2022
Hvernig get ég tengst ungmennahópi mínum betur?
Janúar 2022


„Spurningar og svör,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2022.

Spurningar og svör

„Ég á ekki mikið sameiginlegt með fólkinu í ungmennahópi mínum. Hvernig get ég tengst þeim betur?“

Ná til hins eina

Ljósmynd
stúlka

„Mér finnst ég tengjast öðrum betur þegar ég reyni í alvöru að verja tíma með þeim hverju fyrir sig, ekki bara sem hópi. Ef ykkur langar til að finna einhvern sem ykkur kemur vel saman við, náið þá til þess sem virðist þarfnast vinar. Þið gætuð haft meiri hag af því en þau!“

Latyanna P., 17, Singapúr.

Deilið áhugamálum ykkar

Ljósmynd
stúlka

„Flestir í ungmennahópi mínum hafa mismunandi áhugamál. Mér finnst gaman að spyrja þau um áhugamál þeirra, því það sýnir að það skiptir mig máli. Þá veitir það þeim tækifæri til að spyrja mig um mín áhugamál líka. Það tekur tíma að tengjast fólki – haldu því áfram!“

Erin F., 18 ára, Utah, Bandaríkjunum

Finna sameiginlegan grundvöll

Ljósmynd
stúlka

„Ef ykkur langar að eiga nánara samband við vinahóp ykkar, finnið þá góða, þýðingarmikla hluti sem þið getið gert saman, jafnvel þó að þeir séu fáir. Þið getið fundið áhugamál eða dægrastyttingu sem þið hafið öll gaman af. Biðjið himneskan föður um aðstoð og hann mun innblása ykkur.“

Carla V., 12 ára, Perú

Metið fjölbreytileika ykkar

Ljósmynd
stúlka

„Því meiri tíma sem ég ver með fólkinu í ungmennahópi mínum, því meira kann ég að meta það sem er einstakt við þau! Ég læri að þjóna þeim betur, sem hjálpar mér að verða nánari þeim og Jesú Kristi. Við erum öll börn himnesks föður okkar, svo að við eigum meira sameiginlegt en við höldum.“

Sarah M., 16 ára, Oregon, Bandaríkjunum

Reynið nýja hluti

Ljósmynd
piltur

„Verið bara vingjarnleg og haldið áfram að tala við þau. Reynið áfram nýja hluti til að tengja alla saman. Drengur í deildinni okkar kann alls ekki að meta íþróttir, en hann leikur alltaf með okkur. Svo gerum við eitthvað sem hann hefur gaman af, eins og töfrabrögð eða að skjóta spilum. Það er góð leið til að upplifa tengingu að prófa nýja hluti.

Jarren M., 17 ára, Nova Scotia, Kanada.

Hafið samband

„Hafið samband og hjálpið einhverjum í ungmennahópi ykkar sem þarfnast aðstoðar. Þegar við reynum að vera fordæmi um elsku frelsarans, þá hjálpar það okkur að tengjast hvert öðru.“

Joshua C., 20 ára, Falenia, Bandarísku Samóa

Verið þið sjálf

„Eftir smá tíma munið þið eflaust finna eitthvað sem þið eigið sameiginlegt, en kannski ekki alveg strax. Á meðan getið þið tengst í viðburðum og atburðum sem gerast í vikunni. Njótið viðburðanna! Veljið að taka þátt og verið þið sjálf!“

Hannah W., 18 ára, Nova Scotia, Kanada.