2022
Sigrast á klækjum Satans
Janúar 2022


„Sigrast á klækjum Satans,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2022

Kom, fylg mér

HDP Móse 14

Sigrast á klækjum Satans

Satan gerir allt sem í hans valdi er til að blekkja okkur. Sem betur fer höfum við guðlega aðstoð við að forðast gildrur hans.

Ljósmynd
töframaður

Töframaður smellir fingrum og lætur bolta hverfa frammi fyrir augum ykkar.

Stórkostlegt!

Því næst dregur hann kanínu upp úr tómum pípuhatt og lætur eitthvað virðast svífa í loftinu.

Vá! Hvernig gerði hann þetta?

Töframenn hafa fundið leiðir til að láta fólk trúa því að það hafi orðið vitni að einhverju ótrúlegu, þegar það hefur í raun bara séð það sem töframaðurinn vildi að þau sæu.

Það er rétt! Töframenn saga aðstoðamenn sína ekki raunverulega í tvennt. Þeir hafa fundið sniðugar leiðir til að sannfæra okkur um að við höfum séð eitthvað sem gerðist í raun ekki. Hinar leyndu lygar felast í sjónhverfingum og blekkingum.

Þótt allt þetta sé gert í góðu og gamni, þá eru aðrar sjónhverfingar og blekkingar hættulegar – bæði líkamlega og andlega.

Hættulegur sjónhverfingamaður og svikari

Satan er óvinur alls réttlætis og vill ekki að nokkur maður fylgi himneskum föður og Jesú Kristi. Hann vill að við séum öll jafn vansæl og hann er sjálfur (sjá 2. Nefí 2:27).

Til að ná þessu markmiði gerir hann allt sem hann getur til að fá okkur til að efast og hunsa eilífan sannleika. Hann vinnur ötullega að því að sannfæra okkur um að trúa því að gott sé illt og illt sé gott (sjá Jesaja 5:20). Þess vegna er hann stundum þekktur sem faðir allra lyga og hinn mikli blekkjari (sjá HDP Móse 4:4). Þetta hefur hann verið að gera í mjög langan tíma.

Fallið

Í aldingarðinum Eden sagði Guð Adam og Evu að neyta ekki af skilningstré góðs og ills. Ef þau myndu gera það, yrðu þau að yfirgefa Eden og örugglega deyja. Guð sagði þeim samt að þau yrðu sjálf að velja (sjá HDP Móse 3:16–17).

Satan vill eyðileggja áætlun Guðs. Hann reyndi það með því að freista Evu til að neyta hins forboðna ávaxtar Hann laug og sagði að hún myndi ekki deyja (sem var í beinni andstöðu við það sem Guð hafði sagt). Hann sagði henni líka hálfsannleika (sjá HDP Móse 4:11).

Að lokum neyttu bæði Adam og Eva af ávextinum og var vísað úr návist Guðs. Ritningarnar kalla þetta „andlegan dauða.“ Þau urðu einnig jarðnesk, sem þýðir að þau gátu dáið líkamlegum dauða. Þetta kallast fallið.

Sem afkomendur Adams og Evu, erum við einnig aðskilin frá návist Guðs og munum upplifa líkamlegan dauða. Við erum einnig reynd af áskorunum lífsins og freistingum Satans.

Þetta kann allt að hljóma neikvætt, en fallið er mikilvægur þáttur í áætlun himnesks föður. Það veitir okkur tækifæri til að læra og vaxa með því að nota sjálfræði okkar til að velja að gera gott. Sökum Jesú Krists og friðþægingar hans, getum við líka iðrast þegar við syndgum og búið okkur undir að öðlast eilíft líf. Jesús Kristur leiðréttir allt sem gerðist í tengslum við fallið. Satan kom ekki í veg fyrir áætlun Guðs.

Sigrast á klækjum Satans

Satan heldur ennþá áfram að reyna að ginna okkur og blekkja. Hér má finna nokkrar leiðir hans til þess:

1. Freisting

Satan nýtur þess að gróðursetja óhreinum og óvingjarnlegum hugmyndum í huga okkar. Hann vill að þetta komist inn í huga okkar og að við framkvæmum í samræmi við þær. Við getum staðist þessar freistingar með því að segja Satan að fara í burtu (sjá boðskap öldungs Stevernson á bls. 4). Ein sterkasta vörn okkar gegn freistingum er að biðja ávallt (sjá Alma 13:28.; 3. Nefí 18:15). Við getum líka lesið og numið ritningarnar. Þær færa andann í hjörtu okkar, fullvissa okkur um sannleikann og styrkja okkur gegn frekari freistingum.

2. Lygar og blekkingar

Satan segir stundum eitthvað eins og: „Þú gerir aldrei neitt rétt,“ „þú hefur syndgað of mikið til að geta iðrast,“ „það er vonlaust að breytast,“ „þú ert einskis virði og öllum er sama um þig.“

Þetta eru lygar. Ekki trúa þeim! Hér er sannleikurinn: Guð elskar ykkur og fagnar í ykkur, því þið eruð börn hans. Þið eruð stórkostleg! Þið hafið svo mikið til að bera og þegar þið fylgið honum er framtíð ykkar björt! Jafnvel þó að þið hafi gert mistök, getið þið enn átt von og með Krist snúið við blaðinu.

Þið getið alltaf treyst því að Satan ljúgi að ykkur. Þið getið einnig reitt ykkur á að andinn segi ykkur ávallt sannleikann (sjá Jakob 4:13). Þetta er ein af ástæðum þess að það er svo mikilvægt að kappkosta að hafa andann ávallt með okkur.

Við getum einnig borið kennsl á og staðist lygar Satans með því að lesa reglulega í ritningunum og boðskap leiðtoga kirkjunnar. Þið getið fundið upplífgandi ritningargreinar eða tilvitnanir til að minna ykkur á sannleikann sem er í andstöðu við lygar Satan. Þið gætuð lagt þær á minnið eða sett þær þar sem þið munið reglulega sjá þær.

3 Örvænting

Það gleður Satan þegar við upplifum vonleysi. Hann vill að við trúum því að hvaðeina sem dregur okkur niður, mun ávallt vera til staðar. Það er ekki satt.

Öldungur Jeffey R. Holland, í Tólfpostulasveitinni, kenndi að Satan vilji að við trúum þessu, því að „[Satan] veit að hann getur ekki orðið betri, hann getur ekki tekið framförum, að hann mun aldrei, um ótal heima, upplifa bjartan morgun. Hann er aumkunarverður einstaklingur, bundinn eilífum annmörkum, og hann vill að þið séuð líka aumkunarverð. Látið ekki blekkjast af honum.”1

Himneskur faðir og Jesús Kristur vilja að þið séuð hamingjusöm. Ef þið snúið til þeirra geta þeir hjálpað ykkur að þola mótlæti og finna frið og gleði.

Við vitum hver stendur uppi sem sigurvegari.

Frelsarinn býður okkur: „Beinið öllum hugsunum yðar til mín. Efist ekki, óttist ekki“ (Kenning og sáttmálar 6:36). Þegar við hlýðum þessu boði mun náð friðþægingar hans og kraftur ávallt vera sterkari en tilraunir Satans til að blekkja okkur. Við þurfum ekki að falla fyrir klækjum Satans. Við getum haft hugrekki og styrk til að sigrast á freistingum Satans og afbera áskoranir lífsins.

Ljósmynd
Jesús Kristur

Hjarta yðar skelfist ekki, eftir Howard Lyon

Frelsarinn hefur sagt: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins“ (Jóhannes 8:12). Hann sagði einnig: „Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn“ (Jóhannes 16:33).

Jesús getur lyft okkur upp og styrkt gegn hvers kyns klækjum sem Satan reynir að nota gegn okkur. Þegar við minnumst frelsarans og kenninga hans, getum við séð í gegnum klæki og sjónhverfingar Satans og séð „hlutina eins og þeir í raun eru“ (Jakob 4:13).