Gamla testamentið 2022
Hugmyndir til að hvetja til sjálfsnáms og fjölskyldunáms


„Hugmyndir til að hvetja til sjálfsnáms og fjölskyldunáms,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„Hugmyndir til að hvetja til sjálfsnáms og fjölskyldunáms,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022

Ljósmynd
Fjölskylda les ritningar við borð

Hugmyndir til að hvetja til sjálfsnáms og fjölskyldunáms

Hér eru nokkrar hugmyndir til að hvetja meðlimi bekkjarins til að læra orð Guðs heima, bæði á eigin spýtur og með fjölskyldu sinni. Gætið að því að ekki er víst að allir meðlimir bekkjarins geti lært ritningarnar með fjölskyldu sinni (sumir meðlimir búa t.d. einir eða eru í hlutaaðildar-fjölskyldum).

  • Biðjið meðlimi bekkjarins að segja frá upplifunum sem þeir hlutu við að læra ritningarnar heima. Þið gætuð t.d. beðið þá að miðla versi sem vakti áhuga þeirra.

  • Biðjið meðlimi bekkjarins að greina frá einhverju sem þeir gera til að auðga sjálfsnám eða fjölskyldunám í ritningunum. (Sumar hugmyndir má finna í „Hugmyndir til að bæta eigið ritningarnám“ og „Hugmyndir til að bæta ritningarnám fjölskyldunnar“ í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur.)

  • Biðjið meðlimi bekkjarins að segja frá því hvernig þeir brugðust við hughrifum sem þeim bárust við eigið ritningarnám eða fjölskyldunnar.

  • Notið nokkrar mínútur til að sýna meðlimum bekkjarins sumar heimildirnar sem kirkjan veitir meðlimum til að hjálpa þeim við námið. Meðal þessara heimilda eru hjálpargögn fyrir ritningarnám sem má finna á scriptures.ChurchofJesusChrist.org; „Sögur úr ritningunum“ á children.ChurchofJesusChrist.org; kennsluáætlanir og önnur gögn á Come, Follow Me—For Primary [Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið]; efni fyrir ungdóminn á youth.ChurchofJesusChrist.org; kennslubækur trúarskóla yngri og eldri deilda; og myndbönd, hljóðupptökur og myndir sem má finna á MediaLibrary.ChurchofJesusChrist.org. Margt af þessu er einnig í smáforritinu Gospel Library.

  • Gefið ykkur nokkrar mínútur til að útskýra hvernig nota á smáforritið Gospel Library til að læra ritningarnar, einnig hvernig merkja á vers og skrá hughrif.

  • Biðjið einn meðlim bekkjarins eða fleiri að segja frá því hvernig þeir kenndu fjölskyldu sinni ákveðna reglu fagnaðarerindisins.