2022
Kynnist Jarom frá Mexíkó
September/Október 2022


Hjálparhendur um allan heim

Kynnist Jarom frá Mexíkó

Kynnist Barnafélagsbörnum sem hjálpa öðrum eins og Jesús gerði.

Ljósmynd
boy in blue shirt

Allt um Jarom

Ljósmynd
boy holding up pets

Aldur: 10 ára

Frá: Mexíkóborg Mexíkó

Tungumál: Spænska

Markmið og draumar: 1) Verða dýralæknir eða sálfræðingur. 2) Teikna fallegar myndir. 3) Koma fram við aðra af virðingu og góðvild.

Fjölskylda: Jarom, mamma, pabbi, tveir bræður

Hjálpandi hendur Jaroms

Ljósmynd
boy taking care of dogs

Jarom á þrjá litla hunda. Eitt af verkum hans er að gefa þeim að borða á hverjum degi. Honum þykir mjög vænt um þá. Jarom er líka góður hlustandi og trúboði. Þegar hann frétti að afi vinar hans hafi dáið hringdi Jarom í vin sinn. Jarom hlustaði á hann. Hann huggaði hann líka og sagði honum frá áætlun himnesks föður fyrir okkur.

Jarom vill að vinir hans séu hamingjusamir. Hann talar oft við þá um kirkjuna og býður þeim á samkomur og viðburði. „Þegar þú biðst fyrir, mundu þá eftir vinum þínum og fjölskyldu,“ segir Jarom. „Spurðu hvernig þú getur hjálpað þeim.“

Það sem er í uppáhaldi Jaroms

Ljósmynd
illustrations of Jarom’s favorites

Staðir: Garðurinn og kapellan

Sögur um Jesú: Þegar hann hjálpaði blindum manni og þegar hann reis upp.

Barnasöngur: „Þegar ég skírist“ (Barnasöngbókin, 53)

Matur: Pozole-súpa, franskar og kleinuhringir

Litir: Blár og fjólublár

Fag í skóla: Saga og landafræði