2022
Hið smáa gerir gæfumun
September/Október 2022


Skrifað af ykkur

Hið smáa gerir gæfumun

Ljósmynd
boy smiling

Ég er minnstur í bekknum mínum. Ég vildi stundum að ég væri hávaxinn eins og bekkjarfélagar mínir. Móðir mín segir mér þó að lífsgildi mín séu mikilvægari en hæðin og að ég geti gert margt þó ég sé lægri en bekkjarfélagarnir.

Þegar ég týni einhverju eða þegar ég er hræddur, þá hætti ég því sem ég er að gera og biðst fyrir. Himneskur faðir svarar bænum mínum.

Ég hjálpa frændsystkinum mínum og öðrum krökkum að læra stærðfræði, ensku og skrift. Ég hjálpa til við húsverkin. Ég hirði um gæludýrin mín. Ég teikna listaverk og skrifa bréf til trúboða. Þegar ég kaupi eða fæ eitthvað nýtt deili ég því með öðrum. Þegar ég sé fólk í neyð á götunni, gef ég það sem ég get og bið daglega fyrir því.

Þegar ég var yngri byrjaði mamma að lesa fyrir mig. Við lásum sögur úr Mormónsbók, biblíusögur og tímaritið Barnavin. Þótt ég sé núna níu ára, les hún enn fyrir mig. Ég get ekki sofnað nema mamma lesi með mér. Sum kvöldin les ég núna fyrir mömmu þar til hún sofnar.

Ég geri þessa einföldu hluti þó ég sé lágvaxinn. Ég veit að himneskur faðir og Jesús elska litlu börnin. Ég veit að þeir elska mig. Ég elska þá líka. Draumur minn er að verða trúboði, svo ég geti gert fleiri smáa hluti til að gera gæfumun.

Myndskreyting eftir Adam Koford