2022
Gettu hver elskar þig, frú Banks!
September/Október 2022


Gettu hver elskar þig, frú Banks!

Þetta byrjaði allt með einu blómi …

Ljósmynd
old lady sitting outside her yellow house, holding flowers

Roxy naut þess að skoða öll húsin í hverfinu sínu þegar hún gekk heim úr skólanum. Í einu húsinu var hundur sem gelti og hoppaði upp og niður í glugganum. Í öðru húsi voru fuglar sem tístu í trjánum.

Svo var það hús frú Banks. Frú Banks hafði verið kennari hennar í þriðja bekk og hún var í uppáhaldi hjá Roxy. Roxy veifaði alltaf til frú Banks þegar hún sá hana sitja á stólnum á dyrapallinum. Frú Banks var alltaf vingjarnleg og glöð.

Í dag var þó stóllinn á dyrapallinum auður. Húsið var kyrrlátt. Jafnvel köttur frú Banks, Chester, var horfinn.

Roxy minntist þess að mamma hennar hafði sagði að frú Banks væri veik. Hún fór á sjúkrahúsið á hverjum degi í meðferð. Roxy varð döpur. Hún vildi gera eitthvað fallegt fyrir frú Banks. Hvað gæti það verið?

Roxy leit í kringum sig á býflugurnar sem flugu frá blómi til blóms. Hún fékk þá hugmynd!

Roxy hljóp heim og tíndi rós úr garðinum sínum. Hún fór aftur í hús frú Banks og setti hana á dyrapallinn.

Daginn eftir setti Roxy sólblóm á stól frú Banks. Daginn þar á eftir setti hún fagurfífil við útidyrnar hennar. Á hverjum degi í tvær vikur skildi Roxy eftir blóm handa frú Banks. Hún gætti þess að sjást ekki.

Ljósmynd
girl hiding behind tree

Dag einn á leiðinni heim sá Roxy frú Banks sitja á dyrapallinum. Hún var með blóm í hendinni.

„Roxy,“ sagði frú Banks, „sjáðu fallegu blómin mín. Einhver hefur verið að skilja þau hér eftir handa mér. Á hverjum degi beið mín nýtt blóm þegar ég kom heim af sjúkrahúsinu.“

Roxy brosti. „Veistu hver það var?“

Frú Banks brosti til baka. „Hver sem það var, þá vil ég þakka þeim.“

„Það var líklega einhver sem elskar þig!“ sagði Roxy.

„Ég hlakkaði til að finna nýtt blóm á hverjum degi,“ sagði frú Banks. „Fyrsta blómið var á dyrapallinum mínum.“

„Heldurðu að kötturinn þinn hafi sett það þar?“ spurði Roxy.

„Chester finnst gaman að koma mér á óvart, en hann hefur aldrei skilið eftir blóm. Frú Banks hló. „Hvað með blómið á stólnum mínum?“

„Var það hundurinn neðar í götunni?“ Roxy brosti enn breiðara.

„Við útidyrnar mínar?“

Var það íkorni?“

„Ja hérna,“ sagði frú Banks og hló. „Ég vissi ekki að það væru svona margar verur sem elska mig! Blómin hjálpuðu mér að finnast ég vera sérstök.

Roxy var næstum að springa úr hamingju. Hún var fegin að hún hjálpaði við að fá frú Banks til að brosa aftur.

Myndskreyting eftir Adobe Stock