ hvort sem þeir eru fjölskyldumeðlimir, vinir, kunningjar eða ókunnugir. Við erum hendur Drottins hér á jörðunni, háð því boði að þjóna og lyfta börnum hans. Hann treystir á sérhvert okkar. …

„Það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér“ (Matt 25:40).2

Munum við bregðast við með kærleika þegar tækifærið opnast fyrir okkur að fara í heimsókn, hringja símtal, skrifa smá miða eða nýta einn dag í að mæta þörfum einhvers annars? Verðum við kannski eins og ungi maðurinn sem fullyrti að hann fylgdi öllum boðorðum Guðs.

„Alls þessa hef ég gætt. Hvers er mér enn vant?

Jesús sagði þá: „Ef þú vilt vera fullkominn, skaltu fara, selja eigur þínar og gefa fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himnum. Kom síðan, og fylg mér.“3

Ungi maðurinn var kallaður til æðri þjónustu við hlið Drottins, til að vinna verk ríkis Guðs á jörðunni, samt snéri hann frá, „enda átti hann miklar eignir.“4

Hvað með jarðneskar eigur okkar? Við getum séð hvað hvirfilbylur gerir við þær á nokkrum mínútum. Það er mjög mikilvægt fyrir hvert og eitt okkar að byggja andlega fjársjóði okkar á himnum - að nota tíma okkar, hæfileika og valfrelsi í þjónustu við Guð.

Jesús heldur áfram að kalla okkur til þjónustu „Kom síðan og fylg mér“5 Hann gekk um heimaland sitt með fylgjendum sínum af ósérhlífni. Hann heldur áfram að ganga með okkur, styðja okkur og leiða. Það að fylgja fullkomnu fordæmi hans er að bera kennsl á og heiðra frelsarann, sem tók á sig allar byrðir okkar í gegnum helga og sáluhjálpandi friðþægingu sína, hina fullkomnu fórn. Það sem hann æskir af okkur er að við séum hæf og fús til að taka upp hina gleðilegu byrði lærisveinsins.

Þegar ég var í Oklahóma þá fékk ég tækifæri til að hitta nokkrar fjölskyldnanna sem urðu fyrir eyðileggingu þessara kröftugu skýstrokka. Þegar ég hitti Sorrels fjölskylduna þá varð ég sérstaklega snortinn af reynslu dóttur þeirra, Tori, sem var nemandi í 5. bekk Plaza Towers grunnskólans. Hún er hér meðal okkar í dag ásamt móður sinni.

Tori og nokkrir vina hennar hjúfruðu sig saman á einu salerninu á meðan hvirfilbylurinn reif sig í gegnum skólann. Hlustið á frásögn Tori, með hennar eigin orðum, um það sem gerðist þennan dag:

„Ég heyrði eitthvað lenda á þakinu. Ég hélt að það væri bara haglél. Hljóðið varð sífellt hærra. Ég sagði bæn og bað þess að himneskur faðir myndi vernda okkur öll og veita okkur öryggi. Skyndilega heyrðum við hátt soghljóð og þakið hvarf fyrir ofan okkur. Það var mikill vindur og brak flaug allt í kring og lamdi líkama minn allstaðar. Það var meira myrkur úti og himininn virtist svartur, en hann var það ekki - þetta var miðja hvirfilbylsins. Ég lokaðu bara augunum og vonaði og bað þess að þessu lyki fljótlega.

Allt í einu varð þögn.

Þegar ég opnaði augun sá ég stöðvunarskyldu merki beint fyrir framan augu mín. Það snerti næstum því nef mitt.“6

Tori, mamma hennar og þrjú systkini, ásamt nokkrum vina hennar sem voru einnig í skólanum lifðu storminn af eins og fyrir kraftaverk, hinsvegar gerðu sjö skólafélagar þeirra það ekki.

Þessa sömu helgi veittu bræðurnir í prestdæminu margar blessanir, þeim sem höfðu orðið illa úti í veðrinu. Ég fann fyrir auðmýkt er ég gaf Tori hennar blessun. Er ég lagði hendur mínar á höfuð hennar þá kom ein af uppáhalds ritningargreinum mínum í huga mér: „Ég mun fara fyrir yður. Ég mun verða yður til hægri handar og til þeirrar vinstri, og andi minn mun vera í hjörtum yðar og englar mínir umhverfis yður, yður til stuðnings.“7

Ég ráðlagði Tori að minnast þess dags þegar þjónn Drottins hefði lagt hendur sínar á höfuð hennar og lýst því yfir að hún hafði verið undir vernd engla í storminum.

Það er eilíft kærleiksverk að rétta fram höndina til að þjóna öðrum, sama hverjar aðstæðurnar eru. Þetta er sú þjónusta sem ég varð vitni að í Oklahoma þessa viku.

Okkur er oft gefið það tækifæri að aðstoða aðra þegar þeir eru í þörf. Sem þegnar kirkjunnar þá höfum við þá heilögu skyldu að „bera hver annars byrðar, svo að þær verði léttar,“8 „að syrgja með syrgjendum“9 að „[lyfta] máttvana örmum og [styrkja] veikbyggð kné.“10

Bræður og systur, Drottinn er mjög þakklátur fyrir hvert og eitt ykkar, fyrir þær óteljandi klukkustundir og þau þjónustuverk sem þið veitið svo örlátlega og náðarsamlegast á hverjum degi, hvort heldur stór verk eða lítil.

Benjamín konungur kenndi í Mormónsbók: „Þegar þér eruð í þjónustu meðbræðra yðar, eruð þér aðeins í þjónustu Guðs yðar.“11

Ef við einbeitum okkur að þjónustu við meðbræður okkar þá getur það hjálpað við að taka himneskar ákvarðanir í daglegu lífi og búið okkur undir að meta og elska það sama og Drottinn. Þegar við gerum það þá berum við vitni um það með lífi okkar að við séum lærisveinar hans. Við finnum anda hans með okkur þegar við erum upptekin í verki hans. Við vöxum í vitnisburði, trú, trausti og kærleika.

Ég veit að lausnari minn, já, Jesús Kristur, lifir, að hann talar við og í gegnum spámann sinn, Thomas S. Monson forseta á okkar tíma.

Megum við öll finna þá gleði sem kemur frá þeirri heilögu þjónustu að bera hver annars byrðar, jafnvel þær litlu og einföldu, er bæn mín í nafni Jesú Krists, amen.