2021
Verðugleiki er ekki óaðfinnanleiki
Nóvember 2021


„Verðugleiki er ekki óaðfinnanleiki,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.

Kvöldhluti laugardags

Verðugleiki er ekki óaðfinnanleiki

Útdráttur

Ljósmynd
menn í faðmlagi

Sumir taka skilaboðunum ranglega þannig að iðrun og breytingar séu óþarfar. Skilaboð Guðs eru að þau séu bráðnauðsynleg. …

Sumir taka skilaboðunum ranglega þannig að iðrun sé stakur viðburður. Líkt og Russell M. Nelson forseti hefur kennt, eru skilaboð Guðs þau að „iðrun … er ferli.“ …

Sumir taka skilaboðunum ranglega á þann hátt að þeir séu ekki verðugir að taka fullan þátt í fagnaðarerindinu, þar sem þeir eru ekki fullkomlega lausir við slæmar venjur. Skilaboð Guðs eru að verðugleiki er ekki óaðfinnanleiki. Verðugleiki er að vera heiðarleg og leggja okkur fram. Við verðum að vera heiðarleg gagnvart Guði, prestdæmisleiðtogum og öðrum sem elska okkur og við verðum að leggja okkur fram við að halda boðorð Guðs og gefast aldrei upp, bara vegna þess að við gerum mistök. …

Sumir taka skilaboðunum ranglega þannig að Guð bíði með að hjálpa, þar til eftir að við höfum iðrast. Skilaboð Guðs eru að hann vilji hjálpa okkur þegar við iðrumst. …

Náð hans er ekki aðeins til að verðlauna þá sem verðugir eru. Hún er „guðlega hjálpin“ sem hann veitir og hjálpar okkur að verða verðug. Hún er ekki aðeins laun hinna réttlátu. Hún er „gjöf þess krafts“ sem hann veitir og hjálpar okkur að verða réttlát. Við göngum ekki aðeins í átt til Guðs og Krists. Við göngum með þeim. …

Þegar ykkur líður eins og ykkur hafi mistekist of oft til að halda áfram að reyna, minnist þess þá að friðþæging Krists – og sú náð sem hún gerir mögulega – er raunveruleg. „Armur miskunnar [hans] er útréttur til yðar“ [3. Nefí 9:14]. Þið eruð elskuð – í dag, eftir tuttugu ár og að eilífu.